Málfregnir - 01.04.1991, Page 27

Málfregnir - 01.04.1991, Page 27
máli og menntum getur leitt hjá sér þessa bók. — BJ Orö og tunga. 2. Ritstjóri: Jón Hilmar Jónsson. Orðabók Háskólans. Reykja- vík 1990. 74 bls. Þetta er annað hefti tímarits Orðabókar Háskólans. I ritinu eru birt erindi þau sem flutt voru á ráðstefnunni „Þýðingar á tölvuöld“ sem haldin var 24. janúar 1990 á vegum Orðabókar Háskólans og IBM á íslandi. Erindin eru alls níu og fjalla um ís- lenskar þýðingar frá ýmsum sjónarmið- um. Sagt er frá biblíuþýðingum (Guðrún Kvaran), íslenskun forrita (Helga Jóns- dóttir), drepið á ýmsar leiðbeiningar fyrir þýðendur (Höskuldur Þráinsson og Heimir Pálsson), fjallað um orðabóka- þýðingar (Jón Hilmar Jónsson), um þýð- ingarlistina (Kristján Árnason), um vanda bókmenntaþýðenda (Njörður P. Njarðvík), um Tölvuorðasafn (Sigrún Helgadóttir), um vélrænar tungumála- þýðingar (Stefán Briem) og um þýðing- arstarfsemi IBM (Örn Kaldalóns). Öll eru erindin fróðleg og mörg hver býsna vel samin og skemmtileg. Auk erindanna eru í ritinu ávörp frá ráðstefnunni, dagskrá hennar o.fl. —APK Leiðrétting í „Ritfregnum" í síðasta tölublaði Málfregna, þar sem sagt er frá Orðasafni úr tölfrœði, slæddist inn villa sem ber að leiðrétta. í fremri dálki á bls. 31 (5. l.a.n.) á ekki að standa höfundarmistök, heldur höfnunarmistök\ — Ritstj. 27

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.