Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 24
staklega bent á leikinn í því sambandi en í
kaflanum um markmið og leiðir segir að
leikurinn sé náms- og þroskaleið bamsins.
I leikskólanum gefast mörg tækifæri til að
þroska og örva mál barna. Hið fjölbreytta
starf sem þar fer fram, daglegar athafnir og
ekki síst leikurinn skapar ákjósanleg skil-
yrði til málörvunar. Starf leikskólakennar-
ans felst í meira mæli en annarra kennara í
umönnun barna. I umönnuninni felast
möguleikar á nánari samskiptum sem koma
málinu ti! góða. Það á sérstaklega við um
yngstu börnin en þó ekki eingöngu. I þessu
sambandi er mikilvægt að setja orð á athafn-
ir og reynslu. Þá eru færri böm í umsjá hvers
leikskólakennara en t.d. grunnskólakennara,
sem einnig eykur möguleika á meiri málleg-
um samskiptum. Samskipti við foreldra
leikskólabarna em einnig að öllu jöfnu meiri
en í grunnskólanum þar eð foreldrar koma
með og sækja böm sín daglega í leikskól-
ann. Það gefur leikskólakennurunum betri
möguleika á að kynnast hverju bami betur,
aðstæðum þess og þörfum og miða störf sín
við þroska hvers og eins.
Samtöl bama og fullorðinna skipta miklu
máli fyrir málþroskann og er ein mikilvæg-
asta aðferðin sem leikskólakennarar geta
nýtt til málræktar. Samtöl geta verið um eitt-
hvert tiltekið viðfangsefni sem verið er að
fást við en þau geta líka sprottið upp við
óformlegri aðstæður. Leikskólakennarar
þurfa að nýta hvert tækifæri sem gefst og
svara áhuga barna með því að gefa sér tíma
til að tala við þau þegar þau vilja og eru til-
búin til þess. Dagskipulagið má ekki vera of
stíft því að samtöl þurfa tíma. I samtölum
þjálfast líka hlustun. Leikskólakennarar
þurfa líka að kunna að hlusta og sýna þolin-
mæði og búa yfir aðferðum til að leiða sam-
töl áfram þannig að bömin fái tækifæri til tjá
sig í sem ítarlegustu máli.
Orðaforðinn eykst í leik og starfi og gæta
verður þess að bömin fái fjölbreytta reynslu
á ýmsum sviðum. Þemastarf og vettvangs-
ferðir auka orðaforða og leikskólakennarar
verða að hafa skýra áætlun um til hvers þeir
ætlast af því starfi, með tilliti til málræktar.
Daglegar venjur, s.s. máltíðir og að klæða
sig í og úr í fataklefanum, gefa mikla mögu-
leika á að auka orðaforða. Síðast en ekki síst
fá börn mikinn orðaforða úr bamabókum
því að ritmálið er yfirleitt miklu ítarlegra en
talmálið og orðaforðinn jafnframt fjöl-
breyttari.
Lestur fyrir böm er reyndar sá liður í
starfsemi leikskólanna sem er einna mikil-
vægastur með tilliti til málræktar í víðum
skilningi. Lestur þjálfar líka hlustun og
einbeitingu. I aðalnámskránni stendur m.a.
um bamabækur (bls. 20):
„Bamabækur eru ómissandi í leikskóla-
starfi, bæði til málörvunar og til að miðla
fróðleik og reynslu. Bækur þurfa að vera
hluti af daglegu umhverfi bama til að þau
læri að njóta þeirra."
Barnabókmenntir hafa margþætta þýð-
ingu í uppeldi og menntun bama. Líkt og
sjálft móðurmálið snertir alla starfsemi leik-
skólans, nýtast bamabækur á fjölbreyttan
hátt í leikskólastarfinu. Þær hafa ríkulegt
skemmtigildi, fræðslu- og uppeldisgildi,
sögulegt gildi og ekki síst menningarlegt og
listrænt gildi. Myndlist og bókmenntir
tengjast sterkum böndum í barnabókum því
að bækur við hæfi leikskólabama eru mjög
gjarnan ríkulega myndskreyttar og samspil
mynda og texta mikilvægt. Það er nánast
sama hvar gripið er niður í starfið í leik-
skólunum, alltaf er hægt að grípa til bama-
bókarinnar. Gildir þá einu hvort um er að
ræða hreina afþreyingu eða hin fjölbreyti-
legu viðfangsefni sem til umfjöllunar eru
hverju sinni. Sögur og vísur em til um hvað-
eina til að auðga og skemmta, víkka sjón-
deildarhring og læra. Og þá má heldur ekki
gleyma þjóðsögum og ævintýrum.
Bamabókmenntir eru því ríkur og fyrir-
ferðarmikill þáttur í leikskólastarfinu sem
hefur farið vaxandi á undanfömum árum.
Það má e.t.v. að einhverju leyti þakka
kennslunni í leikskólaskor, ásamt umræðu
um læsi og bóklestur á opinbemm vettvangi
og auknum metnaði í ritun og útgáfu barna-
24