Málfregnir - 01.12.2002, Page 14

Málfregnir - 01.12.2002, Page 14
svara spurningunni þannig að best sé að tala ensku sem sé móðurmál hvorugs og samningsaðilar því á jafnréttisgrunni í viðræðunum. Þetta eru svo sem ekki slæm rök þó að í raun sé ástæðan kannski óþarfa feimni Islendinga við að tala önnur útlend mál en ensku. Meira að segja í viðskiptum við Færeyinga, en þar getum við þó oftast skilið þeirra ritmál og þeir okkar, notum við oft önnur tungumál í samningum. Ástæðan er væntanlega sú að sá rnunur, sem þó er á málunum, gæti valdið af- drifaríkum misskilningi. Ég er þá kominn að þeirri niðurstöðu að ekki tjói að berja höfðinu við steininn. Islenska verði ekki samskiptamál landa á milli í viðskiptum í fyrirsjáanlegri framtíð. Því er það alveg augljóst að þeir sem ætla sér að eiga viðskipti við útlönd verða að kunna góð skil á erlendum málum og þeim líklegast fieiri en einu. En hvert er gildi íslenskrar tungu í viðskiptum ef hún er gagnslíti! í skiptum við útlendinga? Jú, þó að Islendingar séu vissulega miklir viðskiptajöfrar og drjúgir í samskiptum við útlönd þá er obbi okkar viðskipta engu að síður innanlands. Hér á landi eru nú þegar erlendir menn í fullu starfi, menn sem kunna sáralítið eða ekkert í íslensku. Þetta á bæði við um verkamenn í alíslenskum fiskvinnsluhúsum og for- stjóra í fyrirtækjum í eigu útlendinga. Það sannar að kleift er að vinna á íslandi og eiga viðskipti við íslendinga hérlendis án þess að tala okkar göfuga mál. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr kemur sú spurning upp hvort íslenskan sé ekki óþörf í viðskiptum innan lands sem utan. Við vitum að viðskipti eiga menn um heim allan og af því sést að íslenskan er ekkert skilyrði fyrir því að menn geti stundað kaupskap. Spurningin, sem nærtækari er og skiptir okkur máli, er þessi: Er íslenska skilyrði fyrir því að viðskipti séu stunduð hér á landi? Á viðskiptaþingi vorið 2001 setti Frosti Bergsson fram þá hugmynd að rétt væri að íslendingar yrðu tvítyngdir. íslenskan yrði að vísu fyrsta mál en enskukennsla yrði efld þannig að í raun yrðu menn jafnvígir á bæði málin. Alþjóðasamskipti og viðskipti væru nú orðin svo mikilvæg að það gæti háð þjóðinni ef hún yrði ekki jafnvíg á ensku og íslensku. En þessi aukna enskumenntun kallar á fórnir. Frosti segir: „Við þurfum einfaldlega að fara í gegnum ákveðna greiningu til þess að komast að því hvað það er sem við viljum virkilega standa vörð um í menningu okkar og leggja áherslu á það.“ Tillaga Frosta féll í grýttan jarðveg hjá Sölva Sveinssyni sem sagði: „Enska er ónýtt mál á Islandi fyrir Islendinga! Rétt eins og þýzka, franska og spænska. Við getum ekki talað saman af sömu nákvæmni um daginn og veginn á útlenzku! Við búum hér og málið hentar okkur.“ Ekki er ég viss um að þessar röksemdir Sölva vegi þungt en hitt er ljóst að svo náið sambýli tveggja tungna hefði varanleg áhrif á íslensku. Reynsla úr nýlendum Englendinga eða frá Sovét- ríkjunum bendir þó ekki til þess að jafnvel mikill og náinn samgangur ýti þjóðtungum til hliðar á einum mannsaldri. En dropinn holar steininn og smám saman lagast smærra tungumálið að því stærra. Öfugt verður það örugglega ekki. Margir hafa furðað sig á því að ekki sé meira um írsk áhrif á íslensku því að hér hafi á víkingatímum verið margt írskra þræla. Það væri fróðlegt að vita hvort pólskra áhrifa væri farið að gæta í máli fólks í fámennum sjávarplássum hér á landi þar sem Pólverjar eru orðnir allstór hluti íbúa. Á ákveðnum svæðum í fyrrum nýlendum Breta tala menn ensku allan daginn í viðskiptum sín á milli en koma svo heim að kvöldi og tala sitt móðurmál og alls ekki allir sama málið. Ástæðan er þó eflaust sú að enskan er tækið sem tengir menn saman sem tala ólík mál fremur en að hún hafi yfirburði sem samskiptatæki. Hér á landi höfum við þegar slíkt tæki sem tengir þjóðina saman. 14

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.