Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. MA( 2008 HelgarblaS PV BjörkVilhelmsdóttir: 80 prósent Gtsli Marteinn Baldursson: 95 prósent Hanna Birna Kristjánsdóttir: Jórunn Frímannsdóttir: 100 prósent 85 prósent Júlíus Vífill Ingvarsson: 85 prósent Kjartan Magnússon: 89 prósent gi S-AV. Dagur B. Eggertsson: 80 prósent Svandís Svavarsdóttir: 89 prósent Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: 95 prósent Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Björn Ingi Hrafnsson: 82 prósent 85 prósent Þrjátíu og níu fundir hafa veriö haldnir í borgarstjórn það sem af er kjörtímabili. Aðeins einn borgarfulltrúi hefur mætt á þá alla en það er Hanna Birna Kristjánsdóttir Borgarfulltrúar Samfylkingar, Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir, hafa mætt á um það bil 80 prósent borgarstjórnarfunda. SV0NA MÆTA ÞAU Ólafur F. Magnússon Hefur sótt 17 fundi en verið í veikindaleyfi. Oddný Sturludóttir Tók sæti Stefáns Jóns Hafstein og hefur síðan sótt 30 fundi Nú er hálfnað eitt stormasamasta kjörtímabil í sögu Reykjavíkur, en frá því í sveitarstjórnarkosningun- um í maí fyrir tveimur árum hafa þrír meirihlutar verið myndaðir í borgarstjórn Reykjavíkur og allir flokkar sem eiga sæti í borgarstjórn- inni setið í meirihluta á. þessum tíma. Síðan meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks tók við völdum í borginni, hafa 39 fundir verið haldnir í borgarstjórn Reykja- víkur. DV tók saman mætingu og ástundun kjörinna borgarfulltrúa allra flokka á borgarstjórnarfundi, samkvæmt fundargerðum borgar- stjórnar sem birtar eru á vef Reykja- víkurborgar. Mætingin miðast við það hverjir voru viðstaddir við upp- haf hvers borgarstjómarfundar. Fimmtán borgarfulltrúar eiga fast sæti í borgarstjóm sem fundar hálfsmánaðarlega. Sjálfstæðismenn mæta betur Aðeins einn borgarfulltrúi get- ur státað af 100 prósent mætingu, en það er Hanna Birna Kristjáns- dóttir, forseti borgarstjórnar. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson em með næst- bestu mætinguna, eða 37 fundi af 39 fundum, eða um 95 prósent mætingu. Af þeim borgarfúlltrúum sem hafa setið allt kjöm'mabilið em „Þeir geta hins vegar haft margar löggildar afsakanir og ég geri fastlega ráð fyrirþví að menn séu hreinlega ekki að skrópa." Björk Vilhelmsdóttir og Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, með lök- ustu hlutfallslegu mætingu á fundi, eða um 79 prósent mætingu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa mætt mest á fundi borgarstjómarinnar, en Svandís Svavarsdóttir hefur bestu mæting- una af fulltrúum minnihlutans. Til gamans má geta þess að í flest- um framhaldsskólum er 85 pró- sent mæting, lágmarksástundun til þess að nemendur geti staðist próf. Þegar borgarfúlltrúar forfallast af borgarstjómarfundum kalla þeir inn varamenn sína og hefur Margrét Sverrisdóttir sótt flesta fundi af vara- borgarfulltrúum, en hún sat í stað Ólafs F. Magnússonar á 17 fundum á meðan hann var í veikindaleyfi. Forgangsatriði að mæta á fundi Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjómmálafræði við Háskóla Islands, segir það vera klárt mál að borgarfulltrúar eigi almennt að mæta á fundi. „Þeir geta hins veg- ar haft margar löggildar afsakan- ir og ég geri fastíega ráð fyrir því að menn séu hreinlega ekki að slorópa. Það þarf hins vegar að skoða hvaða afsökun hver borgarfulltrúi fyrir sig hefur." Björk Vilhelmsdóttir bendir á að borgarfúlltrúar víki gjaman af fundum til þess að hleypa varaborg- arfúlltrúum að þegar fjallað er um mál sem tengjast þeim fagnefndum sem þeir eiga sæti í. „Það er ekki al- veg marktækt að mínu mati að miða bara við það hverjir em í upphafi fundar, enda em mannabreyting- ar á fundum hjá okkur," segir hún. „Það er algjört forgangsatriði hjá okkur að mæta á borgarstjórnar- fundi og ég man í fljótu bragði að- eins eftir tveimur fundum þar sem ég var fjarverandi vegna veikinda." BYLTING í SVEFNLAUSNUM TILBOÐSDAGAR - VAXTALAUS LAN I 6 MANUÐI Frf legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. GEL/ETHANOL ARINELDSTÆÐI í SUMARBÚSTAÐINN EÐA HEIMILIÐ. REYKLAUS OG LYKTARLAUS 55 ÁRA R'j'M 20-50% IIÚHgagnavinniiHtofa RH AFSLATTUR Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.