Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Síða 45
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 45 neyslutengdir dauðdagar." Margir velta því eflaust fyrir sér hvort dóp- istar íhugi ekki að gera eitthvað í sín- um málum eftir áföll sem þessi. „Það hugsa allir að svona komi ekki fyr- ir sig. Hún segist ekki hafa treyst sér í allar jarðafarirnar, stundum hafi vinahópurinn bara fengið sér eina línu fyrir félagann. Sá spegilmynd mína Þrátt fyrir að þau Kleópatra og Bjarki væru skilin reyndi hann reglulega að koma vitinu fyrir hana. „Eitt skipti kom hann heim, æddi að mér og reif í mig. Það fyrsta sem fór í gegnum huga minn var að hann ætlaði að berja mig og urðu viðbrögð mín eftir því, ég hnipraði mig saman og setti hendurnar fyr- ir mig. Hann rétti úr mér fyrir fram- an spegil og öskraði á mig, þetta er móðir barnanna minna. Því miður sá ég spegilmynd mína eitt augna- blik. Ég hafði forðast það að horfast í augu við sjálfan mig í lengri tíma. Það sem blasti við mér var ekki fög- ur sjón. Þegar þú segir orðið dóp- isti færðu ákveðna mynd í hugann og nákvæmlega þannig leit ég út á þessum tíma. Ég var skítug, horuð og ógeðsleg." Forvarnarstarf Eins og ffam kemur í byrjun við- talsins hefúr Kleópötru nú tekist að vera edrú í eitt ár. Hún segir það ekki auðvelt að læra að lifa edrú. Hún hef- ursetið 12sporafundi samviskusam- lega síðan og einmitt á einum slflcum rak hún augun í undirskriftarlista írá samtökum sem nefnast Lundur þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum. „Blaðið var tómt og ákvað ég því að skrá nafnið mitt á listann, mér fannst eitthvað svo dapurt að enginn hefði skráð sig." f dag hafa samtök þessi haft mikil áhrif á líf Kleópötru. Hún heldur reglulega fyrirlestra og vinnur forvarnarstarf í þágu samtak- anna. „Það er hluti af 12 spora kerf- inu að gefa áffam það sem okkur hlotnast og einmitt það er ég að gera með því að hjálpa öðrum og miðla reynslu minni." Lundur „Erlingur Jónsson Keflvíkingur er sá sem átti hugmyndina á bak við Lund," segir Kleópatra mér. „Hann er sjálfur alkóhólistí og aðstandandi alkóhólista. Eftir að hafa farið sjálf- ur í meðferð komst hann að því að engin eftírfylgni var í boði nema þá í Reykjavík. í kjölfarið fór hann að skrifa í blöðin og koma fram í hinum ýmsu viðtölum. Eitt leiddi af öðru og Lundur varð til." Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið á heimasíð- unni lundur.net Rútínulíf Kleópatra, og Bjarki sem hefur verið edrú frá árinu 2005, eru nú tek- in saman á ný og sýnir það hversu sterk tengsl eru á milli þeirra. Kleóp- atra segir þetta skrítið því í raun hafi þau aldrei verið saman edrú. Hún leggur lflca áherslu á það að ástín á milli þeirra hafi aldrei verið vanda- mál. Þau eru bæði útivinnandi, halda heimili og eyða tíma með börn- um sínum þrem sem hafa verið án mömmu sinnar í langan tíma. „Ég trúi því heitt og innilega að þau hafi ekki séð neitt eða upplifað sem mun hafa varanleg áhrif á framtíð þeirra. Það er helst elsti sonur okkar sem þarf að huga vel að. Hann er svolít- ið týndur, alveg eins og ég var. Ég sé spegilmynd mína í honum og það hræðir mig stundum." Vil vera heiðarleg Kleópatra er staðráðin í því að setjast niður með börnunum sínum einn góðan veöurdag og segja þeim ffá reynslu sinni. „Eg ætla mér að vera heiðarleg við þau og vinna í því að kenna þeim að breyta rétt. Ég hef hins vegar líka hugsað út í það að ef eitt barnanna minn myndi verða fflc- ill væri það ekki í mínum höndum að breyta því. Það yrði ekki auðvelt en þannig er það bara." Kleópatra er mjög meðvit- uð um hversu heppin hún er að hafa fengið tækifæri tíl að lifa heilbrigðu lífi með börnunum sínum. „Ég hef þurft að öðlast traust þeirra á ný og núna fyrst finn ég fyrir því að þau geri ráð fyrir mér í ffamtíðinni. Þau voru orðin svo vön því að ég brygð- ist þannig að eðlilega höfðu þau efa- semdir í minn garð." Þarf að vera til staðar Það eru ekki bara börnin sem Kleópatra hefur þurft að biðja fyrir- gefningar og sanna sig fyrir. „Ég hef sært marga og farið illa með í formi svika, skjalafals, ömurlegri fram- komu og svo framvegis. Það sem ég sé hvað mest eftir er hvernig ég fór með ömmu mína og afa, þau voru eina fólkið sem stóð alltaf við bakið á mér og veitti mér húsaskjól sama í hvaða ástandi ég var. Orðið fyrirgefðu kemur mér ekki langt eftír allt sem ég hef gert. Það sem ég þarf að gera er að sýna vilja minn í verki og vera til staðar fyrir fólkið mitt. Mig lang- ar að huga að ömmu og afa í ellinni, passa fyrir systur mína og margt fleira í þessum dúr sem ég hef aldrei gert áður. Bara vera til staðar." Ég spyr að lokum hvort hún telji sig vera búna að sigrast á fflcninni fyrir fullt og allt. „Við skulum bara orða það þannig að ég er mjög meðvituð um að ég þurfi að taka ábyrgð á þessum sjúkdómi og halda áfram að gera það sem ég er að gera. Með því að mæta á fundi og vinna í mínum málum veit ég að ég get haldið mér edrú. Ég er bara þakk- lát fyrir hvern einasta dag sem ég er edrú og í faðmi fjölskyldunnar. Ég er stálheppin stelpa, ég á þrjú heilbrigð börn og mann sem elskar mig," segir þessi mikla baráttukona að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.