Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 4
fjárveitingu úr ríkissjóði, ætti enn að verða ýtt undir gerð vandaðra fræðirita á íslensku. Þótt margt sýni sterka stöðu íslenskrar tungu er þó víða pottur brotinn. Skortur á hugmyndaflugi við að velja verslunum og veitingastöðum íslensk nöfn er sorglega mikill, svo að dæmi sé tekið. Leti við að íslenska heiti á kvikmyndum sýnist færast í vöxt. Agaleysi í notkun tungunnar er einnig áberandi og svo virðist sem orðaforði minnki og skilningur á inntaki orðtaka. Efla þarf virðingu margra fyrir móðurmálinu í daglegri notkun þess. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á íslensku í kennaranámi fyrir öll skólastig, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þeir sem hyggjast gera kennslu hér á landi að ævi- starfi þurfa að hafa góð tök á íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, og einnig verða þeir að geta nýtt sér hvers konar gögn til að bæta og auðga málfar og almenna málnotkun. Þess vegna þarf að leggja áherslu á meðferð íslensku í öllu kennaranámi og eðlilegt er að ákveðin grunnatriði séu tekin fyrir í öllum greinum. I nýjum aðalnámskrám grunn- og fram- haldsskóla er lögð áhersla á að allir kennarar séu í raun íslenskukennarar, þeir þjálfi nem- endur í íslensku og tjáningu hver á sínu sviði. Kennaranám þarf að búa væntanlega kennara undir slíkt. Þeir sem sérstaklega hyggjast leggja stund á íslenskukennslu í skólum þurfa staðgóða menntun á því sviði bæði í grunnmenntun og auk þess að eiga kost á endurmenntun samhliða starfi. Hér má einnig benda á að vaxandi þörf er á kennurum til að kenna íslensku sem annað tungumál vegna fjölgunar nýbúa í skólum, og við því þarf kennaramenntun að bregðast með beinum hætti. Snemma árs 1998 lagði menntamálaráðu- neytið fram nýja skólastefnu undir kjörorð- inu Enn betri skóli. Aldrei fyrr í sögu okkar hafa stjómvöld mótað stefnu með þessum hætti og ekki hefur heldur fyrr tekist að ná svo víðtækri sátt um slíka stefnu. Markmið stefnunnar er að tryggja íslenskum nemend- um nám sem er sambærilegt því sem best gerist annars staðar. I heild hefur framtakið fallið í góðan jarðveg og nýjar aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla tóku gildi 1. júní síðastliðinn og koma til framkvæmda á næstu árum. Grundvöllur þeirrar sáttar, sem náðist um verkið, er einmitt vilji fólks, kennara og annarra, til að hnika því áfram. Þegar um margbrotnar áherslur og ólíka hagsmuni er að tefla þarf að slá af ítrustu kröfum til að komast á leiðarenda. Hér er þó vert að taka fram að útgáfa nýrra námskráa merkir ekki að endurskoðun þeirra sé lokið, á það vil ég leggja áherslu. Námskrár eiga að vera í stöðugri endurskoðun og aðlögun að kröf- um kennara, nemenda og samfélagsins. Með nýjum námskrám höfum við náð vissu þrepi en ekki má hætta að klífa stigann. Taka þarf mið af reynslunni af námskránum, sníða af þeim agnúa eða breyta eftir því sem þörf krefur. Ætlunin með nýjum aðalnámskrám er að styrkja og móta heilsteypt skólastarf, bæði innan hvers skóla fyrir sig og á landsvísu, herða námskröfur og gera þær skiljanlegar öllum sem að skólastarfi koma, nýta kennslu- tíma til hins ítrasta, auka sveigjanleika í námi og bæta árangur nemenda, bæði í ein- stökum greinum og í náminu í heild. Að mínu viti liggur gildi framtaksins einmitt í því að með nýrri skólastefnu hefur loks tek- ist að móta inntak skólastarfs með markviss- um og heilsteyptum hætti, þann þátt starfs- ins í skólum sem snýr að nemendum, kenn- urum og foreldrum en ekki einvörðungu að ytri skilyrðum skóla. Fyrstu fræðslulög á Islandi voru sett árið 1908. Þó hefur aldrei fyrr verið unnið að því með jafn-markviss- um hætti að skapa eðlilegt samhengi milli leik-, grunn- og framhaldsskóla í því skyni að tryggja eðlilega stígandi í námi. Ohætt er að segja að með nýrri skóla- stefnu og nýjum námskrám sé íslensku máli og íslenskukennslu skipað í öndvegi. Allt frá upphafi endurskoðunar aðalnámskráa var lögð sérstök áhersla á íslensku, sögu og 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.