Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 13
meistaranáms í íslenskum bókmenntum, er
að engu getið. Flytjendur tillögunnar munu
svara því til að ætlunin sé ekki að afnema
þessar prófgráður, heldur geti menn eftir
sem áður lokið meistaraprófi í þessum
greinum og vel má svo vera.
Þótt óvíst sé um framgang þessara til-
lagna bera þær greinilegan keim af alþjóða-
hyggjunni sem mér sýnist að ríkt hafi í
heimspekideild á undanfömum árum. Lagt
er til að kröftunum verði beint meira í átt til
hins almenna, frá hinu íslenska.
Enn er það til marks um alþjóðahyggju að
þegar þróað var vinnumatskerfi, svokallað,
sem umbuna átti mönnum fyrir vel unnin
rannsóknarstörf, var fyrst ekkert talið mark-
tækt nema það birtist í erlendum fræðiritum.
Síðar meir var þessu að vísu breytt þannig
að talað er um alþjóðleg fræðirit. Og þar telst
íslenskur vettvangur með, náðarsamlegast.
Þegar þetta kemur allt saman, og helst
ekkert er talið marktækt nema það birtist
erlendis, má spyrja hvort þetta lýsir minni-
máttarkennd og vantrú á öllu sem íslenskt
er.
Auðvitað getur Háskólinn ekki þvingað
menn til að læra íslensku eða bannað þeim
að leggja stund á erlend fræði. En hann
getur ekki verið þekktur fyrir að haga mál-
um sínum þannig að íslensk fræði þynnist út
með því að kennsla í íslenskum bókmennt-
um verði keppni um það hver er bestur að
tjá sig á ensku um það kúríósum sem
íslenskar bókmenntir og íslensk menning er,
þrátt fyrir allt. Þá fer að vakna spuming um
það hvernig Island stendur gagnvart heim-
inum. Staða Reykjavíkur gagnvart heimin-
um verður þá kannski svipuð og lands-
byggðarinnar gagnvart Reykjavík.
Vel má spyrja úr því að ég er sjálfur
prófessor við heimspekideild — og hef meira
að segja verið forseti heimspekideildar þótt
nokkur ár séu liðin - hvort mér sé ekki best
að líta í eigin bann.
En það er spuming hvort við Háskólann
einan er að sakast ef hann skortir stefnu í
málefnum íslenskrar tungu.
Dæmisaga er mikil umræða sem átti sér
stað um þörfina á því að efla hag íslenskrar
tungu í menntakerfinu á haustdögum 1991.
I þessari umræðu tóku þátt margir máls-
metandi menn, þar með taldir áhrifamiklir
menn á þeirri tíð í Háskólanum. Menn voru
sammála um að eitthvað þyrfti að gera til að
efla viðgang móðurmálsins í skólakerfinu.
En hvað gerðist? A skall efnahagskreppa
sem byrjaði með því að hætt var við áform
um stóriðju. Stjómvöld brugðust við með
fyrirskipunum um niðurskurð og yfirvöld
Háskólans gátu ekki komist til að sinna öðru
en því hvemig bregðast skyldi við flötum
niðurskurði. Allar hinar frómu heitstreng-
ingar um nauðsyn úrbóta í móðurmáls-
kennslu fuku út í veður og vind. Kannski
emm við að einhverju leyti að súpa seyðið
af þeim örvæntingarviðbrögðum sem hinn
flati niðurskurður í menntakerfinu var á sín-
um tíma.
Lokaorð
Háskólarektor, Páll Skúlason, gerði vanda-
mál landsbyggðarinnar að umtalsefni í ræðu
við brautskráningu stúdenta í haust. Hann
benti réttilega á að menningarmiðjur eru hér
úrslitaatriði. Það sem heldur uppi byggð á
afskekktum stöðum eru ekki fyrst og fremst
há laun eða mikill fiskafli, heldur er það
menningin sem staðimir hafa upp á að bjóða
sem ræður úrslitum. Stofnun Háskólans á
Akureyri var byggðamál. Stofnun Háskóla
Islands var byggðamál, raunar var þá talað
um sjálfstæðismál.
Menningarlíf snýst um miðjur og þeir
sem standa lengst frá eru á jaðri.
I þessu ljósi er spumingin um viðgang
íslenskrar menningar spuming um miðju. Ef
íslensk tunga hverfur af markaðnum verður
Island ekki lengur miðja, heldur jaðar - og
tungumálið, sem hér verður talað, verður
e.t.v. einhvers konar enska með íslensku
„súbstrati" sem svo er kallað, einhvers
konar „pidgin".
Hér langar mig að vitna aftur í minn
gamla skólameistara en hann sagði: „ ... ef
13