Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 76

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 76
76 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Helgarblað PV UMSJÖN: KRISTA HALL krista@dv.is Martin Scorsese hefur nú hætt við að leikstýra kvik- mynd byggðri á ævi reggí-stjömunnar Bobs Marley. Ástæðan ku vera sú að tímasetningarnar á gerð myndarinnar stangast á við önnur áform leikstjór- ans. John Demme hefur hins vegar verið fenginn til að leysa Scorsese af og er myndin væntanleg í kvik- myndahús 6. febrúar árið 2010, en þá hefði söngv- arinn fagnað sextíu og fimm ára afmæli. JOHN FOGERTY ★ ★★★ 'sm Farinn í meðferð Hinn sextugi Steven Tyler, söngvari Aerosmith, hefur nú skráð sig í meðferð í Kali- forníu. Síðustu tuttugu árin hafa hins vegar allir haldið að söngvarinn væri edrú eftir að hafa átt við töluverðan eitur- lyfjavanda að etja á áttunda og níunda áratugnum en eitthvað hefur hann verið að fikta við eiturlyfin að undanförnu. Árið 2003 greindist söngvarinn með lifrarbólgu C sökum lyfjanotk- unar en nú hefur hann náð að vinna bug á sjúkdómnum. Þess má geta að meðferðar- heimilið sem Tyler skráði sig á er það sama og var notað í raunveruleikaþættinum Cele- brity Rehab. Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers hefur nú ákveðið að taka sér ársfrí frá tónlistinni. Söngvari sveitarinnar, Anth- ony Kiedis, sagði að meðlimir hefðu ákveðið að taka sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér meira að einkalífinu. Hann sagði jafnframt að ákvörðun- in um fríið hefði verið tekin eftir stranga og erfiða tón- leikadagskrá að undanförnu og að hann sjálfur vilji eyða meiri tíma með íjölskyldunni á meðan bassaleikarinn Flea og gítarleikarinn John Frusciante ætla að vinna að öðrum tón- listarverkefnum. Kiherej abathl Það er best að koma nöldrinu ffá strax í byrjun. Tónleikar Johns Fogerty og félaga áttu að hefjast klukkan 21.00, en það var ekld fyrr en klukkan tíu mínútur í tíu sem þeir stigu á svið. Vissulega er ým- islegt sem þarf að huga að þegar upphitunarhljómsveitin er búin að skila sínu, en það verður að segjast eins og er að greinilegt var að kom- in var óþreyja í tónleikagesti þeg- ar tónleikar Fogertys loks hófust og einhverjir sáu sig knúna til að púa þegar hann loks birtist, en það varði ekki lengi. Undirritaður kom á svæðið um það leyti sem KK og hljómsveit voru að syngja sitt síðasta og náði að hlýða á fjögur lög með þeim og var ágætlega sáttur við flutning þeirra, enda valinn maður í hverju rúmi og KK með tvo skemmtileg- ustu gítarleikara landsins á sínum snærum, þá Björgvin Gíslason og Guðmund Pétursson. John Fogerty reið á vaðið með laginu Born on the Bayou. Þeir sem eru farnir að grána í vöngum þekkja flest lögin með Creedence Clearwater Revival þannig að ég var með á hreinu á hverju var von og gekk ekki með aðrar grillur í kollinum. Þótt meðlimir CCR hafi verið fleiri en John Fogerty velldst enginn í vafa um að John var CCR. W£i y a v / 71 Hann átti hljóminn, lögin og söng allt. Sagan segir að þegar upptökur voru að baki hafi hann sent félaga sína heim og tekið til við að endur- hljóðblanda, taka upp ný gítarsóló og þar fram eftir götum. En aftur að tónleikunum. Að fyrsta lagi loknu komu gömlu smellirnir á færibandi; Bad Moon Rising, Green River og Who‘11 Stop the Rain, sem John Fogerty, að eig- in sögn, samdi eftir Woodstock 1969. í sjálfu sér er eldd mildð um þetta að segja. Allt var á sínum stað og áheyrendur vel með á nótun- um, CCR-hljómurinn á sínum stað og Fogerty setti punktinn yfir i-ið með rödd sem tímans tönn virðist hafa farið vel með. Og Fogerty brá ekld út af venju sinni og söng „There's a bathroom on the right" í stað „There's a bad moon on the rise", og benti til hægri ffá áheyrendum séð, í laginu Bad Moon Rising. f kjölfar fyrrnefndra laga fylgdu fleiri smellir; Lookin' Out My Back Door, Suzy Q, fyrsti smellur CCR og Commotion. En það var eins og áheyrendur tækju ekki almenni- lega við sér fyrr en hljómsveitin keyrði í hið sígilda Cotton Fields, sem fylgt var eftir með Midnight Special. Það skal tekið fram að undir- ritaður hefur ekki fylgst ýkja mik- ið með John Fogerty eftir að CCR lagði upp laupana, enda dró hann sig eitthvað til hlés. Um miðbik tón- leikanna venti Fogerty