Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 16
stærðfræði. Þar segir m.a.: „Kunnátta í ís-
lensku og stærðfræði er undirstaða hald-
góðrar menntunar. Islenskukennsla er áfram
hornsteinn grunnskólanáms. Það verður
tryggt með því að fella þjálfun í íslensku
máli inn í allar námsgreinar og sjálf ís-
lenskukennslan gerð heildstæðari. Islenska
verður önnur af kjamagreinum grunnskól-
ans ásamt stærðfræði." I ritinu Enn betri
skóli segir einnig: „Sjálfstæðir nemendur er
áhersluatriði í nýrri skólastefnu. I ljósi þess
þarf skólinn að leggja áherslu á þverfaglegt
nám og ýmsa fæmiþætti. Hér er vísað til
frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða,
greiningarhæfni, samstarfshæfni og hæfi-
leika til tjáskipta bæði í mæltu og rituðu
máli. Ber að huga að þessum þáttum í öllum
námsgreinum. Frá upphafi skólagöngu ber
að hvetja nemendur til að tjá sig og veita
þeim tækifæri til að vinna að úrlausn raun-
hæfra verkefna í námi sínu, einir eða í sam-
vinnu við aðra. Áhrifaríkasta leiðin til að
læra hlutina er að framkvæma þá. Samfella
í námi er grundvöllur nýrrar skólastefnu.
Skólagangan á að vera samfelld úr leikskóla
til háskóla. Eftir því sem unnt er skal starf á
hverju stigi miða í senn að því að stuðla að
sem bestum þroska og árangri innan þess og
að því að búa nemandann undir næsta stig.“
Sérstaklega var gætt að þessum þætti skóla-
stefnunnar við vinnu að aðalnámskránum
þar sem námskrárnar voru allar unnar á
sama tíma. Sami umsjónarmaður hafði yfir-
umsjón með námskrárgerð á einstökum
námssviðum frá upphafi grunnskóla til loka
framhaldsskóla.
Verklag við ritun aðalnámskrár
Þegar formlegir vinnuhópar voru stofnaðir
sumarið 1998 til að skrifa aðalnámskrá
grunn- og framhaldsskóla í íslensku tók
undirritaður að sér umsjón með því verki
fyrir hönd ráðuneytisins. Allir vinnuhópar
fengu leiðbeiningar frá ráðuneytinu um
ákveðinn ramma sem unnið skyldi eftir. T.d.
var Ijóst að samkvæmt ritinu Enn betri skóli
ætti að miða íslenskunámskrána við sama
kennslustundafjölda að lágmarki og fyrri
námskrá. Einnig var gengið eftir því að
þjálfun í íslensku og tjáning skyldi vera
órjúfanlegur hluti af öllum námsgreinum
grunnskóla, þ.e. að allir kennarar ættu að
vera íslenskukennarar. Einnig hafa skólar
svigrúm til að nýta nokkrar stundir til ráð-
stöfunar til að fjölga tímum í íslensku og
nýta svigrúm í 9.-10. bekk vegna valgreina.
Hvað varðar framhaldsskóla skyldi miða
við 15 eininga brautarkjarna í íslensku á öll-
um bóknámsbrautum.
Leitað var til Samtaka móðurmálskennara
eftir tilnefningum í vinnuhóp í íslensku.
Edda Kjartansdóttir kennari í Vesturbæjar-
skóla, Svanhildur Sverrisdóttir kennari í
Garðaskóla og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla
voru tilnefndar af Samtökum móðurmáls-
kennara. Þær stöllur báru hita og þunga af
sjálfri námskrárgerðinni og leystu það verk
mjög vel af hendi. Ráðuneytið leitaði til
Sigurðar Konráðssonar prófessors í íslensku
við Kennaraháskóla Islands og óskaði eftir
faglegri ráðgjöf og stuðningi við námskrár-
gerðina og vann hann gott starf með hópn-
um. Stjóm Samtaka móðurmáiskennara
fékk reglulega drög að námskrá til umsagn-
ar og haldnir voru nokkrir gagnlegir fundir
með vinnuhópnum og stjóm samtakanna
þar sem farið var yfir stöðu verksins og
ýmis álitamál. Höskuldur Þráinsson, pró-
fessor í íslensku við Háskóla Islands, for-
maður forvinnuhópsins og stjórnarmaður í
Samtökum móðurmálskennara, veitti einnig
ómetanlega hjálp við námskrárgerðina.
Drög að námskránni voru reglulega sett á
heimasíðu ráðuneytisins og ýmsir komu
með ábendingar um einstök atriði, einkum
framhaldsskólakennarar í íslensku og þeir
sem áttu að tryggja að tölvu- og upplýsinga-
tækni væru gerð nægjanlega rækileg skil í
íslenskunámskránum. Á ýmsum stigum
vinnunnar var einnig farið yfir drög að nám-
skránni með hliðsjón af svokölluðum þver-
faglegum þáttum sem áttu að birtast í öllum
námsgreinum. Framan af þótti t.d. ekki
16