Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 21

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 21
umræðum um margvísleg málefni í stórum og litlum hópum. Nemendur eiga að þjálfast í stafsetningu, ritun fjölbreytilegra verkefna og frágangi þeirra, bæði með persónulegri rithönd og með aðstoð tölvu- og upplýsingatækni. Leggja skal áherslu á að nemendur vinni verkefni í anda ferliritunar, þ.e. skrifi í skrefunt, og fái þjálfun í að umrita texta og bregðast við athuga- semdunt annarra. Einnig eiga þeir að fá tilsögn og þjálfun í notkun heimilda. Nemendur eiga að fá ríkuleg tækifæri til að nýta tölvutæknina til upplýsingaöflunar og -miðlunar og þjálfast í gagnaleit á skólasafni og víðar. Námskrárhöfundar lögðu ekki mikla áherslu á beina málfræðikennslu í fyrsta áfanga í íslensku í framhaldsskóla. Rökin eru einkum þau að málfræðikennslan hafi verið það mikil í efstu bekkjunt grunnskóla að æskilegt sé að hefja framhaldsnám í ís- lensku á öðrum nótum, þ.e. leggja aukna áherslu á almenna málnotkun, almennt læsi í víðum skilningi og ritun hvers konar. Það er einnig gert til að áfanginn geti nýst á hagnýtan hátt í öllu verk- og starfsnámi. Dæmi um framsetningu þrepamarkmiða í grunnskóla Aðalnámskráin skilgreinir skýrar kröfur og nákvæm markmið í skólastarfi. Hún á að auðvelda kennurum og nemendum að ná árangri og jafnframt eiga stjómendur skóla og foreldrar að geta betur fylgst með því hvort þeim árangri sé náð. I aðalnámskrá grunnskóla í íslensku birtast að stofni til sömu þrepamarkmiðin frá 8. bekk til 10. bekkjar þótt vissulega sé gert ráð fyrir eðli- legri stígandi í náminu. Oraunsætt er að nem- endur nái öllum þrepamarkmiðum í 10. bekk á einum vetri. Það er á valdi hvers skóla að raða þessum markmiðum innan áfangans í 8.-10. bekk. Á þessum þriggja ára tíma þurfa kennarar að vega og meta stöðuna gagnvart markmiðum hvers árgangs þangað til sam- fellan myndast. Hér verða birt nokkur dæmi til fróðleiks um þrepamarkmið í 10. bekk grunnskóla úr öllum þáttum íslensku. Þess má geta að þrepamarkmiðin í 10. bekk í ís- lensku eru rúmlega eitt hundrað talsins. Nokkur þrepamarkmið fyrir 10. bekk grunnskóla Nemandi • afli sér heimilda á bókasafni og á tölvu- tæku formi til frekari úrvinnslu • geti beitt mismunandi lestri; leitarlestri, skimlestri, yfirlitslestri, nákvæmnislestri, hraðlestri og lestri stiklutexta á Netinu • geri sér grein fyrir mikilvægi radd- verndar, slökunar, réttrar öndunar og líkamsbeitingar við framsögn • öðlist sjálfsöryggi í framsögn og fram- komu með viðeigandi verkefnum • þjálfist í að segja skopsögur, bæði eigin og annarra, í stærri hópum og greina frá spaugilegum atvikum • geti horft og hlustað á gagnrýninn hátt á fréttir, umræðuþætti og auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi • kannist við allar stafsetningarreglur og reglur um greinarmerkjasetningu og geti stafsett rétt almennan texta • geti skrifað skilmerkilega um eigin reynslu, hugsanir, skoðanir og tilfinn- ingar • geti skrifað formlegt bréf og atvinnu- umsókn með viðeigandi æviágripi • kynnist heimi íslendingasagna með því að lesa og ræða um eina Islendingasögu í fullri lengd • lesi ítarlega og ræði um eina nútíma- skáldsögu • hraðlesi tvær skáldsögur, þýddar eða frumsamdar, og geri grein fyrir þeim skriflega eða munnlega • lesi og fjalli um fjölbreytt úrval ljóða eftir samtímahöfunda • þekki og geti útskýrt mun á mismun- andi bókmenntaformi; smásögu, skáld- sögu, leikriti, heimildasögu, þjóðsögu, ævintýri, þulu, bréfi, dagbók, ljóði, prósaljóði og stöku • geti fjallað um þjóðfélagsleg einkenni sem endurspeglast í bókmenntum 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.