Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 23

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 23
ANNA ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR S Islenska í leikskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 1996 gaf Félag íslenskra leikskólakennara, með tilstyrk menntamálaráðuneytisins, út litla ljóðabók sem nefnist Ljóð eftir leikskóla- börn. Þar eru ljóð eftir 3-5 ára börn í leik- skólum víðs vegar um land. Ég ætla að hefja mál mitt á því að lesa eitt Ijóð eftir 5 ára dreng sem heitir Jóhann og var í leikskól- anum Stekk á Akureyri. Það heitir Hestur og hljóðar svo (bls. 11): Þegar ég var í þykjustunni hestur þá borðaði ég gras í alvörunni. Leikskólastigið er fyrsta skólastig barna þótt ekki séu börn skólaskyld. A þessu ári (1999) kom út í fyrsta sinn Aðalnámskrá leikskóla sem leysti af hólmi Uppeldis- áœtlun fyrir leikskóla (1993). Þessi nýja aðalnámskrá kom út á sama tíma og aðal- námskrár fyrir grunnskóla og framhalds- skóla og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Það vekur vonir um meira samstarf og sam- fellu í skólastarfi og ekki síst í menntun kennara. Nú er öll kennaramenntun komin á háskólastig og leikskólakennarar og grunn- skólakennarar menntast hlið við hlið í Kennaraháskóla íslands. Það gefur aukna möguleika á samþættingu og samstarfi á mótum þessara tveggja skólastiga enda er mælst til slíks í aðalnámskrám þeirra beggja. Þá má einnig binda nokkrar vonir við inngöngu leikskólakennara í hið ný- stofnaða kennarafélag. í Aðalnámskrá leikskóla segir (bls. 8): „Aðalnámskrá leikskóla er sett af mennta- málaráðherra með sama hætti og reglugerðir og skulu leikskólakennarar og rekstraraðilar taka mið af henni. Hún lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf. Aðalnámskrá leikskóla er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf í leikskólum og á að mynda sveigjanlegan starfsramma. A grundvelli þessa leiðarvísis á sérhver leik- skóli að gera eigin skólanámskrá." Þannig fær hver leikskóli nokkurt sjálf- ræði og er það vel. En öllum leikskólum er gert skylt að sinna alhliða þroska bama, hlúa að öllum þroskaþáttum, efla þá og örva samspil þeirra. Ekki eru miklar breytingar á móðurmáls- þættinum í Aðalnámskrá leikskóla frá Upp- eldisáœtluninni sem hún leysti af hólmi. Reyndar er aðalnámskráin ekki mikil að vöxtum miðað við aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Kann það að skýrast að einhverju leyti af því að leikskólaböm eru ekki skólaskyld og því að leikskólafræði eru fremur þroskamiðuð en fagmiðuð eins og segir í kaflanum um leiðir að markmiðum. Engu að síður má lesa út úr þessari nýju aðalnámskrá að miklar kröfur eru gerðar til leikskólakennara um mállega fæmi og mál- leg samskipti þótt ekki séu þær kröfur orð- aðar beint alls staðar þar sem þær gætu átt við. Málþroskinn er einn af þroskaþáttunum sem leikskólakennarar eiga að sinna. Hann er samofinn öðrum þroskaþáttum og örvast helst í miklum mállegum samskiptum og fjölbreyttu starfi og leik. Ekki er skilgreint í aðalnámskránni hvað felst í málþroska eða hvaða fæmi á að þjálfa en talað er um að auka orðaforða, ræða við bam í leik og starfi, hvetja barn til að tjá sig, segja frá og ræða við aðra, að lesa fyrir bam, segja því sögur og ævintýri og fara með þulur og kvæði. Þetta eru þau atriði sem eru endur- tekin og nánar útfærð undir liðnum málrœkt sem er eitt af námssviðum leikskólans. Þar er lögð áhersla á að flétta málörvun inn í sem flesta þætti leikskólastarfsins og sér- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.