Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Fréttir DV Ásta Magnúsdóttir, systir Kristjönu Magnúsdóttur sem lést frá tveimur sonum eftir of stóran skammt af fíkniefnum, hefur áhyggjur af því hvað verður um drengina. Þeir hafa stærstan hluta lífs síns búið hjá móð- urafa sínum og -ömmu en í takt við barnalög hafa feður þeirra nú fengið forræðið. Fjölskylda Kristjönu tel- ur það enn einn missinn fyrir drengina að vera skildir að. Ættingjarnir geta varla syrgt Kristjönu vegna reiði úr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. „ANDINNVAR BARA FARINN „Þeir eru að missa mömmu sína, afa sinn og ömmu. Eiga þeir að missa hvor annan iíka?" „Auðvitað elsk- aði hún börnin sín útaflífinuen húnvarfyrstog fremst alvarlega veik" ERLA HLYNSDOTTIR bladamadur skrifar: erla&dv.is i Synir Kristjönu Magnúsdóttur, sem lést í byrjun maí vegna of stórs skammts af fíkniefnum, eru í mik- illi sorg og enn að reyna að átta sig á því að þeir hitti mömmu sína aldrei aftur. „Litli strákurinn kom að henni og hann sagði: „And- inn var bara farinn." Litli fimm ára snáðinn. Hann talar svo mikið um þetta greyið," segir Ásta Magnús- dóttir, eldri systir Kristjönu: „Þeir vita að mamma er dáin. Þeir vita það." Fjölskyldan hefur miklar áhyggjur af drengjunum tveim- ur. Þeir eiga hvor sinn föðurinn og þeir hafa báðir lýst sig reiðubúna til að hafa son sinn hjá sér. Ættingjar Kristjönu telja þá þó betur komna hjá móðurafa sínum og -ömmu. „Fólk má ekki misskilja þetta. Þetta er ekki árás á feður drengjanna. Þeir hafa hins vegar búið meira en hálfa ævina hjá foreldrum okk- ar systra. Það er eini stöðugleikinn sem þeir þekkja," segir Ásta. Frá febrúar í fyrra hafa bræðurnir verið nánast stöðugt hjá foreldrum móð- ur sinnar. Afi og amma fá ekki drengina Ásta segir líka að það hafi verið vilji systur hennar: „Hún vildi sjálf að þeir yrðu hjá mömmu og pabba á Húsavík. Hún valdi sjálf að þeir færu til þeirra þegar ljóst var að þeir þyrftu að fara annað." Móð- urforeldrarnir hafa óskað eftir því KOMAÐLÍKI MÓÐURSINNAR MÚRBUÐIN HUSEIGENDUR- HUSBYGGJENDUR 5sf|örnu_ferðafrelsi að þeir fái að klára skóla- og leik- skólaárið fyrir norðan áður en þeir fara suður til feðra sinna. „Þeir eru að missa mömmu sína, afa sinn og ömmu. Eiga þeir að missa hvor annan líka?" spyr Ásta: „Þeir elska pabba sína út af lífinu. Eðlilega. En hafa þeir ekki líka rétt á því að vera saman?" Halldóra Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur, segist ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál. Hins vegar upplýsir hún að samkvæmt barnalögum fái eftirlifandi foreldri sjálfkrafa forræði yfir barni sínu falli hitt foreldrið frá. Ef uppi eru grunsemdir um að foreldri sé ekki hæft til að annast barnið þarf að til- kynna það til barnaverndarnefndar sem þá kannar það eins og hverja Byrjaði snemma í neyslu Kristjana byrjaði að neyta fíkniefna þegar hún var unglingur og fór i sína fyrstu meðferð fimmtán ára. (meðferðinni varð hún ólétt að eldri syni sinum. aðra tilkynningu. Hún viðurkennir að mál sem þessi séu oft afar erfið. „Niðurstaðan er ekki alltaf þannig að allir verði glaðir." Sendir til móður í óþökk ættingja Ingibjörg S. Benediktsdóttir, móðursystir Kristjönu, vakti athygli á málinu í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í fyrradag, líkt og DV greindi frá í gær. Hún gagn- rýnir harðlega að drengjunum hafi ekki verið skipaður lögráðamaður við andlát móður þeirra. Halldóra sagði í DV í gær að slíkt væri ekki gert þegar hitt foreldrið er til staðar. Ástu finnst hins vegar að í aðstæð- um sem þessum hefði það verið það eina rétta. Viðkomandi lög- ráðamaður hefði þá getað séð um að drengirnir fengju viðtöl hjá sál- fræðingi eða presti: „Þegar dreng- irnir koma í óþökk ættingja inn á þetta heimili og þetta fer svona finnst mér barnaverndarnefnd bera meiri ábyrgð en undir öðrum kringumstæðum," segir Ásta. „Ég bara trúi ekki að hún sé dáin. Hún á ekki að vera dáin," seg- ir hún um systur sína heitna. „Auð- vitað elskaði hún börnin sín út af lífinu en hún var fýrst og fremst al- varlega