Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Ferðir DV gÁ FERÐINNI Páskaferð um Hornstrandir Flogið verður til Isafjarðar á skírdagsmorgun eða 20. mars og farið beint með báti til Hesteyrar í Jökulljörðum. Þar verður dvalið í gamla Læknisbústaðnum fram á annan I páskum. Matur borinn frá skipi og upp í húsið sem þarf að vekja af vetrardvala. Stefnt er að löngum gönguferðum á hverjum degi, ferðinni lýkur svo 24. mars. Leiðsögumenn ferðarinnar eru þau Bragi . Hannibalsson og Sigrún Valbergsdóttir en ferðin er á vegum Ferðafélags (slands. Vaðnámskeið ■ Ferðafélagiðstendurfyrir vaðnámskeiði í Merkuránun 8.-9. mars ■ Á námskeiðinu verður kennt að taka vað í ám og hvernig á að bera sig í straumvatni. ■ Námskeiðið hentar vel bæði göngufólki sem og jeppaeigendum. ■ Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. ■ Bóklegi hluti námskeiðsins verður haldinn miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.00 í Ferðafélags íslands-salnum Mörkinni 6. ■ Þá verður farið yflr lögmál og eðli straumvatna, hvernig lesa megi í strauma og brot, hvernig vað er tekið og hvernig skuli bera sig að í straumi, hvaða búnað þurfi, sem og fatnað, hvernig skuli bera sig að þegar veitt er aðstoð eða aðstoð þegin, og farið yfir aðra öryggisþætti. ■ Verklegi hluti námskeiðsins er á laugardeginum 1. mars og verður þá unnið í Merkuránum, bæði Jökulsá og Lóninu, Steinholtsá, Hvanná og Krossá. ■ Seinni hluta dags koma menn sér fyrir í Skagfjörðsskála og um kvöldið verður grillveisla og kvöldvaka með myndasýningu frá hinum ýmsu vöðum á hálendinu. ■ Þátttökugjald er kr. 10.000 / 12.000 ■ Innifalið er námskeið og námskeiðsgögn, vegleg mappa með gagnlegum upplýsingum, fararstjórn og gisting. ■ Grillveisla um kvöldið kostar kr. 2000 á þátttakakenda. ■ Börnogfjölskyldufólkgetakomið sérfyrir og dvalið í Langadal á meðan á verklegri kennslu stendur. ■ Gistingogmaturókeypisfyrir börn. Það gleður marga útivistaráhuga- menn að heyra að nú er kom- inn til starfa skálavörður á vegum Ferðafélags fslands í Land- mannalaugum. Skálavörður- inn verður með fasta viðveru í Laugum út apríl. „Fyrir skömmu var farin vinnuferð í Landa- mannalaugar þar sem skálinn var standsettur fyrir vetraropn- un," segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags fslands öll aðstaða er nú opin í Laug- um, það er að segja skálinn, gisti- aðstaða, eldhús sem og salern- isaðstaðan en um er að ræða vatnssalerni. „f sturtum og sal- ernum rennur nú bæði heitt og kalt vatn og er það algjör bylt- ing," segir Páll. Fyrir þá sem hafa áhuga á að upplifa ævintýri í landmannalaugum þurfa sem fyrr að bóka og greiða fyrir gist- ingu á skrifstofu Ferðafélgs ís- lands. Skálavörðurinn Kerstin Lang- enberger hefur starfað sem skálavörður hjá Ferðafélagi fs- lands í þrjú ár, bæði í Emstrum og Hrafntinnuskeri. í morgun var hún að huga að snjómokstri en snjór hefur ekki verið meiri í Laugum síðastliðin 15 ár. Kerstin mun taka vel á móti öllum þeim sem leggja leið sína í Páll Guðmundsson Framkvæmda- stjóri Ferðafélags islands. skálann. „Hún býður upp á heitt kakó og kaffi í hlýjum skálanum," Á góðum dögum mun Kerstin bjóða áhugasömum upp á dags- ferðir í Landmannalaugum, bæði göngu- og skíðaferðir. Ferðafélagið hefur einnig boð- ið upp á skipulagðar skíðaferðir í Laugum og mun gera það áfram. „Um er að ræða helgarferðir, það er lagt af stað seint á föstudögum og komið til baka seint á sunnu- dögum. „Það þarf vissuleg að meta aðstæður og undir venju- legum kringumstæðum eru ferð- ir sem þessar skipulagðar í byrj- un vikunnar þegar hægt er að spá fyrir um veður og fleira. Þetta virkar mjög vel," segir Páll að lok- um og hvetur alla til að upplifa ævintýri í Landmannalaugum. Glæsilegt sérblað tileinkaó fermingum og öllu sem tengist þeim, Jylgir DVfóstudaginn 22. febrúar. Meðal efnis: • Fermingarbömin • Veislan • Fötin • Gjafimar • Tníin Foreldrarfemingarbamanna Minningamar Fermingarmyndimar Auglýsendur! Pantið tímanlega eða fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 21.febrúar. Uppiýsittgar. audurrn@du.is, arnaíachxis, asthildiuva dv.is valdis@du.is eðaístma5127000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.