Málfregnir - 01.12.2002, Page 13
löngunin aflvana var eigi nóg, heldr að hann
átti jafnfrarat að safna hug og dug, þekkíng
og kunnáttu, trúleik og réttleik, í einu orði
sagt, verða sjálfr frjáls, og þá raundi hann
með iðni og sparsemi fá safnað réttfengnum
auði, er einn gefr sæla nautn og er sigrsælt
verkfæri í hugrakkri hendi til að vinna að
fraraför og farsæld mannsins sjálfs og
mannfélagsins. Öll hugbleyði var nú farin úr
brjósti hans, og með henni öll leiðindi og
óánægja, eyrad og kúgun, því sú hugsun getr
aldrei fengið rúm í frjálsu og hugstóru
brjósti, að láta nokkru sinni bugast af
eymdinni eðr kúgast af mönnunum.
Unglíngrinn eltist, varð mentaðr dugandis-
maðr, og kom aldrei til hugar að flýa ættjörð
sína, því hann vissi vel, að Island var landa
frjálsast meðan landið bygðu frjálsir menn,
og svo mundi það jafnan verða.“
(Arnljótur Ólafsson 1880[1988]:10)
Arnljótur leit svo á að hér á landi yrði
engin byggð ef ekki væri frelsi í
viðskiptum. Og þó að það þurfi ekki svo
að vera, þá hygg ég þó að allir Islendingar
geri ráð fyrir því að búseta hér á landi og
íslensk tunga séu samofin. Því getum við
framlengt niðurstöðu Arnljóts þannig:
Frjáls viðskipti eru forsenda þess að
íslensk tunga lifi.
En ætli það gagnstæða gildi? Hefur
íslensk tunga líka gildi fyrir viðskiptin?
Skoðum þetta stuttlega. Jafnvel þar sem
við kunnum ekkert í máli heimamanna
getum við yfirleitt bjargað okkur. Stundum
grípum við til annars máls sem við kunn-
um slangur í og viðmælendur okkar líka. I
Finnlandi grípa menn til skandinavísku-
blendings, í Austur-Evrópu gengur þýskan
víða en flestir Islendingar grípa eflaust
fyrst til enskunnar, jafnvel í Danmörku þar
sem við höfum lært mál innfæddra árum
saman. Það er reyndar kostulegt að sjá
íslendinga tala ensku í Kína eða á Spáni
þar sem augljóst er að sá sem rætt er við
skilur ekki orð í málinu. Sumir beita þá
þeirri aðferð að tala hægar og hærra, þeim
sem fyrir verða til lítils skilningsauka.
Einum man ég eftir sem reyndi frönskuna
yfirleitt á þeim alþýðumönnum pólskum
sem ekki skildu ensku. Sjálfur hef ég oft-
ast notað íslensku við slík tækifæri, t.d. í
búðum eða á veitingastöðum. Hingað til
hefur þessi samskiptaaðferð gengið ágæt-
lega því þó að viðmælendur hafi í raun
ekki skilið eitt einasta orð þá kemst merk-
ingin með einhverju móti til skila. Þessi
reynsla mín gæti því bent til þess að tungu-
málakunnátta væri alls ekki nauðsynleg til
þess að eiga viðskipti. En því fer þó fjarri
að mér detti í hug að halda því fram að
með þessari aðferð geti menn náð langt þó
að með henni geti maður keypt sér minja-
gripi eða fatnað. Samskiptin yrðu fljótlega
býsna fábrotin ef tungumál, sem báðir tala,
vantaði.
Flest viðskipti eru að sjálfsögðu mun
flóknari en prútt um mexíkóskar styttur
eða kínverskar myndir. Ætli menn að
stofna til umfangsmikilla viðskipta er það
beinlínis nauðsynlegt að notað sé nákvæmt
orðalag og þá auðvitað á máli sem báðir
skilja. Flestir Islendingar átta sig vel á því
að vegna þess hve fámenn þjóðin er og
lengst af afskipt eru ekki margir út-
lendingar sem tala okkar mál. Þess vegna
verðum við að sætta okkur við að ekki sé
talað á okkar móðurmáli í samskiptum
okkar við útlendinga. Einhvern tíma þurfti
ég að eiga viðræður við Norðmenn. Sá sem
kom fyrstur á fundinn spurði glað-
hlakkalega hvaða mál við ættum að tala á
fundinum: „Skal vil snakke gammel-
norsk?“ og fékk um hæl svar frá félaga
mínum: „Nej, gammel-norsk gár ikke,
men i Island kan vi godt lide gammel-
dansk.“ Niðurstaðan varð reyndar sú að
töluð var enska. Það kann að vekja upp þá
spurningu hvers vegna við töluðum ekki
dönsku eða skandinavísku (sem er einhvers
konar hrognamál sem Islendingar telja sér
trú um að allir Norðurlandabúar skilji án
þess að við þurfum að fylgja nokkrum
reglum um framburð eða málfræði). Flestir
13