Málfregnir - 01.04.1991, Page 32

Málfregnir - 01.04.1991, Page 32
Leggið í Málræktarsjóð! Söfnun er hafin Málræktarsjóður á að efla íslenska tungu á allan hátt. Hann var stofnaður 7. mars sl. með framlagi fslenskrar málnefndar, sem er um 5,4 milljónir króna. Þá upphæð þarf að tífalda á næstu misserum. Gerist stofnendur! Einstaklingar, samtök, fyrirtæki og stofnanir sem leggja Málræktar- sjóði til fjármuni í einhverri mynd fyrir árslok 1992 teljast einnig til stofnenda. Fyrsta framlagið sem íslenskri málnefnd barst til að stofna málrækt- arsjóð var gjöf Sænsku akademíunnar 1989.. Orðabók Háskólans, Iðnaðarbankinn, íslenska járnblendifélagið, menntamálaráðuneytið og Alþingi fylgdu á eftir. Nú er röðin komin að öllum hinum. Látið ekki ykkar hlut eftir liggja! Leggið fram ykkar skerf! Tekið er við framlögum á skrifstofu íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, 101 Reykjavík. Gjaldkeri sjóðsins er Kári Kaaber. Stjórn Málræktarsjóðs Míílfregnir koma út tvisvar á ári Útgefandi: íslensk málnefnd Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Árnason Ritstjóri: Baldur Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð, Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530, (91) 694443. Bréfasími: (91) 622699 Áskriftarverð: 600 krónur á ári Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf. ISSN 1011-5889 ÍSLENSK MÁLNEFND

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.