Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 29

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 29
HILDUR HEIMISDÓTTIR ✓ Islenska í grunnskóla Hefur ný námskrá áhrif á skólastarf? Þetta er eldfim spuming þegar menntamála- ráðuneytið er nýbúið að kosta útgáfu nám- skrár í ekki minna en tólf bindum og þó aðeins talin þau bindi sem heyra undir grunnskólann. Líklega eins gott að nám- skráin hafi áhrif á skólastarfið og þá er bara eftir að velta fyrir sér hversu mikil áhrif hún hefur og hvort hún er nýtileg í því formi sem hún nú birtist. Grunnskólinn er líklega eini vinnustaður- inn á landinu þar sem meirihluti starfs- manna er skikkaður í vinnu og kaupið er ekki veraldlegt heldur andlegt. Þessi vinnu- staður er dreifður um landið allt og starfs- mönnum á að vera frjálst að fara milli deilda á vinnustaðnum án þess að réttindi þeirra skerðist. Þama er námskráin í lykilhlut- verki, hennar starf er að samræma vinnu- brögð í grunnskólum landsins þannig að tryggt sé að böm alls staðar á landinu öðlist sömu grunnþekkingu í skólanum. Það hefur fleira áhrif á starf í grunnskólum en nám- skráin, tíðarandinn hverju sinni og rödd þjóðfélagsins skilar sér alltaf inn í skólana og í alla þætti skólastarfsins, jafnt lífsleikni sem móðurmál. Námskráin er ætluð kennurum til stuðn- ings en um leið er hún vissulega ætluð sem stjómtæki á þennan hóp fólks sem er treyst fyrir því að vera með bamahóp innan fjög- urra veggja kennslustofunnar. Þetta sama stjómtæki grípa svo kennarar oftar en ekki á lofti og beita á nemendur eldri bekkjanna: „Þú átt að læra þetta, það stendur í nám- skránni.“ Æðstu yfirvöld menntamála hér á Iandi hafa látið það skýrt í ljós að námskráin sé trygging foreldra og mælitæki þeirra á skólastarf. Námskránni er þar með ætlað allt í senn að stýra, rökstyðja og hafa eftirlit með skólastarfi. Við kennslu textagerðar lát- um við þess ósjaldan getið að þegar texti er skrifaður þá sé mikilvægt að velta fyrir sér hver eigi að njóta textans. Hver er markhóp- urinn fyrir textann. í ljósi þess hversu stór og litskrúðugur neytendahópur námskrár- innar á að vera má telja það kraftaverki næst að hún hafi yfir höfuð náð því markmiði að vera útgefin. Uppbygging nýju námskrárinnar finnst mér á margan hátt skemmtileg og aðgengi- leg. Öll heftin tólf eru byggð upp á sama hátt þannig að um leið og lesandi hefur kynnt sér einn hluta námskrárinnar þá er leiðin að hinum hlutunum 11 greið. Ef við nú hugum að námskránni í íslensku sérstak- lega þá er formálinn hreinlega heillandi. Námskránni er skipt í fjögur svið og böm sem eiga íslenskt táknmál að móðurmáli og böm sem eiga önnur tungumál en íslensku að móðurmáli fá markmið með íslensku- kennslu löguð að sínum aðstæðum. Þetta verð ég að telja framför og ákaflega jákvætt að yfirvöld viðurkenni að böm með íslenskt talmál sem annað mál koma ekki á sama hátt að íslenskunámi og þau böm sem eru að læra móðurmál sitt, hópurinn hefur mis- munandi forsendur fyrir málanáminu og stefnir því ekki alveg að sömu markmiðum. I inngangi að námskrá í íslensku fyrir grunnskóla segir (bls. 7): „I aðalnámskrá grunnskóla er námsgrein- in íslenska skipulögð sem heildstæð náms- grein auk þess sem þjálfun í íslensku er felld inn í allar námsgreinar grunnskóla. I nám- skránni er einnig lögð mikil áhersla á öflugt samstarf við heimilin um þjálfun í íslensku á öllum stigum grunnskóla." Sem kennari í skóla, sem leggur áherslu á samþættingu greina og sveigjanlegt skóla- starf, get ég ekki annað en fagnað viður- kenningu á heildstæðu skólastarfí þar sem námsgreinar eru ekki settar í kassa merkta viðeigandi námsefni eða hlutaðar sundur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.