Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 9
mínum á því hvers ber að krefjast af Háskól-
anum gagnvart íslensku máli og þeim sem
nota íslenska tungu, Islendingum.
Það eru tvenns konar hagsmunir, ef svo
má segja, sem hér eru í húfi fyrir íslensku
og tengjast hlutverki háskóla:
I Að hugsa á (slensku
Aðlögun alþjóðlegra fræða að íslenskum
aðstæðum.
Innflutningur á þekkingu.
Til þess að fræðin aðlagist samfélaginu
þurfa þau að vera á íslensku.
Þörf er íðorða og íslenska á að vera
kennslumál eftir því sem hægt er.
II íslensk frœði
Rannsóknir á íslensku máli, bókmenntum,
sögu, samfélagi og náttúru.
Rnmminn um HI og stjórnun hans
Fjárveitingar til kennslu við Háskóla Islands
fara nú eftir þjónustusamningi milli stjóm-
arráðsins og Háskólans sem var undirritaður
af menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og
rektor þann 5. október sl. Sá samningur er
afskaplega fáorður um það hvað kenna beri.
Það eina sem segir um hlutverk og markmið
er almenn tilvitnun í lög um Háskóla íslands
en hann skal „vera vísindaleg rannsókna-
stofnun og vísindaleg fræðslustofnun er
veitir nemendum sínum menntun til þess að
sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og
til þess að gegna ýmsum störfum í þjóð-
félaginu“. Raunar segir að Háskólinn muni
„á samningstímanum gera tillögu um nánari
útfærslu á hinu lögbundna hlutverki sem
feli m.a. í sér markmið til nokkurra ára og
árleg markmið, ásamt því að gera tillögu
um mælikvarða á starfsemi sína í samræmi
við samþykkt ríkisstjómarinnar um árang-
ursstjórnun í ríkisrekstri". Enn fremur segir
að á samningstímabilinu muni skólinn
„vinna sérstaklega að því 1) að nýta upplýs-
ingatækni við nám í skólanum og í fjamámi,
2) að stuðla eftir megni að auknum fjölda
útskrifaðra kennaraefna í raungreinum, 3)
að endurskoða reglur sem háskólaráð hefur
sett um stjómun fjármála og starfsmanna-
hald í framhaldi af breyttum lögum um skól-
ann og breytingum sem samningur þessi
mun hafa í för með sér“. Um rannsóknir í
háskólanum verður gerður sérstakur samn-
ingur síðar. Akvörðun um árlegt fjárframlag
rrkisins vegna kennsluverkefnisins verður
byggð á verðútreikningi í samræmi við
reiknireglur sem menntamálaráðuneytið set-
ur og fjölda nemendaígilda í reikniflokkum
(sem flokka kostnað við kennsluna, mis-
munandi eftir greinum).
I reynd þýðir þetta að háskólinn fær greitt
eftir fjölda nemenda sem innritast til prófs í
þeim greinum sem boðið er upp á. Augljóst
er að þessu fyrirkomulagi fylgja ýmsir kost-
ir frá sjónarmiði fjármálastjómunar. Meðal
annars að hægt er að skipuleggja kennsluna
betur og beina fjármunum þangað sem
þeirra er þörf og kerfið verður gagnsærra.
Einhver myndi kannski segja að við þess-
ar aðstæður sé ekki ástæða til að móta neina
stefnu um það hvemig Háskólinn þjónar
þörfum íslenskrar tungu; markaðurinn ráði
þessu. Fari markaðurinn fram á rannsóknir
og kennslu í íslensku máli mun HI að sjálf-
sögðu reyna að bjóða þann vaming en ef
ekki er eftirspurn eftir honum þýðir auð-
vitað ekki að bjóða hann fram í viðskiptum.
Hér ríkir með öðrum orðum markaðsfrelsi.
Við þetta minnka auðvitað hin beinu póli-
tísku áhrif yfir Háskólanum og ekki verður
eins auðvelt að segja honum fyrir verkum í
einstökum atriðum. En er þá ekki hætta á að
heildarstefnan fyrir Háskólann gleymist?
En rétt eins og menn vilja tryggja „dreifða
eignaraðild" þegar eignir ríkisins eru seldar
er stjómvöldum í lófa lagið að stjórna mark-
aðnum með því að taka það fram í samning-
um við Háskóla Islands og aðra háskóla
hvað ríkisvaldið vill fá fyrir snúð sinn.
Ég minntist á markaðinn og hugsanlegar
kröfur ríkisvaldsins á hendur háskólum og
skyldur við íslenska tungu en ég hef ekki
minnst á einn aðila þessa máls, sjálfa mennta-
gyðjuna. Háskóli Islands er rannsóknar-
9