Málfregnir - 01.05.1992, Síða 32
Sitt af hverju
Ný orðanefnd
í fyrrasumar var stofnuð Orðanefnd
löggiltra endurskoðenda, sem hefir í
hyggju að safna saman íslenskum orðum
um reikningshald og fleira á verksviði
endurskoðenda. Nefndina skipa:
Sigurður P. Sigurðsson, formaður
Helga Harðardóttir
Sigurþór Ch. Guðmundsson
Símon Á. Gunnarsson
Stefán Svavarsson
Póstáritun formanns og nefndarinnar er:
Pósthólf 5051, ÍS-125 Reykjavík.
Ályktun um þýðingamál
Á fundi íslenskrar málnefndar, sem
haldinn var á Hótel Sögu þriðjudaginn 3.
mars 1992, var samþykkt þessi ályktun:
„Islensk málnefnd vekur athygli á ný-
legri könnun sem íslensk málstöð hefur
látið gera að frumkvæði menntamála-
ráðuneytisins á stöðu þýðingamála hér-
lendis. Ljóst er að þörfin fyrir þýðingar,
einkum á ýmiss konar nytjatextum, er
mikil og knýjandi, og jafnframt er vax-
andi skortur á þýðendum og túlkum með
fullnægjandi sérmenntun til að þýða úr
og á íslensku. Hvergi er slíka menntun
að fá eins og sakir standa og engin von til
að úr verði bætt til frambúðar nema
íslensk stjórnvöld taki málin í sínar
hendur.
Þetta ástand er orðið varhugavert því
að íslendingar eiga meira undir þýðing-
um en margar fjölmennari þjóðir. íslensk
málnefnd vill því leyfa sér að beina þeirri
áskorun til menntamálaráðherra að
hann skipi nefnd hið fyrsta til að undir-
búa tillögur um skipulagða menntunar-
braut fyrir íslenska þýðendur og túlka,
þar sem höfð verði hliðsjón af sambæri-
legri menntun eins og hún gerist best
með öðrum þjóðum.“
íðorðasöfn á geisladiski
Sænska tækniorðamiðstöðin (TNC) hefir
gefið út geisladisk með gríðarstórum
íðorðasöfnum frá Norðurlöndum, Evr-
ópubandalaginu og Kanada. í íslenska
hlutanum, sem heitir Kringla, eru orða-
söfn um tölvutækni og tölfræði.
Geisladiskurinn nefnist „Termdok“ og
kostar um 50 þús. ísl. kr. auk virðisauka-
skatts. Petta er 2. útgáfa. í fyrri útgáfu
var ekki unnt af tæknilegum ástæðum að
hafa íslenskt efni með.
Málfregnir koma út tvisvar á ári
Útgefandi: íslensk málnefnd
Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Árnason
Ritstjóri: Baldur Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð,
Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530,
(91) 694443. Bréfasími: (91) 622699
Áskriftarverð: 600 krónur á ári
Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf.
ISSN 1011-5889
a
M
ÍSLENSK MÁLNEFND