Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 44

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 44
Og John Naisbitt minnist sérstaklega á Islendinga og íslensku í þessu sambandi og bendir réttilega á að á Islandi tali allir ensku og jafnvel önnur tungumál. Engu að síður varðveiti Islendingar hreinleika íslenskunn- ar („purity of the Icelandic language") og byggi á gamalli lýðræðishefð (sama rit, bls. 26-27). Þetta er að vísu spásögn en hún er reist á víðtækum athugunum og spásagnir John Naisbitts hafa komið fram, enda er þess víða farið að gæta að menn leggja aukna áherslu á þjóðlega menningu og þjóðlegar hefðir í alþjóðlegum heimi. 15 Sem afsprengi nýrrar samskipta- og upplýs- ingatækni hefur orðið til ný vísindagrein sem kölluð er tungutœkni á íslensku (e. human language technology, n. spráktekno- logi). Með tungutækni er átt við notkun og meðferð tungumála í tölvum, hugbúnaði og samskiptatólum af ýmsu tagi og er tungu- tækni því sambland af málvísindum og tækni. Tölvur og upplýsingatækni er orðin veigamikill þáttur í atvinnulífi og samskipt- um fólks. I nágrannalöndum okkar, s.s. í Noregi, er talið eðlilegt eins og á íslandi að þýða stýrikerfi á hlutaðeigandi þjóðtungu og nota þjóðtungur í allri samskiptatækni. Að öðrum kosti veiklist þjóðmálin og líði undir lok en með veiklun tungunnar versni samkeppnisaðstaða gagnvart öðrum ríkjum, a.m.k. tímabundið, og vega slík rök þungt í hugum margra. Hins vegar hefur líka verið bent á að samkeppnisaðstöðu smáþjóða sé unnt að bæta með því að taka upp alþjóðlegt samskiptamál ellegar taka upp eitthvert heimsmál sem opinbert mál, eins og talað hefur verið um í Danmörku. (Þess má geta að flugfélagið SAS hefur horfið frá því að nota norskt bókmál sem samskiptamál inn- an fyrirtækisins og notar nú ensku bæði inn- an fyrirtækisins og í samskiptum sínum út á við. Þá hefur alþjóðafyrirtækið Norsk Hydro um árabil notað ensku sem aðalsamskipta- mál sitt.) Slíkt væri hins vegar ekki í sam- ræmi við málstefnu þá sem fylgt hefur verið á Islandi um langan tíma. 16 Hreintungustefna og málhreinsun, málvemd og málrækt á sér langa sögu á Islandi. Ekki er unnt að rekja hér starf íslenskrar mál- hreinsunar, sem telja má að hefjist með Guðbrandi biskupi, Arngrími lærða og Eggerti Olafssyni, en um það mikla starf má lesa í bók dr. Kjartans G. Ottóssonar, Islensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit, sem út kom á vegum Islenskrar málnefndar 1990. Mál- rækt Islendinga hefur frá upphafi beinst að því að varðveita tunguna með því að halda málkerfinu óbreyttu, raska ekki merkingu orða og orðasambanda og efla málið sem félagslegt tjáningartœki með því að auka orðaforða og fjölbreytni í orðalagi, einkum með nýyrðasmíð. Tilgangurinn hefur verið að styrkja málsamfélagið og stuðla að því að málnotendur næðu sem bestu valdi á máli sínu. Málrækt íslendinga hefur einnig verið í því fólgin að efla trú manna á gildi tung- unnar, sem var sterkur liður í sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu þjóðarinnar og kemur skýrt í Ijós í kvæðum skálda á 19. og 20. öld. Markmið varðveislustefnunnar er að varð- veita samhengið í íslensku máli og íslensk- um bókmenntum þannig að Islendingar verði áfram læsir á íslenskt mál allra alda (sjá frekar rit Kjartans G. Ottóssonar, Is- lensk málhreinsurí). Segja má að markmið málræktarstarfs Islendinga hafi því verið bæði félagslegt, menningarlegt - og póli- tískt. 17 Gagnrýnisraddir hafa heyrst á hreintungu- og málvemdarstefnu Islendinga, eins og við var að búast. í fyrsta lagi hefur verið á það bent að eðlilegt væri að tungumál breytist og þróist. Erlendir málfræðingar undrast þá stefnu íslendinga að gera nýtt orð um hvað eina sem upp kemur og telja eðlilegra að taka upp alþjóðleg orð um nýmæli. Slíkt auðveldi íslendingum samskipti við aðrar 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.