Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 30
 eftir akademískum vísindagreinaviðmiðun- um, heldur stefnt að markmiðasetningu sem stuðlar að heildstæðri kennslu, börn læri í grunnskóla vinnubrögð sem nýtast þeim í námi og starfi en ekki bara þurr þekkingar- atriði. í fyrmefndum inngangi að aðalnám- skránni í íslensku er beinlínis lögð áhersla á þessa þætti. Á blaðsíðu 9 segir: „... hugtaka- kerfi bókmenntafræði og málfræði verði ekki meginviðfangsefni í sjálfu sér heldur verði hugtökin kynnt, kennd og notuð í tengslum við umfjöllun um talað mál og ritað, til stuðnings og skilningsauka“ og seinna á sömu síðu: „Islenskukennsla á að vera heildstæð í grunnskóla þar sem lögð er áhersla á innbyrðis tengsl þátta og viðfangs- efna, innbyrðis jafnvægi þeirra og eðlilega stígandi í náminu." Nú er sannarlega ástæða til hátíðarhalda, búið að setja markmið sem að öllum líkind- um falla vel að kennslu, aðalnámskráin er ítarleg þannig að vinna við skólanámskrá hlýtur að verða aðgengilegri en áður þegar til stuðnings er aðalnámskrá sem leggur áherslu á heildstæða kennsluhætti. En óttinn læðist að rnanni þegar í ljós kemur að líka er búið að hluta markmið kennslunnar niður í örsmáar einingar, næstum því eins og á gátlista þar sem hægt er að tikka við hvert atriði sem lokið er og setja upp helgisvipinn: Búin að kenna! Hér tel ég ástæðu til þess að staldra við og sjá hvaða möguleika nýja námskráin gefur kennurum, gagnrýnendum skólastarfs, yfir- völdum menntamála og höfundum náms- efnis fyrir grunnskóla. Hugum fyrst að kennurum og til þess að hafa nú reglulega gaman af þessu er best að byrja á því að alhæfa um kennara og flokka þá í niður í mismunandi hópa. Fyrstir eru hræddu kennaramir sem sífellt óttast um að þeir séu ómögulegir og ekki að gera rétt. Þeir fá með nýju námskránni stuðningstæki sem bendir þeim á hvað þeir eiga að kenna, stingur jafnvel upp á hvemig og bendir þeim á aðferðir til þess að meta það sem þeir eru að kenna. Ef viljinn er fyrir hendi er jafnvel hægt að flokka íslenskutím- ana samkvæmt viðmiðunarstundaskrá niður í þættina sex sem námskráin skiptir íslensk- unni í og kenna atriði, sem tengjast mark- miðunum, í þeirri röð sem þau birtast í nám- skránni. Næstir eru kennararnir sem fara sínar eigin leiðir, hafa alltaf kennt íslensku á ákveðinn hátt og ætla ekki að fara að hætta því þótt út sé komin ný námskrá. Þeir finna líka eitthvað við sitt hæfi í námskránni, með því að leita að markmiðum sem falla að þeirra eigin kennslu, aðlaga önnur og vísa svo í setningu í formála námskrárinnar þar sem góðfúslega er bent á að skólar geti rað- að þrepamarkmiðum á annan hátt en fram kemur í námskránni. Nú vil ég nefna til sögunnar samvisku- sömu kennarana sem taka námskrána og ætla að vinna eftir henni. Þeim er í raun ekki hætta búin; þeir geta hvort heldur sem er leitað eftir markmiðum sem lúta að þeirra kennsluháttum og kennsluverkefnum eða skoðað fyrst markmiðin og síðan ákveðið verkefni og viðfangsefni sem hæfa mark- miðunum, allan tímann leitast þessir kenn- arar þó við að hafa kennsluhættina sveigjan- lega og kennslu þekkingaratriða heildstæða. Að lokum vil ég kalla til sögunnar náms- efnis-kennarana sem vonandi eru allir nú þegar búnir að senda ráðherra og Náms- gagnastofnun tölvupóst og spyrja hvenær von er á námsefni sem fylgir þessari fínu námskrá. Þá er líklega átt við bókaflokkinn „Islenska fyrir grunnskóla 1.-10. hefti. Nemendabók, vinnubók og kennarahand- bók“. Gefum okkur að í öllum kennurum blundi lítið eitt af öllum þessum flokkum fólks og þá sjáum við að kennarinn er í ákveðnum vanda staddur. Hvaða hluta sjálfsins á að virkja til þess að vinna úr öllum þessum möguleikum námskrárinnar merkingarbæra heild, kennsluáætlun sem í senn er flokkuð í þekkingar- og námsmarkmið en þó um leið ákaflega heildstæð og sveigjanleg, miðuð að þörfum allra nemenda og aðstæðum hverju 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.