Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 3

Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 3
ARI PALL KRISTINSSON Málrækt: hvernig, hvers vegna? Aður birt í Lesbók Morgunblaðsins 17. mars 2001. —Ritstj. Málstefna, málpólitík, málrækt I öllum málsamfélögum hefur mótast mál- stefna, þ.e. skráð eða óskráð „stefna“ um mál og málnotkun. Það má t.d. kalla það ákveðna málstefnu að málnotendur á tilteknu landsvæði nota eitt tungumál en ekki annað. Einhvers konar óskráðar eða skráðar venjur um málnotkun við mis- munandi aðstæður (s.s. á opinberum vettvangi, við trúarathafnir, í skólum, í viðskiptum o.s.frv.) virðast fylgja öllum málsamfélögum. I ýmsum ríkjum er torveldara en á Islandi að ná víðtækri sátt um slíka málstefnu í samfélaginu. Þar kemur margt til. Ekki er til dæmis nóg með að mállýskur geti verið fjölmargar og ólíkar heldur eru ýmis dæmi um ríki með tugi og jafnvel hundruð mismunandi tungumála. Segja má að hér á íslandi sé samband íbúanna og eina opinbera tungumálsins nánast eins einfalt og hægt er að hugsa sér: langflestir íbúarnir eiga íslensku að móðurmáli og mállýskumunur í landinu er sáralítill. Þessi einsleitni, þetta tiltölulega einfalda og gróna samband íbúanna við íslenskt mál kann að vísu að breytast til muna á íslandi á næstu árum og áratugum eftir því sem menning okkar verður margbrotnari. í málræktarfræði er alvanalegt að greina annars vegar á milli stöðu tungumáls gagnvart öðrum málum ásamt þáttum sem hafa áhrif á þá stöðu og hins vegar atriða sem hafa áhrif á það hvernig tiltekið mál er notað og hvernig það þróast. Um hið fyrra mætti nota á íslensku orðið málpólitík og um hið síðara málrækt. Loks má nota orðið málstefna sem yfirhugtak sem felur í sér í senn málpólitík og málrækt enda er það í samræmi við þá málvenju sem hefur verið að mótast í umræðunni hér á landi. Sem dæmi má nefna að það er hluti af íslenskri málstefnu að hér á landi sé íslenska opinbert tungumál (þetta atriði félli nánar tiltekið undir hugtakið málpólitík) en það er einnig hluti íslenskrar málstefnu að búa til íslensk nýyrði (það félli nánar tiltekið undir hugtakið málrækt). Hugtökin íslensk málrækt og íslensk málstefna eru svolítið vandasöm í notkun enda hlýtur málrækt og málstefna á íslandi að geta tekið til fleiri mála en íslensku þótt hún sé þjóðtungan, eina opinbera tungu- málið á Islandi. I því sambandi er nær- tækast að benda á að íslendingar og aðrir, sem búsettir eru á íslandi lengur eða skemur, eiga mörg fleiri móðurmál en íslensku: íslenskt táknmál, pólsku, taí- lensku, norsku o.fl. Þennan varnagla verður að hafa í huga þegar rætt er um íslenska málrœkt og íslenska málstefnu. En með hliðsjón af þeirri venju, sem skapast hefur, er með þessum hugtökum hérna aðeins átt við málrækt og málstefnu sem beinist að íslensku. Erlend mál og tvítyngi Þáttur stjórnvalda í að móta málstefnu, sem kemur til móts við fjölmenningarlegt samfélag á íslandi, er e.t.v. augljósastur í skólakerfinu. Þar hafa lofsverðar breytingar og framfarir orðið á allra síðustu árum að því er varðar menntun barna sem eiga önnur móðurmál en íslensku (sjá t.d. Guðna Olgeirsson 1999). í nýrri aðal- námskrá grunnskóla, sem tók gildi 1999, er tekið á menntun barna sem eiga annað móðurmál en íslensku, þar á meðal tákn- 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.