Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 7

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 7
íslendingum vörur sínar og þjónustu undir erlendum heitum, 3)-4) talsvert er nú kennt á ensku í háskólum hér og 5) Islendingar fylgjast með mörgum sjónvarpsstöðvum þar sem efni er einungis flutt á ensku. Málrækt og þjóðerni Umræður um íslenska málrækt bera þess stundum merki að málræktin er tengd hugmyndum um íslenskt þjóðerni sterkum böndum. A því er sú skýring nærtækust að „[íjslenska lýðveldið er enn ungt að árum og þjóðernisbaráttan er því fersk í minningu margra“ (Guðmundur Hálfdanar- son 1996:9). Kjartan G. Ottósson mál- fræðingur segir (1990) um tímabilið frá því um miðja 19. öld fram að fullveldi 1918 að þjóðinni hafi orðið „ljóst að tungan gegndi mikilvægu hlutverki í sjálfstæðis- baráttunni og taldi það skyldu sína að hlúa sem best að henni. Tungan var talin vera það sem framar öðru gerði Islendinga að sérstakri þjóð með ákveðin þjóðréttindi, auk þess sem hún var á vissan hátt lifandi vottur um forna frægð og hvatti þannig samtímamenn til dáða. Jafnframt var því haldið á lofti sem almennu lögmáli að ástand tungunnar fylgdi ástandi þjóðar- innar yfirleitt“ (1990:76). Ur slíkum og þvílíkum viðhorfum má jafnframt lesa að erfitt sé að hugsa sér íslendinga sem þjóð nema þeir eigi sér sérstakt tungumál. Og oft er einnig undirskilið að þá sé ekki átt við „eitthvert ótiltekið eigið tungumál“ heldur þá íslensku sem töluð hefur verið í landinu frá upphafi og enn er notuð. Sá skilningur er t.a.m. áréttaður hjá Baldri Jónssyni málfræðingi (1990:8) - og þar talinn almennari og útbreiddari - að þegar talað sé um málvernd og að varóveita tungu þjóðarinnar, m.a. í „stefnuyfirlýsingum helstu stjórnmálaflokka landsins", sé við það átt að „málinu sé haldið svo lítt breyttu að hver sem það kann sé læs á íslenskt mál allra alda“ (1990:8). 1 forystugreinum, hátíðarræðum og víðar er íslensk tunga oft tengd við íslenskt þjóðerni og algengt er að vitnað sé til orða Snorra Hjartarsonar um land, þjóð og tungu, þrenningu sanna og eina. Eins og Guðmundur Hálfdanarson sagn- fræðingur bendir á (1996:8) eru hugmyndir um mikilvægi tungumálsins fyrir þjóð- ernisvitundina hvorki nýjar af nálinni í íslenskri þjóðmálaumræðu né einstæðar fyrir íslenska þjóðernisvitund. En þarf að rökstyðja íslenska málrækt með því að vísa til þess að hún sé grundvöllur íslensks þjóðernis? I raun og veru ekki. Taka má undir með Astráði Eysteinssyni (1998) sem segir: „Eflaust má sjá tengsl milli [íslenskrar málræktar] og þjóðernislegrar hefðar en hún stenst hins vegar án áherslu á þau tengsl eða viðgang þeirra" (1998:12). „[Við] þurfum ... ekki að styðjast við rök um sérstæði íslensks „þjóðernis“ til að verja íslenskan málstað; kappnóg er af menningarlegum og fagurfræðilegum forsendum fyrir tilvist þessa máls“ (1998:13). Hér að framan hafa m.a. komið fram ýmis hagnýtisrök fyrir íslenskri málrækt eins og hún hefur verið stunduð (einkum nýyrðastefnunni). Og óþarft er að fjölyrða um nauðsyn þess að varðveita menningar- verðmæti á borð við íslenskt mál ein- faldlega á þeim forsendum að þau hafa gildi í sjálfum sér. Undanfarna mánuði hafa verið að koma upp á yfirborðið í íslenskri þjóðmála- umræðu straumar af sama toga og valdið hafa usla í stjórnmálum og þjóðlífi grannlandanna. Hér á ég við öfgakenndar þjóðernishugmyndir sem miða að því að reisa múra milli fólks af ólíkum uppruna. Málræktarsinnum, sem andsnúnir eru slíkri hreyfingu, þykir gott að vita til þess að Islendingar geta áfram með góðum, sjálfstæðum rökum varið og stundað íslenska málrækt án þess að þurfa að vísa til þjóðernishugtaka sem kunna að verða skrumskæld. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.