Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 20
þeir læri að virða og meta móðurmálið og temji sér umburðarlyndi gagnvart mál- notkun annarra. Með íslenskukennslu í grunn- og fram- haldsskólum eiga nemendur að öðlast já- kvætt viðhorf til íslensku og kynnast áhrifa- mætti málsins og margbreytileika. Þeir eiga að nýta móðurmálskunnáttu sfna við lausn skólaverkefna og í félags- og tómstunda- starfi og þjálfast í notkun handbóka og gagnabanka á íslensku. Þeir eiga að fá ríku- leg tækifæri til að leika sér með tungumálið með margvíslegum hætti, fá tækifæri til túlkunar, tjáningar og sköpunar, fá við- fangsefni í samræmi við þroska, hæfileika og áhugamál, þjálfast í sjálfstæðum vinnu- brögðum og öðlast hæfni í að leysa verkefni í samstarfi við aðra. Öflug samvinna við heimilin um móður- málskennslu og móðurmálsuppeldi er lykil- atriði á öllum stigum grunnskóla. Leggja þarf áherslu á að móðurmálskennsla sé samstarfs- verkefni heimila og skóla og að foreldrar gegni veigamiklu hlutverki í að styrkja og rækta móðurmálið og viðhalda áhuga nem- enda, ekki síst hvað varðar lestrarþjálfun, meðferð talaðs máls og almenna málrækt. Mikilvægt er að foreldrar taki virkan þátt í að treysta kunnáttu bama sinna í móðurmáli á öllum sviðum í nánu samstarfi við skólann, m.a. með stuðningi við heimanám og heima- verkefni sem krefjast þátttöku foreldra. í aðalnámskránni kemur fram að til loka 4. bekkjar liggi megináhersla í fslenskukennslu á grunnþjálfun í lestri og ritun. A fyrsta náms- ári er líklegt að verulegur hluti tímans fari í að kenna stórum hluta nemenda undirstöðuatriði lestrar. Þeir sem koma læsir í gmnnskóla þurfa að fá verkefni við hæfi. Vtð lok þessa áfanga er ætlast til þess að nemandinn hafi náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar og geti lesið viðeigandi texta sér til ánægju og létta texta sér til gagns og upplýsingaöflunar. Lestrarkennslan og þjálfunin tengist bók- menntaþætti móðurmálsins með lestri bók- mennta og upplestri. Um leið kynnist nem- andinn gmndvallarhugtökum á bókmennta- sviði. Þá fer einnig fram þjálfun í hlustun og áhorfi þegar nemandi fær tækifæri til að hlusta á sögur og ljóð sér til skemmtunar og afþreyingar og taka þátt í og fylgjast með leik- rænni tjáningu, leikritum og jafnvel kvik- myndum eða myndböndum. Æskilegt er að tengja bókmenntakynningu við beina mál- þjálfun, bæði með því að nemendur fái tæki- færi til að flytja texta munnlega með upp- lestri, endursögn, söng, flutningi á efni sem hefur verið lært utan að, leikrænni tjáningu og að búa til bækur, blöð og veggspjöld. Einnig má nýta bókmenntalesturinn til að auðga orðaforða, ræða um orðafar og texta með ein- földum málfræðilegum ábendingum. A miðstigi grunnskóla skal leggja mikla áherslu á heildstætt nám og fjölbreytileg viðfangsefni sem ná til allra námsþátta íslensku, í samræmi við þroska og áhuga nemenda. Afangamarkmiðin gefa til kynna hvaða megináherslur skal leggja í náminu en þau eru nánar útfærð í þrepamarkmiðun- um. Mikils er um vert að vekja áhuga nem- enda á móðurmálinu og bókmenntum. A unglingastigi er áfram haldið lestrar- þjálfun nemenda og lögð áhersla á kynningu bókmennta frá ýmsum tímum. A þessum aldri eru gerðar auknar kröfur um skilning nemenda á grunnhugtökum í málfræði og bókmenntum. Hugtakanám og -greining má þó aldrei verða markmið í sjálfu sér heldur verður að tengjast þeim markmiðum sem sett eru í öllum þáttum íslensku. A ungl- ingastigi er eðlilegt að nemendur fái nokkurt yfirlit yfir bókmenntasögu og málkerfi í því skyni að þeir geti betur gert sér grein fyrir samhengi bókmennta, uppbyggingu málsins og eigin málnotkun. Lögð er áhersla á inni- haldsrík viðfangsefni sem tengjast hvers konar textum, málnotkun fjölmiðla og mál- efnum líðandi stundar. Unglingar eiga að fá tækifæri til að fjalla um eigin málnotkun og málnotkun ólíkra hópa í samfélaginu. Gerð- ar eru auknar kiöfur um að nemendur geti greint skipulega frá ýmsum viðfangsefnum bæði í mæltu máli og rituðu. Þeir eiga að fá markvissa þjálfun í framburði, framsögn og 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.