Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 47
beggja. Finna þarf færar leiðir í þessu máli
en augljóst er að sýna verður aukið umburð-
arlyndi gagnvart nýbúunt hvað málnotkun
þeirra varðar, enda stafar lítil hætta af því að
fyrsta kynslóð nýbúa læri ekki málið til
hlítar. Auk þess er umburðarlyndi gagnvart
máli annarra hluti af þeirri mannvirðingu
sem er hluti af menntun og homsteinn í
virku lýðræði.
21
En þótt íslenska standi nú sterkar en nokkru
sinni eru ýmsar blikur á lofti, eins og ég hef
reynt að rekja hér. Fámenn þjóð verður að
huga að tungu sinni og menningu í þessu
umróti og þótt mikið hafi áunnist í málrækt-
arstarfi á íslandi undanfamar tvær aldir og
íslensk tunga standi traustar en nokkru sinni
er þörf á umræðu um málnotkun, málvernd
og málrækt í heild sinni. Fyrir mitt leyti tel
ég að setja beri lög um málstefnu íslenskra
stjómvalda.
A sínum tíma var stofnun Islenskrar mál-
nefndar mikilsvert skref í átt að opinberri
málstefnu. Stofnun málnefndarinnar átti sér
langan aðdraganda. Arið 1950 lagði þáver-
andi menntamálaráðherra, Bjöm Olafsson,
fram frumvarp til laga um Akademíu Is-
lands. Átti akademían að hafa forustu um
allt er varðaði rœkt við íslenska tungu og
stuðlaði að því að varðveita stofn hennar
lifandi og óspilltan og auðga hana í sam-
rcemi við erfðir hennar og eðli (Halldór
Halldórsson og Baldur Jónsson, Islensk
málnefnd 1964-1989. Afmœlisrit, 1993, bls.
15). Akademía íslands átti að vera mál-
vemdar- og málræktarstofnun og voru hug-
myndir sóttar til Academie frangaise, sem
stofnuð var 1635, og til Svenska Akademien,
sem stofnuð var 1786. Frumvarpið var tekið
til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis 26.
janúar 1951 og vísað til annarrar umræðu og
menntamálanefndar - en sofnaði í nefnd.
Með bréfi 30. júlí 1964 var íslensk mál-
nefnd síðan stofnuð, er dr. Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra setti nefndinni starfs-
reglur, en nefndin átti að annast nýyrða-
staifsemi sem tii þess tíma hafði farið fram
á vegum menntamálaráðuneytisins með
atbeina orðabókanefndar Háskóla Islands.
Auk þess átti nefndin „að gegna svipuðu
leiðbeiningar- og málvemdarhlutverki og
málnefndir annars staðar á Norðurlöndum
og hafa samstarf við þær“ (Fréttabréf
íslenskrar málnefndar, 11. maí 1982, bls.
4). Árið eftir voru Islenskri málnefnd settar
formlegar reglur þar sem tekið er fram að
nefndin væri ráðgjafarstofnun sem bæri „að
veita opinberum stofnunum og almenningi
leiðbeiningar um málleg efni á fræðilegum
grunni" (bls. 6). Minni metnaður kom fram
í starfsregium fyrir Islenska málnefnd frá
1965 en í frumvarpi um Akademíu Islands
árið 1950. Starf Islenskrar málnefndar hefur
engu að síður verið farsælt enda þótt það
yrði minna en ætlast var til í upphafi (sjá
frekar Islensk málnefnd 1964-1989. Afmœlis-
rit, 1993).
Með lögum nr. 80/1984 var stofnuð
Islensk málstöð og tók hún formlega til
starfa í upphafi árs 1985. Með stofnun Mál-
rœktarsjóðs kom enn fram aukinn metnaður
í íslensku málræktarstarfi (sjá frekar Mál-
fregnir 5,1, 1991). Hafa margir lagt málinu
lið og er ekki á nokkum hallað þótt sérstak-
lega sé nefnt nafn Baldurs Jónssonar
prófessors.
22
Islensk tunga mun áfram vega þyngst í varð-
veislu sjálfstæðrar menningar og stjórnar-
farslegs fullveldis þjóðarinnar. Landfræði-
leg og menningarleg einangrun landsins,
sem áður varð til þess að tungan hélt velli,
dugar ekki lengur. íslenskt þjóðfélag hefur
ekki sömu sérstöðu og áður og alþjóða-
hyggja mótar viðhorf Islendinga - ekki síst
viðhorf ungs fólks sem er meiri heimsborg-
arar og óbundnara heimahögum en fyrri
kynslóðir, enda stundum talað um „hinn
nýja Islending" sem láti sér í léttu rúmi
liggja hvar hann er búsettur og hvaða mál
hann talar, aðeins ef hann hefur starf og laun
við hæfi og getur lifað því lífi sem hann kýs.
47