Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 12

Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 12
FINNBOGI GUÐMUNDSSON Fáein orð í minningu tveggja alda afmælis Sveinbjarnar Egilssonar Rómverskur rithöfundur, sem ég man ekki í svipinn hvað hét, sagði einhvern tíma, og það spaklega, að við gætum aldrei hugsað okkur fornöldina jafn- nærri okkur og hún í rauninni er. Ég hefði betur haft það í huga þegar ég í riti mínu um Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar, í þætti um nýyrði í þýðingun- um, eignaði Sveinbirni lýsingarorðið þjóðnýtur, mér sennilega fundist 19. aldar andi og blær yfir orðinu. Pað var því að vonum að það hlakkaði nokkuð í öðrum andmælenda minna, Steingrími J. Porsteinssyni prófessor, við doktors- vörn mína, þegar hann gat bent mér á að orðið kæmi m.a. fyrir í Geisla Einars Skúlasonar frá miðri 12. öld og væri í skáldamálsorðabók Sveinbjarnar, Lexi- con poeticum. í kvæðinu (49. erindi í útgáfu Finns Jónssonar í Den norsk- islandske Skjaldedigtning B, 1. bindi) er Ólafur helgi kallaður „þjóðnýtr Haralds bróðir'*. Þetta er eini staðurinn sem Sveinbjörn vitnar til í frumútgáfunni af Lexicon poeticum 1860, en í útgáfu Finns Jóns- sonar 1913-16 er vitnað til tveggja ann- arra staða, lausavísu Þorgils Höllusonar frá því um 1012 og 36. vísu Sigurðar- balkar ívars Ingimundarsonar frá um 1140. Lýsingarorðið þjóðnýtur er þannig gamalt og gilt. Þessi mistök mín voru því sárari sem ég lagði sérstaklega út af umræddu lýs- ingarorði í lokum kaflans um nýyrði Sveinbjarnar (bls. 302-303). Lokaorðin verða nú þrátt fyrir það birt hér óbreytt í minningu tveggja alda afmælis Svein- bjarnar, en hann fæddist í Innri-Njarð- vík 24. febrúar 1791: Það lætur að líkum, að oss nýtist lítt til dag- legra nota af mörgum nýyrðum Sveinbjarnar. Þau eiga fyrst og fremst heima í Hómerskvæð- um og þykja að vonum kynlegir kvistir, þegar þau lenda t öðru umhverfi.1 Hin rósfingraða Morgungyðja, hinn háþrumandi Seifur, hinir fagurbrynhosuðu Akkear, spjótfimu kappar og síðmöttluðu konur, hin kornfrjóa jörð, stór- brimótta haf, laufkviku fjöll og straumvíðu fljót, hið hestauðga Argverjaland, hin ram- veggjaða Ilíonsborg, margþóftuðu skip, sterk- boðönguðu brynjur o.s.frv. o.s.frv. 12

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.