Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Helgarblað DV
Yrsa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur og rithöfundur, var fyrsta konan sem hóf störf á Kárahnjúkum.
Fyrst um sinn bjó Yrsa við frumstæðar aðstæður á Kárahnjúkum og gisti meðal annars undir sama þaki og
allir karlmennirnir á svæðinu. í dag, fimm árum síðar, er staðurinn orðinn fjölskylduvænn mjög og eru dæmi
þess að eiginkonur starfsmanna hafi varið fæðingarorlofi sínu á Kárahnjúkum.
r.
AUKIÐ HLUTFALL
KVENNA „Við náðum
að auki að koma hlutfalli
kvenna hjá okkur upp í
^ nokkurn veginn það
sama og gengurog
gerist á verkfræðistofum
í Reykjavík sem var
smáafrek út af fyrir sig."
TAKNRÆNMYND Á myndinni
eru fimm ungar snótir og einn
drengur sem komu í heimsókn á
Kárahnjúka. Takið eftir að
drengurinn er með skóflu í hendi
á meðan stúlkurnar eru allar
uppstilltarogfínar.
VlLSJADQimMjtjA
VERDASKIPSTJORA
Ytsa Sigurðardótt-
ir byggingarverk-
fræðingur hafði
unnið mikið við
framkvæmdaeftirlit
og þegar til stóð að
senda inn tilboð í eft-
irlit með Kárahnjúkavirkjun var hún
spurð hvort hún hefði áhuga á að
vera með og hún sló til. „Þegar það
svo kom á daginn að verkið var okk-
ar, var ekki annað hægt en að standa
við orð sín enda verkefnið þar að auki
mjög spennandi, bæði hvað varð-
ar stærð þess sem og verkfræðilega
þætti," segirYrsa.
Langar vaktir
Yrsa byrjaði Kárahnjúkaverkefn-
ið vorið 2003 og er enn að en þó við
breyttar aðstæður. Yrsa vann vakta-
vinnu sem gerði það að verkum að
hún gat hitt fjölskyldu sína reglulega
en heima fyrir var eiginmaður henn-
ar og tvö börn. „Hjá okkur var vökt-
unum þannig háttað að íslending-
arnir unnu 10 daga og fengu 4 daga
frí en útíendingar eða þeir sem áttu
lengra ferðalag heim en flugferð til
Reykjavíkur unnu í 4 vikur og fóru svo
heim í eina viku. Þeir voru að auki yf-
irleitt í fríi á sunnudögum."
Mikið nágvígi
„Það var vægast sagt mjög und-
arleg tilfinning þegar ég kom fyrst
til Kárahnjúka, við bjuggum í bráða-
birgðabúðum til að byrja með og þar
gistum við öll undir sama þaki, ég
og allir karlmennirnir og notuðumst
við sameiginlega baðherbergisað-
stöðu. Ég var ekki vön svona miklu
návígi við vinnufélaga og það tók
tíma að venjast því." Yrsa segist ekki
hafa upplifað neina fordóma frá ís-
lensku karlmönnunum í hennar garð
þar sem hún var eina konan á svæð-
inu ásamt því að vera yfirmaður. Það
sama átti hins vegar ekki alveg við þá
erlendu.
Fordómar
„Það eimdi fyrir örlitíum fordóm-
um hjá nokkrum af þeim erlendu
mönnum sem voru í okkar hópi.
Þeir voru bæði vanari stéttskiptari
umgjörð en hér ríkir sem og því að
byggingariðnaðurinn og vinnustaðir
í líkingu við virkjanasvæðið væru að
mestu mannaðir körlum. Þeir höfðu
ekki reynslu af konum í stjórnunar-
stöðum og það tók smátíma fyrir þá
að venjast því. Maður þurfti nokkrum
sinnum að byrsta sig eða vera óhemju
leiðinlegur til að þvinga þá inn í ís-
lenska taktinn," segir Yrsa sem sinnti
starfl tæknistjóra og er enn fremur
ffamkvæmdastjóri Káraborgar ehf.
sem er rekstrareiningin sem stofnuð
var til að halda utan um þennan hóp
og vinnu hans.
Mörg afrek
Nú eru fimm ár síðan Yrsa hóf
störf við Kárahnjúka og er óhætt að
segja að það hafi mikið vatn runn-
ið til sjávar síðan. Yrsa hefur náð að
áorka miklu, meðal annars að fjölga
konum á svæðinu. „Stærsti áfang-
inn í þessu öllu saman var auðvitað
gangsetning virkjunarinnar í haust
sem leið þó svo að minni sigrar hafi
að sjálfsögu unnist á leiðinni. Hvað
okkar hóp sem slíkan varðar held ég
að við getum horft yftr farinn veg og
verið stolt af því hvernig okkur tókst
að búa til vistíegan og skemmtilegan
vinnustað fjarri öllu því sem maður
á að venjast. Við náðum að auki að
koma hlutfalli kvenna hjá okkur upp í
nokkurn veginn það sama og gengur
og gerist á verkfræðistofum í Reykja-
vík sem var smáafrek út af fyrir sig."
Góð fjölskylda
Til þess að láta vinnu sem þessa
ganga upp þurfti Yrsa eðlilega á
stuðningi fjölskyldu sinnar að halda.
„Þetta var mildð púsl en gekk ótrú-
lega vel. Maðurinn minn skellti sér í
nám til að geta hagrætt tíma sínum í
takt við breyttar aðstæður og tók við
heimilishaldinu og uppeldi dóttur
okkar sem var ekki nema 6 ára þeg-
ar verkefnið fór af stað. Hann stóð sig
eins og hetja og hún líka. Þau voru
dugleg að koma upp eftir og vera
þar yflr helgar og önnur tilfallandi frí
svo að fjarvistirnar voru í eins miklu
lágmarki og hægt var undir þessum
kringumstæðum."