sínu kvæði í kross og flutti nokkur ný eða ný- leg lög og það verður að segjast að stemningin leið örlítið fyrir það. En ég fyrir mitt leyti get alveg fyrirgefið gamla brýninu það. Að mínu mati er hann ærlegur tónlistarmaður, trúr sjálfum sér og arfleifð sinni og fyrir margt löngu búinn að tryggja sér sess í sögu rokktónlistar. Og fyrr en varði hljómuðu lögin sem allir þekkja; The Old Man Down the Road frá 1985, en það lag átti verulegum vinsældum að fagna þegar það kom út, Have You Ever Seen tlie Rain og Fortunate Son, að ógleymdu I Heard it Through the Grapewine. Þá þakkaði Fogerty fyrir sig og kvaddi. Eins og oft vill verða tekur fólk ekki við sér fyrr en allt er að verða búið og þegar John Fogerty og fé- lagar þökkuðu fyrir sig og hurfu baksviðs voru þeir, að sjálfsögðu, klappaðir upp. Og, að sjálfsögðu, urðu þeir við beiðni tónleikagesta, en það var eitt af því sem John Fog- erty neitaði að gera á tónleikum í Nebraska á þeim tíma sem CCR var að flosna upp í upphafi áttunda áratugarins. Lokalögin á tónleikunum voru Rocldn' All Over the World, lag eftir John Fogerty sem margir tengja við liljómsveitina Status Qou og hið sígilda Proud Mary, sem er eitt al- vinsælasta lag CCR og hefur verið gefið út í yfir eitt hundrað útgáfum og yngra fólk þekkir jafnvel frekar í flutningi Ike og Tinu Turner frá 1971. Tónleikarnir voru á heildina litið hin besta skemmtun og und- irritaður sér ekJd eftir neinu nema tæpa klukkutímanum sem fór í bið. Ég get ekJd fullyrt um alla sem voru á tónleikunum, en þeir sem næst mér voru skemmtu sér kon- unglega og ég átti fullt í fangi með að forða tánum mínum frá dans- andi fólki. Ég verð þó að segja að ég saknaði þess að heyra fjölda laga, og nægir þar að nefna Trav- ellin' Band og Hey Tonight, en einhvers staðar verður að setja mörkin. John Fogerfy er kominn á sjö- tugsaldur, en býr enn yfir ótrúlegri orku og hefur engu gleymt, nema síður sé og á miðvikudagskvöld- ið naut hann stuðnings afbragðs- tónlistarmanna sem allir skiluðu hlutverki sínu með sóma. f stuttu máli sagt afbragðs skemmtun og skemmtilegir tónleikar. Kolbeinn Þorsteinsson Uppáhaldslögin Radiohead og Beck eru meðal þeirra sem hafa valið uppáhalds Sonic Youth-lögin sín inn á safndisk með lögum Sonic Youth sem kemur út 9. júní næstkomandi. Radiohead valdi hið eitursvala lag Kool Thing frá árinu 1990 á með- an Beck valdi rokkslagarann Sugar Kane frá árinu 1992 sem sitt uppáhald. Safndiskurinn hefur hlotið heitið Hits Are For Squares en meðal annarra stjarna sem valið hafa lög á diskinn eru The Flaming Lips, Chloe Sevigny, bassaleikarinn Flea og leikkonan Michelle Williams. Ung vinstri grænir standa í kvöld fyrir friðartónleikum undir yfirskriftinni Koddí sleik, ekki stríðsleik: „Þetta eru náttúrlega fyrst og fremst friðartónleikar enda er friður málefhi sem endalaust er hægt að berjast fyrir," segir Þórhildur Halla Jónsdóttir um tónleikana Koddí sleik, ekJd stríðsleik sem Ung vinstri græn standa fyrir í kvöld. Þórhildur er í stjórn Ungra vinstri grænna og hefur ásamt fleirum staðið að skipu- lagningu tónleikanna sem ff am fara á Organ klukkan níu í kvöld. „Okkur fannst skemmtilegt að halda tónleikana núna þegar próf- in eru búin og sumarhugur kominn í fólk. Svo með því að halda þetta í maí erum við líka óbeint að halda upp á það að í þessum mánuði eru fjörutíu ár liðin frá því að róttæk- ir stúdentar í Parísarborg risu upp gegn valdinu og hefðunum. Sú uppreisn hratt af stað hreyfingu sem breiddi úr sér um öll Vestur- lönd, sem sýndi harða andstöðu gegn Víetnamstríðinu og vopna- kapphlaupi stórveldanna," segir Þórhildur. „Það er ákveðinn orðaleikur í gangi með yfirskriftina á tónleikun- um. Koddí sleik en ekki stríðsleik er svolítið svona íslensk þýðing á slag- Hljómsveitin Hraun spilar á Organ í kvöld Eitt laga hljómsveitarinn- arheitirKoddísleik. orðinu Make Love Not War, bara fært í núu'mabúning. Plakatið sem við auglýsum tónleikana með vís- ar líka mikið í friðarhreyfingar sjö- unda áratugarins með allri þessari litagli Á tónleikunum í kvöld koma fram hljómsveitirnar Múgsefjun, Hraun, Æla og Svanhvít og er að- gangur ókeypis, og sem flestir hvatt- ir til að mæta og rokka fyrir friði, frelsi og kærleika. krista@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.