Málfregnir - 01.05.1992, Page 11
á þýska málsvæðinu hefur um tveggja
áratuga skeið verið starfandi félags-
skapur innborinna háskólakennara sem
einkum leggja rækt við forn íslensk
fræði. Islenskur fulltrúi eða fulltrúar
ættu að koma á fundi með stjórnendum
þessa félags til að skipuleggja sóknina og
koma hugmyndum og óskum á framfæri
í báðum löndum.
Eftir atvikum ber einnig að efna til
funda með öðrum aðilum til að vinna að
framgangi málsins. Ýmsar stofnanir
munu albúnar að leggja hönd á plóginn,
svo sem sendiráð íslands og Þýskalands í
Bonn og Reykjavík, Goethe-stofnunin
sem hefur myndarlegt útibú á íslandi,
Stofnun Sigurðar Nordals og enn fleiri.
Leita skal stuðnings þýskra hollvina og
einnig íslenskra atvinnurekenda og
útflytjenda. Margir þeirra eru þjóðrækn-
ir hugsjónamenn, enda munu þeir kom-
ast að raun um það að íslenskur fiskur
selst síst treglegar ef honum fylgir dálítill
skerfur af íslenskri menningu.
Þegar búið verður að gera skipulega
áætlun um framkvæmdir skal hafist
handa. Líklegt er að einkum verði sótt
fram á þrennum vígstöðvum:
Islenskukennsla í háskólum
Efnt skal til kennslu í íslensku við sem
flesta þýska háskóla þar sem tungumál
eru kennd á annað borð. Fræðsluna ann-
ast jöfnum höndum ungir íslenskir sendi-
kennarar og innbornir lærdómsmenn
sem fullfærir eru í íslenskri tungu.
íslendingar greiða ef þörf krefur hluta
kennslukostnaðar á hverjum stað í sam-
ráði við heimamenn. (Sem stendur er ís-
lenskukennsla styrkt að heiman á aðeins
tveimur stöðum í Þýskalandi og þó mjög
óverulega, eins og fyrr getur.) Áhugi
stúdenta glæðist með reglulegum náms-
ferðum til íslands, heimsóknum fyrirles-
ara frá Islandi og öðrum beinum tengsl-
um. Þeir sem áleiðis eru komnir dveljast
á Islandi um lengri tíma til framhalds-
náms og vísindalegra rannsókna. Bóka-
kostur hinna þýsku skóla verður aukinn
jafnt og þétt, mest með framlögum þar-
lendra en einnig með ráðgjöf og nokkr-
um tilstyrk héðan að heiman.
Vínarborg, höfuðstaður Austurríkis,
er forn miðstöð lærdóms og lista. Fjöldi
íslendinga hefur á liðnum árum sótt
þangað þekkingu og þjálfun, einkum á
sviði tónlistar. Fyrir allmörgum árum var
sett á fót norræn stofnun við háskólann í
Vín. Forstöðumaður var kjörinn kunnur
vísindamaður sem lagt hefur sérstaka
rækt við íslensk fræði. En svo kynlega
brá við að íslenska var eina norræna
málið sem ekki var kennt við þessa nýju
norrænu stofnun, og situr við það enn í
dag. Þetta er enn eitt dæmi um það lítils-
mat sem er á tungu okkar og menningu
úti í heimi. Hinn austurríski hollvinur
okkar sem stýrir stofnuninni hefur barist
af alefli fyrir rétti íslenskunnar, og hefur
hann tjáð mér að vonir standi til að hafin
verði nokkur tilsögn í íslensku á
komanda hausti. Fullkomin staða ís-
lenskukennara á þó lengra í land. Þarna
er einn sá staður sem við íslendingar
eigum að styrkja með ráðum og dáð.
Vín er ekki aðeins glæsileg menningar-
borg að fornu og nýju heldur og, séð frá
íslandi, útstöð á fjarlægustu mörkum
hins þýska menningarheims.
Þýðingar ug útgáfur
Eins og fyrr var á minnt var í löndum
þýskumælandi manna mikill áhugi á
íslenskri menningu á liðinni öld og
framan af þessari. Eitt sem þá gerðist var
að Þjóðverjar efndu til mikillar alþýð-
legrar útgáfu íslenskra fornrita í þýskum
þýðingum. Útgáfa þessi var kennd við
Thule, en það var á miðöldum annað
nafn íslands. Forgöngumaður og aðal-
þýðandi var fræðimaðurinn Felix
Niedner, en forleggjari hinn merkilegi
menningarfrömuður Eugen Dietrichs í
Jena. Fyrsta bindið með Egilssögu kom
11