Málfregnir - 01.12.1999, Page 21

Málfregnir - 01.12.1999, Page 21
umræðum um margvísleg málefni í stórum og litlum hópum. Nemendur eiga að þjálfast í stafsetningu, ritun fjölbreytilegra verkefna og frágangi þeirra, bæði með persónulegri rithönd og með aðstoð tölvu- og upplýsingatækni. Leggja skal áherslu á að nemendur vinni verkefni í anda ferliritunar, þ.e. skrifi í skrefunt, og fái þjálfun í að umrita texta og bregðast við athuga- semdunt annarra. Einnig eiga þeir að fá tilsögn og þjálfun í notkun heimilda. Nemendur eiga að fá ríkuleg tækifæri til að nýta tölvutæknina til upplýsingaöflunar og -miðlunar og þjálfast í gagnaleit á skólasafni og víðar. Námskrárhöfundar lögðu ekki mikla áherslu á beina málfræðikennslu í fyrsta áfanga í íslensku í framhaldsskóla. Rökin eru einkum þau að málfræðikennslan hafi verið það mikil í efstu bekkjunt grunnskóla að æskilegt sé að hefja framhaldsnám í ís- lensku á öðrum nótum, þ.e. leggja aukna áherslu á almenna málnotkun, almennt læsi í víðum skilningi og ritun hvers konar. Það er einnig gert til að áfanginn geti nýst á hagnýtan hátt í öllu verk- og starfsnámi. Dæmi um framsetningu þrepamarkmiða í grunnskóla Aðalnámskráin skilgreinir skýrar kröfur og nákvæm markmið í skólastarfi. Hún á að auðvelda kennurum og nemendum að ná árangri og jafnframt eiga stjómendur skóla og foreldrar að geta betur fylgst með því hvort þeim árangri sé náð. I aðalnámskrá grunnskóla í íslensku birtast að stofni til sömu þrepamarkmiðin frá 8. bekk til 10. bekkjar þótt vissulega sé gert ráð fyrir eðli- legri stígandi í náminu. Oraunsætt er að nem- endur nái öllum þrepamarkmiðum í 10. bekk á einum vetri. Það er á valdi hvers skóla að raða þessum markmiðum innan áfangans í 8.-10. bekk. Á þessum þriggja ára tíma þurfa kennarar að vega og meta stöðuna gagnvart markmiðum hvers árgangs þangað til sam- fellan myndast. Hér verða birt nokkur dæmi til fróðleiks um þrepamarkmið í 10. bekk grunnskóla úr öllum þáttum íslensku. Þess má geta að þrepamarkmiðin í 10. bekk í ís- lensku eru rúmlega eitt hundrað talsins. Nokkur þrepamarkmið fyrir 10. bekk grunnskóla Nemandi • afli sér heimilda á bókasafni og á tölvu- tæku formi til frekari úrvinnslu • geti beitt mismunandi lestri; leitarlestri, skimlestri, yfirlitslestri, nákvæmnislestri, hraðlestri og lestri stiklutexta á Netinu • geri sér grein fyrir mikilvægi radd- verndar, slökunar, réttrar öndunar og líkamsbeitingar við framsögn • öðlist sjálfsöryggi í framsögn og fram- komu með viðeigandi verkefnum • þjálfist í að segja skopsögur, bæði eigin og annarra, í stærri hópum og greina frá spaugilegum atvikum • geti horft og hlustað á gagnrýninn hátt á fréttir, umræðuþætti og auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi • kannist við allar stafsetningarreglur og reglur um greinarmerkjasetningu og geti stafsett rétt almennan texta • geti skrifað skilmerkilega um eigin reynslu, hugsanir, skoðanir og tilfinn- ingar • geti skrifað formlegt bréf og atvinnu- umsókn með viðeigandi æviágripi • kynnist heimi íslendingasagna með því að lesa og ræða um eina Islendingasögu í fullri lengd • lesi ítarlega og ræði um eina nútíma- skáldsögu • hraðlesi tvær skáldsögur, þýddar eða frumsamdar, og geri grein fyrir þeim skriflega eða munnlega • lesi og fjalli um fjölbreytt úrval ljóða eftir samtímahöfunda • þekki og geti útskýrt mun á mismun- andi bókmenntaformi; smásögu, skáld- sögu, leikriti, heimildasögu, þjóðsögu, ævintýri, þulu, bréfi, dagbók, ljóði, prósaljóði og stöku • geti fjallað um þjóðfélagsleg einkenni sem endurspeglast í bókmenntum 21

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.