veik." Þarf mikið til að brjótast inn Foreldrar Kristjönu og aðrir ættingjar höfðu ítrekað reynt að vekja athygli barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur á því að hún væri ekki í stakk búin til að hafa börn- in. Þrátt fyrir það voru drengirnir sendir til hennar um síðustu mán- aðamót: „Það höfðu allir áhyggjur fyrir þeirra hönd," segir Ingibjörg. „Við höldum þó alls ekki að hún hafi ætlað að fremja sjálfsmorð. Alls ekki. Þetta var bara slys. En við vissum hins vegar að hún var óút- reiknanleg." Hana svíður að tveir dagar hafi liðið frá andláti Kristj- önu og þar til barnaverndaryfir- völd komust að því þegar það var þeirra ákvörðun að drengirnir yrðu hjá henni umrædda helgi. Halldóra Gunnarsdóttir segir að sá starfsmaður sem sinna eigi eftirliti fari á staðinn ef síma er ekki svarað. Ef enginn kemur til dyra hringja þeir í aðstandendur og reyna að grafast fyrir um hvar börnin séu. Hún bendir þó á að þeim sé ekki heimilt að fara inn á önnur heimili: „Eftirlitið miðast við ákveðið heimili. Þá hafa íbúar þar annaðhvort samþykkt eftirlit- ið eða það hefúr verið fyrirskipað Þannig geti barnaverndarstarfs- menn ekki ætlast til þess að þeim sé hleypt inn á heimili náskyldra ættingja. Hún segir mikið þurfa til að brotist sé inn á heimili sem eftir- lit sé með. „Það þarf að vera rök- studdur grunur um að brýna nauð- syn beri til þess eða að börnin séu nánast í lífshættu inni. Það er ekki algengt en það gerist einu sinni til tvisvar á hverju ári." Halldóra getur ekki svarað því til hvort starfsmaður sem sinnir eftir- litsskyldu fái áminningu eða missi starfið þegar atburðir þróast á þá vegu sem raun bar vitni. Slíkt velti á niðurstöðu Barnaverndarstofu sem sér nú um rannsókn málsins enda hefur hún eftirlit með barna- verndarnefndum. Þar verði lagt mat á hvort rétt hafi verið brugð- ist við. Vissu ekkert hvar börnin voru Ásta segir móður sína hafa undrast mjög að hafa ekkert heyrt frá barnaverndarnefnd eftir að fjöl- skyldan vissi að Kristjana var dáin. Hún hringdi loks í starfsmenn nefndarinnar sjálf á mánudag: „Þá vissi enginn neitt. Mamma sagði þá: „Ég er komin hingað suður til að jarða dóttur mína" og heimtaði fund með þeim. Ekki einu sinni þá var spurt hvar drengirnir væru. Þegar við komum síðan á fundinn gerðum við athugasemd við að þau sýndu því engan áhuga. Þá feng- um við þau svör að þau héldu að þeir væru hjá okkur," segir Ásta en á þessum tíma voru drengirnir hjá feðrum sínum. Að sögn Ástu hefur enn eng- inn hringt frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur til að spyrja um líð- an þeirra. Henni finnst kerfið al- gjörlega hafa brugðist þeim. „Fjöl- skyldan er auðvitað bara að reyna að syrgja en við erum svo reið." Hún segir foreldra sína hafa misst alla trú á barnaverndaryfirvöld á íslandi. Sá í gegnum fíkilinn Vinnubrögð þess starfsmanns barnaverndarnefndar sem sá um mál Kristjönu vekja furðu Ástu. „Ég átta mig ekki á því að hún hafi ekki skynjað hvað systir mín var veik og í mikilli neyslu. Á sama tíma og Krissa var uppdópuð hringdi þessi kona í mömmu og sagði hana svo vel stemmda og vilja hitta börnin sín. Auðvitað vildi hún það eins og aðrar mæður." Hún segir barnaverndnarnefnd hafa lagt áherslu á að hafa sam- skiptin við Kristjönu á jákvæðu nótunum og að þeim hafi fundist samskipti hennar við starfsmann sem nú er hættur en var með henn- ar mál hefðu verið erfið. Ásta ber þeirri konu hins vegar góða sög- una: „Hún sá alveg í gegnum systur mína. Þessi kona reyndi að þjarma að henni til að leita sér meðferðar því þetta gengi ekki lengur. Við vor- um mjög ánægð með störf þessar- ar konu. Hún vissi alveg hvað var í gangi." Ástu finnst barnaverndaryfir- völd hafa skellt skollaeyrum við íjölmörgum aðvörunum ættingja: „Afar og ömmur segja ekki „dóttir mín er vanhæf móðir" nema eitt- hvað alvarlegt sé í gangi." Von ætt- ingja Kristjönu er að barnavernd- arnefnd endurskoði starfsreglur sínar þannig að fleiri þurfi ekki að ganga sömu þrautagöngu og ungu drengirnir tveir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.