Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 25

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 25
bóka. Aðrar listgreinar tengjast mjög barna- bókmenntum, s.s myndlist eins og nefnt var hér að framan. En einnig má nefna tónlist, einkum söng. Þess sér áberandi stað í leik- skólastarfinu hve metnaður hefur aukist á undanfömum árum til að kenna bömum góðan texta við vinsæl og góð sönglög þótt lakari kveðskapur og „bulltextar", sem börnin semja oft sjálf, eigi líka rétt á sér og snerti m.a. skapandi mátt tungunnar og leik að máli. Þennan aukna metnað má að ein- hverju leyti þakka því starfi sem unnið hefur verið í samstarfi bamabókmennta og tón- mennta í leikskólaskor undanfarin ár. Gildi kveðskapar og söngs fyrir málþroska er mjög mikið og hvatt er til þess í námi leik- skólakennara að söngur og lestur sé hluti af daglegum venjum bamanna. Góður texti eflir málkennd bama, þjálfar framburð og eykur tilfinningu þeirra fyrir fjölbreytileika málsins og margvíslegum blæbrigðum þess sem þau kynnast síður í daglegu máli. Þá styrkist tilfinning fyrir formi og hljómfalli málsins og á þetta við hvort heldur sem er sögur eða ljóð. Það eflir einnig tilfinningu barna fyrir atburðarás að lesa fyrir þau eða segja þeim sögur og styrkir þeirra eigin frá- sagnarhæfileika. En frásagnarhæfileika bama þarf líka að örva með því að gefa þeim tækifæri til þess að tjá sig um eigin reynslu og búa til sínar eigin sögur. Og þetta allt saman eflir sköpunarhæfni barnsins á sviði málræktar. Það hefur margsinnis verið sýnt fram á það með rannsóknum hve mikilvægt það er að lesa fyrir böm, með tilliti til málþroska og þess sem nefnt hefur verið þróun læsis (emergent literacy). Læsi felur í sér fmm- þætti móðurmálsins, tal, hlustun, lestur og ritun. Að verða læs þýðir að skilja og ráða yfir færni sem byggist á þeim öllum. Grund- völlur læsis og þróunar þess er lagður í um- hverfi bamsins frá upphafi. Þegar lesið er fyrir böm læra þau heilmikið um lestur og ritmál. Þau læra um formgerð sagna og fá orðaforða frásagna. Þau kynnast lestrarátt- inni, frá vinstri til hægri og niður eftir síð- unni og að stafir í bók hafa merkingu. Þau læra að tákn á blaði standa fyrir atburði og hugmyndir sem gerast í raunveruleikanum eða í huganum og þau læra að vænta ákveð- innar ánægju af ritmálinu. Þekking bama á eðli og tilgangi ritmáls hefur mikið forspár- gildi um gengi þeirra í formlegu lestrar- námi. Aðalnámskráin kveður á um það að í leik- skólanum beri að skapa umhverfi sem hefur örvandi áhrif á löngun bama til að læra að lesa og skrifa. Lestur er ein leiðin til þess og það er líka góð aðferð að skrifa niður sögur og frásagnir barnanna sjálfra og lesa fyrir þau. Stundum geta þau lesið sjálf eigin texta því að þau kunna hann utan að. En leikur- inn, sérstaklega hlutverkaleikur bama, er líka mikilvægur í þessu tilliti. Þátttaka í hlutverkaleik eflir m.a. frásagnarhæfni bama. Þegar þau leika sér eru þau jafnframt að búa til sögu sem hefur ýmis helstu einkenni raunverulegrar sögu, sögupersónur, sögu- þráð, sögusvið og tíma. Notkun og upplifun tákna í leik, að nota einn hlut fyrir annan, t.d. kubb fyrir bíl, er ein af undirstöðum þess að geta skilið og notað tákn í lestrar- náminu. Einn liður í því að vekja athygli barna á ritmáli er að gera það sýnilegt í leikskólan- um með ýmsum hætti. Umhverfi og skipu- lag leikskólans hefur áhrif á ritmálshegðun barna. Niðurstöður þróunarverkefnis, sem Jóhanna Einarsdóttir (Leikur og ritmál, 1995) vann í samvinnu við leikskólakennara á tveimur leikskólum á árunum 1993-1995, benda eindregið til þess að börn séu líklegri til að nota ritmálið í hlutverkaleik ef þau hafa greiðan aðgang að efnivið og leikmun- um sem hvetja til lestrar- og ritmálshegðun- ar. Og börnin, sem tóku þátt í þróunarverk- efninu, en það voru tuttugu 5 ára böm, sýndu miklar framfarir í ritmálsþroska og ritmálsfæmi. Þessi þáttur í starfi leikskól- anna fer vaxandi og er nauðsynlegt að efla og styðja með frekari rannsóknum. I rannsókn Rannveigar A. Jóhannsdóttur á málþjálfun á mótum leikskóla og grunn- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.