Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 40

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 40
þótt miklar breytingar hafi orðið á íslensku þjóðfélagi sem rétt er að kalla þjóðfélags- byltingu. 5 Á 100 árum hefur íslenskt þjóðfélag „ferð- ast“ þúsund ár, ef svo má að orði komast. Fyrir 100 árum var landið nýlenda undir danskri stjóm. Borgmenning Evrópu hafði ekki borist hingað en bændasamfélag fyrri tíðar var enn einrátt. Verkmenning hafði staðið í stað á flestum sviðum öldum saman, fólksflótti var rnikill í kjölfar harðæra, fá- tæktar og bjargarleysis og vantrú var á fram- tíð landsins. Menntun þjóðarinnar var lítil, skólar fáir og lítils megandi og heilsugæsla langt að baki því sem var í nágrannalöndun- um og einangrun landsins mikil. Er þess stundum getið til sannindamerkis um ein- angrun landsins á síðustu öld að fréttin af dauða Friðriks VII, sem andaðist 15. nóv- ember 1863, barst ekki til Islands fyrren með verslunarskipi sem kom til Skagastrandar 27. mars 1864 — hálfum fimmta mánuði eftir dauða konungs. Mánuði síðar, 26. apríl 1864, lagði séra Eiríkur Briem af stað frá Hjaltastað í Skagafirði suður á land og þegar hann kom í Borgarfjörð höfðu menn ekki frétt um andlát konungs þar um slóðir. Á 100 árum hefur íslenskt þjóðfélag breyst úr einhæfu og einangruðu bænda- þjóðfélagi í margskipt þjóðfélag á upplýs- ingaröld í stöðugum tengslum við umheim- inn. Menntun þjóðarinnar hefur stóraukist og er nú engu minni en menntun nágranna- þjóðanna. Verkmenning hefur breyst í grundvallaratriðum eftir að iðnbyltingin hélt innreið sína á íslandi tveimur öldum eftir að hún hófst úti í Evrópu. Vísindastarf og rannsóknir hafa stóreflst og verkkunnátta á sjó og landi er orðin svipuð því sem er í nágrannalöndunum. Heilsugæsla er ekki síðri en annars staðar í Evrópu og barna- dauði, sem fyrir rúmri öld var hæstur á Islandi allra Evrópulanda, er nú lægstur í heiminum. Islenskt þjóðfélag hefur því ferð- ast þúsund ár á einni öld. 6 En þótt íslenskt samfélag hafi breyst meira en önnur samfélög í Evrópu á þessari „öld öfganna" hefur íslensk tunga breyst minna en aðrar þjóðtungur í Evrópu. Til saman- burðar mætti taka danskt samfélag sem hefur breyst minna en íslenskt samfélag en danska hins vegar breyst meira en aðrar þjóðtungur, sennilega meira en nokkur önn- ur tunga í Evrópu. Hvað veldur? Hvers vegna hefur íslenska breyst minna en danska þótt íslenskt þjóðfélag hafi breyst meira en danskt, þótt kenningin segi að þessu eigi að vera öfugt farið? Það sem veldur miklu um þróun tungumáls og styrk þess er viðhorf samfélagsins til tungumálsins, afstaða málsamfélagsins til tungunnar og samhengi í tungu og bókmennt- um, lega landsins og gerð þjóðfélagsins. Islenskt þjóðfélag hefur frá upphafi haft sérstöðu meðal samfélaga í Evrópu. Orsak- imar eru sögulegar, félagslegar og stjóm- málalegar, efnahagslegar og menningar- legar, landfræðilegar, mállegar og jafnvel málsögulegar. Þá hefur sterk þjóðernis- vitund einkennt Islendinga frá fyrstu tíð, sem á sér eðlilegar orsakir, og þótt ekki sé í tísku að gerast formælandi sterkrar þjóð- ernisvitundar, og sums staðar talið jaðra við glæpsamlegt athæfi, verður ekkert fram hjá því komist að þjóðemisvitund - vitundin um upphaf sitt - er ein sterkasta kennd í hverjum manni. Þjóðemisvitund á að mín- um dómi lítið skylt við þjóðernisstefnu öfgasinna fyrr og síðar, þótt liinu sé ekki að neita að öfgasinnar hafa notað þjóðernisvit- und alþýðu manna sem eldivið í baráttu sinni um áhrif, auð og völd. Þjóðernisvitund Islendinga tengist frá upphafi vitund um sérstakt tungumál og þarf naumast að rekja þá sögu hér þótt ég freistist til að nefna að það var skáld sem fyrst not- aði orðið íslenskur, svo að vitað sé, en í Austurfararvísum Sighvats Þórðarsonar frá upphafi 11. aldar kemur orðið fyrst fyrir þar sem hann segir (Olafs saga helga. Heims- kringla. íslenzk fornrit XXVII, bls.140): 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.