Konur í iðnaði
Þegar talið berst að konum í iðnaði
spyr blaðamaður Yrsu hvernig standi
á því að svo fáar konur starfi í iðn-
aði eins og raun ber vitni. „Ætli þær
vantí ekki bara fyrirmyndir, það er á
vissan hátt fráhrindandi að hugsa sér
að vera eina konan á vinnustað eða
ein af fáum og kannski virðast þessi
störf því ekki eins áhugaverð og þau í
raun eru. Það er urmull af konum að
vinna í iðnaðargreinum sem maður
tengir ekki í fyrstu við konur en þær
eru kannsld ekkert endilega svo sýni-
legar. Mörg störf í iðnaði hvarfla ein-
faldlega ekki að ungum konum þeg-
ar þær velta framtíðinni fyrir sér, ekki
vegna ótta heldur bara vegna þess að
ímyndunaraflið nær skiljanlega ekki
yfir víðari völl en raun er á."
Kraftur kvenna
Virkjum kraft kvenna í iðnaði var
fyrirskrift fundar sem Samtök iðnað-
arins héldu á dögunum á Hótel Borg.
Fundurinn var liður í starfi Samtaka
iðnaðarins við að skoða hlut kvenna
í starfi og stjórn aðildarfyrirtækja
sinna. Það vantar fólk í iðnfyrirtæki
og gríðarlegan mannauð er að finna
hjá konum sem fyrirtæki ættu að
geta sótt í. En þegar hlutföll karla og
kvenna meðal framkvæmdastjóra,
ijármálastjóra og starfsmannastjóra í
fyrirtækjum Samtaka iðnaðarins eru
skoðuð kemur t' ljós að karlmenn eru
í miklum meirihluta í stjórnenda-
stöðum, sérstaklega t' stærstu fyrir-
tækjunum.
Samtök iðnaðarins
Yrsa deildi reynslu sinni á Kára-
hnjúkum á fundinum við góðar
undirtektir, og er greinilegt að mik-
ill áhugi er til staðar fyrir málefn-
unum því fundarsalurinn var fullur
út úr dyrum. „Ég er svo sem enginn
sérstakur sérfræðingur r' málefn-
um iðnaðarins en get vel t'myndað
mér að það væri mörgum greinum
hans til framdráttar að konur tækju
aukinn þátt. Á sama hátt væri mjög
æskilegt að sjá aukningu á karl-
mönnum r' þeim stéttum sem eru
að mestu mannaðar konum. Mt'n
skoðun er sú að það sé vinnustöð-
um tii framdráttar að hafa nokkuð
jafnt kynjahlutfall sem og góða ald-
urdreifingu." Samtök iðnaðarins
vinna nú markvisst í því að virkja
kraft kvenna t' iðnaði og telur Yrsa
samtökin standa sig afar vel.
Rithöfundurinn
Yrsa Sigurðardóttur er þó þekkt
fyrir fleira en að hafa unnið á Kár-
hnjúkum eins og margur veit. Hún
er einn þekktasti rithöfundur þjóð-
arinnar. Hún hefur gefið út nokkrar
bækur og selt útgáfurétt margra þeirra
til útíanda. Þessa dagana er Þóra að
að fara af stað með bók númer fjög-
ur um lögfræðinginn Þóru. Blaða-
maður hafði heyrt því fleygt að Yrsa
skrifaði bækur sínar í excel-skjali. „Ég
held utan um framvinduna og upp-
lýsingar um persónur í slíku skjali en
skrifa sjálfan textann á venjulegan
hátt í Word." Af öllum þeim bókum
sem Yrsa hefur skrifað í hjáverkum
á hún sér eina uppáhalds. „Bókin,
Við viljum jólin í júlí - barnabók er
uppáhaldsbókin mín. Þessa dagana
er einmitt verið að vinna handrit að
kvikmynd upp úr henni á vegum Júlí-
usar Kemp og Ingvars Þórðarsonar."
Bjartsýn
í dag starfar Yrsa enn hjá Fjarhitun
undir merkjum VIJV við frágangs-
vinnu tengda Kárahnjúkavirkjun en
er nú í Reykjavík.
Yrsa segist bjartsýn á framtíð
kvennaogvonasttílaðþærsækimeira
í það að vinna utan hins opinbera
kerfis. „Mér skilst að mikill meirihluti
starfsmanna sé konur. f nútímanum
hlýtur það að teljast ffemur óeðlilegt
ástand að það myndist hópar innan
atvinnulífsins sem byggjast á kyni. Á
persónulegri nótum vildi ég sjá dótt-
ur mína verða skipstjóra þegar hún
eldist þótt hún sé langt í frá sammála
mér í því og muni berjast um á hæl
og hnakka tíl að koma í veg fyrir þá
draumsýn mína," segir Yrsa.
Valhöll
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavik
simi 515 1700
www.xd.is
Um hvað snúast stjórnmál?
Kynntu þér málið í Sfjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem er frá
18. feb. til 13. mars. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur og fer fram á
mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Fyrirlestrar og umræbur um
• borgarmálin • utanríkismál
• listina ab hafa áhrif
• flokksstarfið
• menntun og menningarmál
• velferbarmál
• ferða- og samgöngumál
• efnahagsmál
• umhverfismál
• sjávarútvegsmál
• landbúnaðarmál
• stjórnskipan og stjómsýslu
• greina- og fréttaskrif
• Sjálfstæbisflokkinn
• starfshættir Alþingis
Dagskráin er á heimasí&u Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is undir hnappi Stjórnmálaskólans.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is