Málfregnir - 01.04.1991, Page 31
Sitt af hverju
Tvær nýjar orðanefndir
Orðanefnd Stjarnvísindafélags Islands
var stofnuð á almennum félagsfundi 14.
desember 1990 og er tekin til starfa. I
nefndinni eiga sæti:
Þorsteinn Sæmundsson, formaður
Einar Júlíusson
Guðmundur Arnlaugsson
Guðmundur Bjarnason
Stjórn Leiklistarsambands íslands ákvað
á fundi í desember 1990 að koma á fót
nefnd til að fjalla um leiklistarorð. Nefnd-
ina skipa:
Jón Hjartarson, formaður
Karl Guðmundsson
Úlfur Hjörvar
Norræna málnefndaþingið
1991
Hið árlega þing norrænu málnefndanna
verður haldið í Reykjavík 23.-25. ágúst
nk. Þetta þing er hið 38. í röðinni. Aðal-
umræðuefni verður „Norðurlandamál
gagnvart nýrri þróun í Evrópu"
(Spráken i Norden inför den nya utveck-
lingen i Europa). Búast má við þátttöku
fulltrúa frá öllum málnefndum á Norður-
löndum, Norrænni málstöð í Ósló o.fl.,
alls um 50-60 manns.
Stjórnarfundur Norrænnar málstöðvar
verður haldinn hér daginn fyrir þingið,
22. ágúst.
Stjórn íslenskrar málnefndar
ályktar um nýju
mannanafnalögin
Á fundi í stjórn íslenskrar málnefndar 9.
apríl 1991 var samþykkt ályktun á þessa
leið: „Samþykkt hafa verið á Alþingi lög
um mannanöfn. Þar er ekki farið að til-
mælum íslenskrar málnefndar um að
hún eigi fulltrúa í mannanafnanefnd.
Stjórnin áskilur sér rétt til að gera
athugasemdir við þessar málalyktir“.
31