Málfregnir - 01.05.1992, Side 10

Málfregnir - 01.05.1992, Side 10
Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra því yfir að ríkisstjórnin hefði ákveðið að efna til styrkja sem tengdir yrðu nafni Snorra. Styrkir þessir skulu veittir rithöfundum, fræðimönnum og þýðendum, ekki síst frá hinum fjarlægari löndum sem ella eiga þess lítinn kost að koma hingað til dvalar. Þegar heim kemur munu þessir bókmenntamenn kynna ísland og íslenska menningu í heimalöndum sínum, og mætti það von- andi verða til að vekja forvitni og áhuga annarra og leiða til nánari menningar- skipta við ýmsar þjóðir sem lítt þekkja til íslands enn sem komið er. 4. Brýn viðfangsefni Að loknu þessu stutta yfirliti um ástand mála er tímabært að renna augum nokk- urn spöl fram á veginn. Varpað skal fram nokkrum hugmyndum og tillögum til framkvæmda og úrbóta. Það er skoðun mín að okkur íslendingum beri að hafa meira frumkvæði en við höfum haft hingað til. Við eigum að gera áætlanir og skipuleggja sóknina. Við eigum að leggja fram aukið fé og leita samvinnu við holl- vini íslands í öðrum löndum. HVAR SKAL BYRJA? Það sjónarmið hefur stundum komið fram þegar rætt er um íslenskukennslu erlendis að stefna skuli að samræmi í þeim stuðn- ingi sem veittur er erlendum háskólum, en varhugavert geti verið að skilja frá ein- staka skóla og hygla þeim sérstaklega. Þetta má til sanns vegar færa. En veröldin er stór og verður ekki unnin öll í einni orr- ustu. Álitlegra virðist að fikra sig áfram í áföngum og gera áætlun um forgangsröð. Þá liggur beint við að byrja sóknina á tveimur hinum miklu málsvæðum þar sem áhuginn er mestur og vænlegast að ná árangri: þýska og enska svæðinu. í lönd- um enskumælandi manna er vissulega þörf umbóta og framkvæmda, og ber okkur að vera þar með í ráðum og leggja hönd á plóginn. En í þýska heiminum er vöxturinn meiri um þessar mundir, og sýnist álitlegt að snúa sér fyrst í þá átt. Holland ætti að fylgja með í ráðagerðum sakir nálægðar og skyldleika tungumála. í öllum þessum löndum var mikill áhugi á íslandi og íslenskum fræðum á öldinni sem leið og fram á þessa öld. Eftir seinna stríðið dvínaði áhuginn af því að okkar forna menning og bók- menntir höfðu um skeið verið misnotaðar í pólitískum tilgangi. Nú er þetta aftur að lagast smátt og smátt. Fornsögurnar og Eddukvæðin fá aftur að njóta sann- mælis sem bókmenntir og sem heimildir um fomgermanska sögu og menningu, og íslensk tunga er viðurkennd sem mikilvæg stoð við rannsóknir á þýskunni. Á þessu mikla svæði er að renna upp gróðrartíð íslenskra fræða og mikilvægt að vökva jarðveginn. Áhuginn glæðist enn fremur, og þörfin vex við samein- ingu alls Þýskalands í eitt ríki. í Þýska alþýðulýðveldinu hafði stefnan beinst meir að öðru en fornu grúski, en nú bæt- ist þarna við nýtt land með heilbrigðum hugðarefnum. Svo horfir sem Þýskaland verði þungamiðja hins mikla Evrópu- bandalags sem teygist umhverfis það til allra átta. Við Islendingar þykjumst tæp- lega vera aflögufærir af sjávarfangi til þessa bandalags, en þá er ekki úr vegi að neyta þess að við eigum aðrar auðlindir sem ekki þrotna og við erum fúsir af að veita. ÞÝSKI HEIMURINN Nú þarf að gera skipulegt átak til að efla þýsk-íslensk menningartengsl með sam- vinnu beggja aðila. Áður er þess getið að 10

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.