Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 18
á þjálfun í töluðu máli, lestri og lesskilningi
og ritun, þ.m.t. réttritun. Námsgreinin ís-
lenska í grunnskóla á því að vera heildstæð
þar sem lögð er áhersla á innbyrðis tengsl
þátta og viðfangsefna, innbyrðis jafnvægi
allra þátta og eðlilega stígandi í náminu.
Islenska er viðamesta námsgrein grunn-
skóla, með 6 kennslustundir að lágmarki í
1.-4. bekk og 5 stundir að lágmarki í 5.-10.
bekk grunnskóla. Samræmd próf eru haldin
í íslensku í 4., 7. og 10. bekk samkvæmt
grunnskólalögum.
I aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku
eru sett fram lokamarkmið fyrir alla náms-
þætti íslensku miðað við lok brautarkjarna á
bóknámsbrautum. Markmiðin eiga einnig
flest við um íslensku í starfsnámi. Islensku-
námið er skipulagt í afmörkuðum áföngum.
Hver áfangi byggist á áfangalýsingu,
áfangamarkmiðum, efnisatriðum og ábend-
ingum um námsmat. I brautarkjama bók-
námsbrauta, þ.e. á málabraut, félagsfræða-
braut og náttúrufræðibraut, er gert ráð fyrir
15 einingum í íslensku. I námskránni er gert
ráð fyrir sömu markmiðum í íslensku og
sambærilegu inntaki á öllum brautum.
Framhaldsskólar geta hins vegar útfært
markmið og efnisatriði með ólíkum hætti,
bæði eftir aðstæðum, áhuga og brautum.
Fyrstu 6 einingar framhaldsskólanáms í
íslensku eru settar fram í þremur tveggja
eininga áföngum. Það er einkum gert til
þess að hægt sé að nota þær áfangalýsingar
í íslenskukjama bóknáms og starfsnáms.
Ekkert er því til fyrirstöðu að framhalds-
skólar skipuleggi þessar 6 einingar í tveimur
þriggja eininga áföngum en slíkt er
útfærsluatriði og skal koma fram í skóla-
námskrám einstakra skóla.
Til viðbótar við 15 eininga brautarkjama
er í námskránni skilgreint 6 eininga mis-
munandi viðbótamám í íslensku á kjör-
sviðum mála- og félagsfræðabrauta. Um er
að ræða tvo þriggja eininga áfanga fyrir
hvora braut. Nemendur á náttúrufræðibraut
geta einnig valið kjörsviðsáfanga í íslensku.
Nemendur á málabrautum geta einnig valið
kjörsviðsáfanga félagsfræðabrautar í ís-
lensku og öfugt. Mælt er með að nemendur
taki a.m.k. einn bókmenntatengdan áfanga
og einn málfræðiáfanga.
Loks er í aðalnámskrá framhaldsskóla
skilgreindur sérstakur tjáningar- og sam-
skiptaáfangi sem nemendur geta valið á
öllum námsbrautum enda er sérstök þjálfun
í tjáningu talin mikilvæg. I námskránni er
sérstaklega bent á að þessi áfangi sé bæði
hagnýtur og mikilvægur fyrir nemendur á
öllum brautum framhaldsskóla og því ætti
að hvetja þá til að velja hann sérstaklega
sem hluta af frjálsu vali. I umfjöllun um
talað mál og framsögn er tekið fram að
mikilvægt sé að tengja þjálfun í töluðu máli
og framsögn við bókmenntalestur, lestur
ýmissa annarra texta og mál og málnotkun.
Æskilegt er talið að tengja þjálfun í töluðu
máli og tjáningu sem mest við einstaka
íslenskuáfanga í framhaldsskólum þannig
að stígandi í tjáningamáminu verði eðlileg
og að framhaldsskólanemendur fái ríkuleg
tækifæri til tjáningar. Af þeim sökum er
ekki skilgreindur sérstakur skylduáfangi í
tjáningu í framhaldsskólum.
íslenska í grunn- og framhaldsskólum
I upphafi aðalnámskrár er fjallað um náms-
greinina íslensku í grunn- og framhaldsskól-
um og því næst um nám og kennslu. Þeir
kaflar eru í meginatriðum eins fyrir bæði
skólastigin en þó er vikið að fleiri þáttum í
framhaldsskólahlutanum, t.d. hvað varðar
bókmenntir, málfræði og tungutækni. Síðan
er í báðum námskránum sérstakur kafli um
námsmat sem er í meginatriðum eins, bæði
almenn umfjöllun og dæmi um matsað-
ferðir. I námskránum eru sett lokamarkmið
fyrir alla námsþætti íslensku í grunnskóla.
Sérstök lokamarkmið eru einnig sett fyrir
íslenskunám nýbúa, þ.e. um íslensku sem
annað tungumál fyrir nemendur sem tala
annað móðurmál. Einnig eru sett lokamark-
mið fyrir íslenskunám heyrnarlausra og
táknmálsnám heyrnarlausra. I aðalnámskrá
grunnskóla eru allir þættir íslensku einnig
18