Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 36

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 36
fátt er þá vel gert. I gamla daga var þetta kallað að komast yfir efnið fyrir próf og þjónaði eingöngu þeim tilgangi að friða kennarann, hann hafði komist yfir pens- úmið, lokið sínu verki - en nemendumir? Eg vona bara að þeir missi ekki ríkisborg- araréttinn þótt þeir standist ekki kröfur áfanganna. Já, vel á minnst, græjurnar? Líkast til eru helstu nýjungarnar tengdar þeim, þar bíður okkar móðurmálskennaranna spennandi verkefni, við erum orðnir tölvukennarar. Nú verð ég að játa á mig harla ófræðimannleg vinnubrögð því að ég hef ekki hugmynd um tölvukost framhaldsskóla landsins og ekkert gert til þess að afla upplýsinga um hann, hvorki á Netinu né annars staðar. Ef til vill er skólinn minn í fornlegra lagi hvað það varðar eins og í svo mörgu öðru. I gömlum og útslitnum skóla, eins og ég starfa við og löngum hefur búið við svelti ríkis en þó einkum borgar, er nú til u.þ.b. ein tölva á hverja 15 til 20 nemendur. Telst það gott eða slæmt ástand? Tölvurnar eru nýlegar, þökk sé íslenskum athafnamönnum sem útskrifast hafa frá skólanum. Hingað til hafa tölvu- kennarar kennt á græjumar í svokölluðum tölvuverum, en það fyrirkomulag mun tíðk- ast víðar, þótt við móðurmálskennarar höf- um skotist inn með hóp og hóp þegar pláss hefur verið laust til þess að kynna sitt lítið af hverju eins og hana Ritbjörgu og púkana. Nú er líkast til meiningin að dýrmætir og sjaldséðir fuglar eins og tölvukennarar verði tölvufræðikennarar og kenni merkilegri fræði en ritvinnslu og annað þess háttar og fái til þess sérhæfðari hópa en öll hin almennari tölvuvinnsla verði eftir hjá okkur móðurmálskennurunum. í fjölmennum skóla, sem telur hartnær 900 nemendur og hefur á að skipa 8 til 9 móðurmálskennur- um, em ætíð margir tímar í greininni í gangi í einu yfir daginn. Þar duga skammt tvö tölvuver og tölvukostur allur ef fylgja skal námskrárbundinni tölvunotkun í öllum áföngum. Komast mætti þó af með eina kennaratölvu auk ýmissa tengla og inn- stungna þegar nemendur verða komnir með fistölvumar sínar. Eg starfa að vísu ýmist í friðuðu húsnæði eða húsnæði sem bíður niðurrifs sem kallar á úrlausn vandamála sem ég nenni ekki að fara út í hér en sný mér að öðru, blessuðum nemendunum. Imyndum okkur að við sitjum inni í tölvu- væddri móðurmálskennslustofu, sem að vísu er líka búin ýmsum bókakosti en auð- veldara er að nálgast þær upplýsingar á Net- inu því að þá þurfa nemendur ekki að standa upp og sækja bækumar, oft þunga doðranta. Móðurmálstími er að hefjast, allir gemsar em á sælent en eigendumir geta fylgst með því hvort einhver nauðsynleg messids berist og skreppa þá á klósettið. Nemendur kveikja á nettum og nettengdum fistölvum sínum en kennarinn er vel undirbúinn og hefur keyrt upp öll sín forrit svo að á skjánum hans sést aðeins skemmtilegur skrínseifer, „allir tímar eru móðurmálstímar", sem hann hefur kóperað hjá félaga í Samtökum móðurmáls- kennara. Það líður nokkur stund þar tii stýri- kerfi og forrit nemenda eru fullræst og við blasir litaskjárinn að baki augnvemdandi síunni. En hvað er að finna á þessum skjá? Hvaða tungumál á móðurmálskennarinn að nota þegar hann biður nemendur sína að framkvæma hinar og þessar aðgerðir? Oneit- anlega myndast nokkur togstreita þegar hann biður um að opnaðar séu ákveðnar skrár en nemandinn sér aðeins open file svo aðeins langeinfaldasta dæmið sé tekið. Farðu í font, finndu times, farðu svo í format og finndu bold og underline, eru aðrar einfaldar skip- anir. Það er ekki fyrr en nemandinn er farinn að slá eitthvað inn að íslensk orð eru, von- andi, tekin að birtast á skjánum. Þannig er ástandið núna þegar við erum að framleiða einstaklinga út í hinn tölvuvædda heim. Þó mun tölvurisinn Microsoft vera með þýðingarpakka í gangi af fádæma örlæti sínu svo að margt stendur til bóta. Ekkert skal farið út í málaferli og einokunartil- hneigingar þessa fyrirtækis hér en fróðir menn segja mér að sú þýðing endist í tvö ár, þá verði komin ný útgáfa sem þýða verði frá 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.