Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 7
sinna þótt sumum íslendingum myndi þykja lítið til koma hreinleika dönskunnar og sænskunnar. Það sem þeir hafa áhyggjur af er það að enska ryðji sér til rúms í samfélaginu þannig að það verði tvítyngt. Margs konar starfsemi í þessum löndum fer fram á ensku og menntastofnanir nota ensku í auknum mæli. Það er ekki nóg að vísa til skýrra marka um formgerð málsins og jafnvel fegurð, heldur verður að huga að stöðu tungunnar í daglegu lífi, notkun hennar á sviðum mann- lífsins, jafnvel þarf að huga að lagalegri stöðu hennar. Við getum sett saman enda- lausan forða snjallra nýyrða og gert tunguna þannig færa um að fjalla um nýjustu tækni og vísindi. En þessi orðasmíð er unnin fyrir gýg ef íslenska verður ekki notuð nema af einhverjum sérvitringum. Hvað er menntun? Þegar ég fór að huga að því hvað hægt væri að segja um menntun hugkvæmdist mér að vitna til míns gamla skólameistara, Þórarins Bjömssonar: „Þekkingunni þarf að fylgja siðferðilegur þroski, til þess að úr verði sönn menntun. Þekking sem menn afla sér til að selja öðrum er ekki sönn menntun.“ „Menning hvílir ekki á því sem mönnum er veitt,“ hefur hann eftir Saint-Exupéry, „heldur á því sem af þeim er krafist." „Kraftar og hæfileikar eru nægir til,“ segir hann, „en þeir sofa of oft. íslenska á að vera okkur leið til uppeldis ... Um leið og þess er „krafist" af íslenskri skólaæsku, og hún krefst þess af sjálfri sér að rækta íslenska tungu, fer vel“ (Rœtur og vœngir II, bls. 224, 258). Ég skil Þórarin sem á sínum tíma var tal- inn meðal mestu skólamanna þessa lands - og oft var vitnað til orða hans - svo sem hann hafi litið svo á sem menntun væri góð í sjálfri sér, hún væri mannbætandi og gæfi lífsfyllingu. Hún stuðlaði að betra mannlífi og hún gerði þá sem það vildu að meiri og betri mönnum og þar með Islendinga að meiri og betri Islendingum í einhverjum skilningi. Matthías Johannessen, nýbakaður verð- launahafi Jónasar Hallgrímssonar, hafði það eftir Jónasi að hann hefði sagt: „Að vera Is- lendingur er mér allt.“ Vera má að einhverj- um þyki þetta óljóst orðalag og kannski erfitt að meta hvað sé að vera góður íslend- ingur. Það er ekki víst að gæðastaðlar nú- tímans dugi á svoleiðis nokkuð. En hvemig er menntun skilgreind nú? Þótt enn verði ég að hafa fyrirvara um vanþekk- ingu mína sýnist mér að mælikvarðamir hafi breyst og allt í átt til nytsemdarsjónarmiða. I almennum hluta aðalnámskrár fyrir gmnn- skóla segir: „Almenn menntun er ein megin- stoð lýðræðis. Hún er undirstaða menningar og almennrar velferðar. Almenn menntun á að efla gagnrýna, sjálfstæða hugsun hjá ein- staklingum og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum. I síbreytilegu um- hverfi samtímans reynir á hæfni til þess að bregðast við nýjum aðstæðum, takast á við og tileinka sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum. I grunnskólum ber að efla með nemendum sjálfstraust og heilbrigðan metn- að ... Þeir [þ.e. nemendur] þurfa að geta látið skoðanir sínar í ljós, vera óhræddir við breytingar og geta borið ábyrgð á gerðum sínurn" (bls. 15). „Almenn menntun á að styrkja einstaklinga til þess að átta sig á eigin stöðu í samfélaginu og að geta tengt þekkingu og fæmi við daglegt líf og um- hverfi. Þessar skyldur skólans falla m.a. undir hugtakið lífsleikni og miða að því, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðislegu þjóðfélagi og að dýpka skilning þeirra á samfélaginu og hlutverki einstaklingsins í því. Þar má nefna skilning á sögulegum forsendum sam- félagsins, atvinnuháttum, menningu, nátt- úru, fjölskylduábyrgð, fjármálaskyldum, skyldum einstaklingsins og rétti hans. Undir þetta falla einnig skyldur skólans til þess að stuðla að forvömum gegn hvers konar vá með fíknivörnum, slysavömum og umferð- arfræðslu“ (bls. 16). Orðalagið er almennt og markmiðin fróm sem fyrr. En tónninn er annar en hjá Þórarni Bjömssyni fyrir tæpum fjörutíu árum. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.