Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 28

Málfregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 28
Spumingar og svör Ari Páll Kristinsson og Baldur Jónsson tóku saman Framvegis er ætlunin að birta í Mál- fregnum þátt undir þessu heiti, og verður hann í svipuðum anda og sá sem hér fer úr hlaði. Tekið verður við ein- földum spurningum frá lesendum og leit- ast við að svara þeim í stuttu máli. Spurningum, sem krefjast langra skýr- inga og rökstuðnings, verður ekki svarað í þessum þáttum. íslenskri málstöð berast daglega fyrir- spurnir um meðferð íslensks máls í ræðu og riti. Spurt er um smátt og stórt, staf- setningu og beygingu orða, framburð og orðaröð, og leitað er eftir orðum um ýmsa hluti og hugtök. Stundum eru spurningar þess eðlis að ekki er unnt að gefa við þeim greið svör, t.d. þegar spurt er um íslenskt heiti á einhverju nýju fyrirbæri. Sumar spurningar eru hins vegar af því tagi að fyrirspyrjandi ætti að geta hjálpað sér sjálfur ef hann hefði réttu hjálpartækin við höndina. Oft myndi duga að fletta upp í Réttritunarorðabók handa grunnskólum, sem íslensk mál- nefnd gaf út 1989 í samvinnu við Náms- gagnastofnun. Sú bók er svo ódýr að allir geta eignast hana, kostar aðeins 520 kr. Hún fæst í öllum bókaverslunum og auk þess í íslenskri málstöð, og hún hæfir fólki á öllum aldri þótt hún sé samin handa grunnskólum. Af henni má ekki aðeins fræðast um stafsetningu orða, heldur einnig um beygingu fjölmargra orða og nafna, bæði á mönnum og stöð- um. Þeim sem leita eftir meiri fræðslu, t.d. um merkingu orðanna, skal einkum bent á „Orðabók Menningarsjóðs“, þ.e. ís- lenska orðabók handa skólum og almenn- ingi (2. útg., 1983) eða orðabók Blöndals, þ.e. íslensk-danska orðabók eftir Sigfús Blöndal (1920-24) og viðbæti við hana (1963). Starfsmenn íslenskrar málstöðvar munu sjá um þennan þátt. Að þessu sinni verða birtar fáeinar valdar spurn- ingar sem málstöðin hefir fengið og svör við þeim, og verður sami háttur hafður á framvegis. 1 Ég er innanhússarkitekt. Mig vantar íslenskt orð yfir það sem á sænsku er kallað allrum. Att er við herbergi þar sem allir úr fjölskyldunni hafast við. Þetta er ekki „stofa“ (setustofa) í hefð- bundnum skilningi; t.d. eru viðkvæmir, dýrir munir ekki hafðir uppi við. í þessu herbergi getur fjölskyldan unað sér saman, hver einstaklingur við sína iðju. Þar gæti verið leikgrind barns, saumavél eða hefilbekkur foreldra, sjónvarp, rúm til að blunda í á daginn og þar fram eftir götunum. Starfsbróðir minn lagði til að kalla þettafjölstofu eða fjölnota stofu, en ég er ekki fyllilega sátt við þau orð. Hafið þið einhverja tillögu? Svar: í Orðabók Menningarsjóðs er orðið almenningur meðal annars skýrt svo: „stofa eða annar staður þar sem allir hafast við“. Þarna er m.ö.o. gamalt og gott orð sem virðist eiga vel við þá merk- ingu sem um ræðir. Lagt er til að nýta þetta orð og sjá hvort því hlotnast næg 28

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.