Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 8
Ef það er rétt greint hjá mér að mennta-
stefnan, sem nú er uppi, sé nytsemdar-
stefna, þá er það í rauninni alveg rökrétt,
sem virðist æ algengara, að litið sé á mennt-
un sem söluvaming en það er einmitt
menntun af því tagi sem Þórarinn Bjömsson
sagði að væri ekki sönn menntun.
Þetta voru tvær tilvitnanir um það hvernig
menntun hefur verið skilgreind, annars veg-
ar í námskrá fyrir grunnskóla og hins vegar
af skólameistara sem starfaði á framhalds-
skólastigi.
Eðli málsins samkvæmt hefur ekki verið
samin námskrá fyrir háskólastigið þar sem
hugtakið „æðri menntun" er skilgreint en
eftir þeim mælikvarða, sem nú er notaður, er
æðri menntun enn verðmætari viðskipta-
vamingur en önnur menntun og æ oftar heyr-
ist talað um að menntun sé fjárfesting.
Menn virðast í auknum mæli kaupa sér
menntunina í þeirri von að geta síðar selt
hana með hagnaði. Menntunin er þá ekki
markmið í sjálfu sér, heldur tæki til að ná
einhverjum öðrum markmiðum sem eru
henni æðri að því er virðist.
En snúum okkur þá að vísindunum.
Vísindi: að hugsa á íslensku
I ágætri bók hefur Þorsteinn Gylfason fjall-
að um vanda þess að hugsa á íslensku. Hann
vitnar raunar til manna sem efast um að
hægt sé að hugsa á tungumálum nema
heimstungum eins og latínu og ensku. Og
einn fræðimaður heldur því fram, að „of fáir
tali flest afrísk mál til að hægt sé að réttlæta
alvarlegar tilraunir til að breyta þeim í
vísindamál og tæknimál“. Og ef þetta yrði
reynt telur sami maður að þetta væri tilraun
til „menningarlegs sjálfsþurftarbúskapar eins
og hann gengur lengst" (bls. 59). Varla þarf
að taka það fram að Þorsteinn gerir lítið úr
þessum sjónarmiðum og ég er honum alger-
lega sammála í því mati.
Það er þjóðsaga að tungumál séu mis-
hentug til að hugsa á þeim og menningarleg
afstæðishyggja á litlu fylgi að fagna meðal
málfræðinga. Astæðan til þess að inúítar
(sem einu sinni voru kallaðir eskimóar) eiga
mörg orð um snjó og Islendingar hafa ríku-
legan orðaforða um vöðva og bein í þorsk-
hausum, svo að ég noti dæmi Þorsteins, er
auðvitað sú að snjór og þorskhausar eru eða
voru hluti daglegs lífs hjá þessum þjóðum.
Tungumálin laga sig að aðstæðunum og
búin eru til orð eftir þörfum. Gott dæmi um
þetta er íðorðasmíð og aðlögun erlendra
fræða að íslensku samfélagi. Tungumálin
þróast við notkun og það er raunar öfugmæli
þegar því er haldið fram að íslensk mál-
stefna sé íhaldssöm. Það er í rauninni nær að
segja að hún sé róttæk og í henni felast
stórtækar breytingar á tungunni (til bóta
auðvitað).
Við komumst ekki hjá því að horfast í
augu við það að íslenska er alls ekki ein um
hituna hér á landi og verður það vafalaust
enn síður í framtíðinni. Ahrif skólakerfisins
og menntastofnana munu hér ráða úrslitum,
ekki síst skiptir miklu starfið á háskólastigi.
Hinir erlendu straumar í tækni, vísindum og
hugsun mæða mest á því skólastigi og það
er auðvitað hlutverk íslenskra háskóla að
vinna úr þessu og veita inn í íslenskt sam-
félag.
En kennaramenntunin er ekki síður mikil-
væg en vísindaþjálfun og rannsóknir. Hér
gegnir Kennaraháskóli Islands mikilvægu
hlutverki. I almennum hluta aðalnámskrár
grunnskóla segir að „allir kennarar [séuj ís-
lenskukennarar, hvaða grein sem þeir
kenna. Leggja ber áherslu á að þjálfun í
notkun íslensku er lykill að árangri í öllu
námi“ (bls. 18). Þess vegna ber Kennara-
háskólanum að leggja sérstaka rækt við
íslensku.
I pallborðsumræðunum hér á eftir verður
rætt um kennaramenntun og íslensku og
verður þá vafalaust fjallað nánar um hlut-
verk Kennaraháskólans.
Þar sem ég þekki best til í Háskóla íslands
og þar sem við erum stödd innan veggja
hans mun það sem ég á eftir að segja að
mestu snúast unt starfið á þeim vettvangi.
Eg vil nota tækifærið til að lýsa skoðunum
8