Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 42

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 42
uppruna íslendinga og ólíka menningu þeirra og hélt því fram að andstæðingar Haralds hárfagra í Hafursfirði hefðu einkum verið aðkomumenn í Noregi af ætt Herúla sem komnir væru sunnan úr álfu og hefðu haft aðra siði og önnur viðhorf en heimamenn og hefði ekki síst skáldskapur og staða kvenna verið með öðrum hætti en hjá Norðmönnum. Hvert sem réttmæti kenninganna kann að vera er áhugi Islendinga á skáldskap og sagnalist augljós og áhugi af þessu tagi hefur eflt málsamfélagið. Hugsanlegt er að bókmenntaáhugi þjóðarinnar hafi gert menningu hennar einhæfari og á stundum íþyngt þjóðinni um of. Lengi var einblínt á liðna tíð, eins og verður um fátækar og um- komulitlar þjóðir, og vegna bókmennta mið- alda hefur ritað mál verið í hávegum haft en talað mál fremur legið í láginni. Fomlegt mál hefur lengi verið notað við hátíðleg tækifæri, í ljóðum, sögum og ræðum manna og hefur þá jafnvel mátt heyra enduróm af máli Islendingasagna og Sturlungu þótt þessum dæmum fari fækkandi og annað einkenni nú mál fólks. 9 Lega landsins hefur frá upphafi haft áhrif á íslenskt þjóðfélag. Landið hefur ávallt verið einangrað - og er það á sinn hátt enn. Ein- angrun landsins á fyrri tíð má m.a. sjá í verkmenningu en frá því um 1300 fram yfir 1800 verður lítilla áhrifa vart frá evrópskri verkmenningu og sjálfsþurftarbúskapur bændasamfélags miðalda hélst fram yfir 1900 og áhrifa frá þéttbýli eða borgarmynd- un varð ekki vart fyrr en undir lok síðustu aldar. 10 Eitt af sérkennum íslenska málsamfélagsins hefur frá upphafi verið að þar hafa engar mállýskur verið þótt greina megi mállýsku- drög á stöku stað. Astæður þessa eru marg- ar. Ein er sú að landnámsmenn komu víða að og námu land hver við annars hlið og 42 varð því þegar á fyrstu öldum Islandsbyggð- ar máljöfnun í landinu sem haldist hefur síð- an (Kulturhistorisk Leksikon VII, bls. 488). Með máljöfnun er átt við að ólíkar mál- lýskur renni saman í eina mállýsku - eða eitt mál - og sérkenni í máli jafnist út. Þinghald á Þingvelli við Öxará, þar sem stór hluti þjóðarinnar kom saman tvær til þrjár vikur á sumri, hefur haft sterk áhrif á mál og málvenjur. Þá voru búferlaflutningar meiri en í nágrannalöndunum, m.a. af því að höldsrétturinn var afnuminn, og í landinu varð ekki til landeigendaaðall og stéttaskipt- ing varð því með öðrum hætti en annars staðar í Evrópu. Landið var líka auðveldara yfirferðar en skógarlönd Evrópu og ein- angrun byggðarlaga því minni, þótt það kunni að hljóma einkennilega í eyrum margra. Síðast en ekki síst eignuðust Islend- ingar ritmál fyrr en aðrar þjóðir og vó það þungt í máljöfnun. Fleira stuðlaði að mál- lýskulausu landi og greindi íslenskt mál- samfélag frá öðrum málsvæðum í Evrópu (Helgi Guðmundsson, Um ytri aðstæður íslenzkrar málþróunar, bls. 316 o.áfr.). 11 Við árþúsundaskipti standa Islendingar á krossgötum, eins og raunar margar aðrar þjóðir. Samskipti einstaklinga, stofnana, fyrirtækja og þjóða í okkar heimshluta hafa á fáum árum gerbreyst og eiga eftir að breytast enn meira vegna nýrra viðhorfa og nýrrar tækni og heimurinn siglir hraðbyri inn í nýtt menningartímabil sem kallað er upplýsingaröld þar sem kjörorðið er þekk- ing, þjónusta og upplýsing. I mínum augum er þetta nýja menningar- tímabil heillandi en um leið framandi því að margir munu eiga erfitt með að tileinka sér ný viðhorf og samlagast breyttum háttum. Má nefna breytingar sem þegar eru orðnar á eignarhaldi, innkaupum, verslun og við- skiptum svo að ekki sé talað um breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á skólakennslu og námi. Freistandi væri að gera grein fyrir umbyltingu sem fyrirsjáanleg er á skóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.