Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 19
brotnir niður í áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkjar og einnig í 10 þrepamarkmið, sem samsvarar 10 námsárum í grunnskóla. Ekki eru þó sett sérstök þrepamarkmið íyrir íslenskunám heymarlausra og íslenskunám nýbúa en gert ráð fyrir að áfangamarkmiðin séu útfærð fyrir nemendur og eftir því sem kostur er einnig tekið mið af þrepamarkmið- um sem skilgreind eru almennt fyrir íslensku. Síðan er það hlutverk kennara að skipu- leggja heildstæða kennslu á grundvelli þess- ara markmiða og hafa auk þess ýmsa þver- faglega þætti til hliðsjónar við skipulag kennslu. T.d. er hvergi í grunn- eða fram- haldsskólanámskránni gerð krafa um ákveðnar námsbækur, ákveðin ljóð, bók- menntatexta eða höfunda. Slíkt er ákvörðun- aratriði skólans. Hins vegar er skýrt kveðið á um það í námskránni að hverju skuli stefnt með íslenskukennslu á öllum stigum gmnn- skóla og í framhaldsskólum. Litið er á þrepa- markmiðin sem nánari útfærslu á áfanga- markmiðum þar sem fram kemur eðlileg stíg- andi í náminu allt frá upphafi gmnnskóla til loka. Hver nemandi á að fá viðfangsefni eftir því sem þroski, hæfni og áhugamál leyfa. Því geta nemendur á sama aldri verið staddir á mismunandi þrepum í námi. Skólar geta raðað þrepamarkmiðum á annan hátt en aðal- námskrá gerir og birt þau í skólanámskrá. í aðalnámskrá er fullyrt að traust kunnátta í íslensku sé ein meginundirstaða haldgóðr- ar menntunar. Islenskukennsla sé einn hornsteina grunnskólanáms og íslenska sé ásamt stærðfræði kjamagrein grunnskóla. I aðalnámskrá grunnskóla er námsgreinin íslenska skipulögð sem heildstæð náms- grein auk þess sem þjálfun í íslensku er felld inn í allar námsgreinar grunnskóla. I nám- skránni er einnig lögð mikil áhersla á öflugt samstarf við heimilin um þjálfun í íslensku á öllum stigum grunnskóla. Móðurmál eða íslenska er í eðli sínu flókin og margbrotin námsgrein. Þjóðtung- an, íslenska, gegnir mikilvægu hlutverki í því að efla þjóðemislega samkennd, ekki síst þegar um er að ræða fámenna þjóð eins og Islendinga. Námsgreinin fjallar m.a. unt þau menningarlegu verðmæti sem felast í móðurmálinu og íslenskum bókmenntum. Þar er líka fjallað um málið sem félagslegt fyrir- bæri þar sem meðal annars er nauðsynlegt að átta sig á breytileika í máli, til dæmis eftir landshlutum eða kynslóðum, og nauðsyn þess að temja sér ákveðið umburðarlyndi í þessum efnum. Móðurmálið er samskiptatæki sem er notað bæði í hagnýtu og listrænu skyni, til að tjá tilfinningar eða vekja þær, tjá skoðanir eða leita eftir þeim, afla upplýsinga og miðla þeim. Loks er í móðurmáli verið að fjalla um eitt megineinkenni hvers einstaklings, per- sónulegt málfar, sem er hluti af honum og sjálfsmynd hans. Því telst þekking á móð- urmálinu, eðli þess, sögu og sérkennum, nauðsynlegur þáttur í almennri menntun. Góð þekking á máli gefur og færi á að beita því af listfengi og að meta gott og vandað mál. Gildi móðurmáls er mikið fyrir hvem einstakling og þroska hans. Meðal nýmæla í þessari námskrá í ís- lensku er að tölvu- og upplýsingatækni verði eðlilegur þáttur í íslenskukennslu á öllum skólastigum og samstarfsverkefni allra kennara. I námskránni segir að mark- viss öflun og miðlun upplýsinga með aðstoð tölvu- og upplýsingatækni sé vaxandi þáttur í nútímasamfélagi. Þáttur tölvutækni í hvers konar ritun og ritvinnslu verður einnig æ mikilvægari. Traust undirstaða í móðurmáli og íslensku gerir nemendur hæfari til þess að tileinka sér þessa tækni, vega og meta á gagnrýninn hátt þær upplýsingar sem nálgast má með tölvutækni og margvísleg- um öðrum miðlum nútímans. Mikilvægt er að grunn- og framhalds- skólanemendur öðlist skilning á sögulegu, menningarlegu og félagslegu gildi máls og bókmennta, átti sig á eðli móðurmálsins og lögmálum þess og fræðist um málnotkun í fjölmiðlum. Mikilvægt er að nemendur nái góðri fæmi á öllum sviðum málnotkunar bæði í ræðu og riti, geti tjáð skoðanir, hug- myndir og tilfinningar og öðlist traust á eigin málnotkun. Þá er einnig mikilvægt að 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.