Málfregnir - 01.12.2002, Side 15

Málfregnir - 01.12.2002, Side 15
Ég vék að því að hér á landi eru allmargir útlendingar við störf. Þegar haldin eru þjóðamót úti á landi koma þar saman einstaklingar sem tala tugi tungumála sem móðurmál. Ljóðlínur Einars Ben.: „orð er á Islandi til, um allt sem er hugsað á jörðu“ eru örugglega nær sanni núna en nokkru sinni fyrr. Einar segir nefnilega „á Islandi" en ekki „á íslensku“. En það væri líka rétt að aldrei hafa fleiri orð verið til á íslensku um hugtök í fjölmörgum fræðigreinum og hefur okkur þar farið fram síðan á dögum Odds biskups Einarssonar. En víkjum aftur að útlendingunum. I nokkrum tilvikum sitja erlendir menn í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Það mun heyra til undan- tekninga að þeir læri íslensku heldur ætlast þeir til að sér sé sýnd sú virðing að enska sé töluð á fundum þar sem þeir eru staddir. Ég hef sjálfur reynslu af því að sitja í stjórn fyrirtækis með erlendum mönnum og jafnvel þó að flestir stjórnarmenn hafi búið erlendis um lengri eða skemmri tíma og verið ágætlega mælandi á ensku þá kom það engu að síður oft fyrir að mönnum vafðist tunga um tönn þegar tala þurfti um sérhæfð hugtök. Allt gekk þetta þó slysa- laust en það væri rangt að segja að slíkir fundir gengju jafn-greiðlega fyrir sig og þar sem allir tala sitt móðurmál. Nú þegar er það svo að samningar um ýmis efni, sem menn eiga sín á milli hér á landi, eru á ensku. Þetta er algengt þegar menn eru að kaupa hugbúnað sem upprunninn er erlendis en um þetta eru ntiklu fleiri dæmi, til dæmis í skipakaupum eða tryggingum þar sem menn undirrita langa, staðlaða samninga á ensku. Eflaust er þetta gert í hagræðingarskyni því að gert er ráð fyrir að bæði kaupendur og seljendur geri sér glögga grein fyrir samningsákvæðum. A þessu sviði er lík- legt að umfang ensku eigi eftir að vaxa hér á landi. Hvergi hef ég heyrt að þessir samningar á ensku hafi orðið til þess að kunnátta eða færni í íslensku hafi minnkað. Kennsla í viðskiptafræði hér á landi styðst yfirleitt við enskar bækur og í sumum tilvikum er jafnvel kennt á ensku. Auðvitað verður þetta til þess að nemendur verða líka að tileinka sér íslensku heitin. En þetta á við um flestar fræðigreinar og reyndar hafa flestir fræðimenn á öllum sviðum dvalist lengri eða skemmri tíma við nám og störf erlendis. Samneyti við útlendinga er ekki svo hættulegt tungunni eitt og sér. Það sjáum við á höfuðskáldunum Jónasi, Stefáni G. og Einari Ben. Hættan felst ekki í því að vel upplýstir menn hafi mikið samneyti við útlendinga heldur þvert á móti í því að meðvitundin hverfi og útlenskan læðist inn í málið án þess að við verðum hennar vör. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég fræðilega grein um það hvaða efna- hagsáhrif það hefði fyrir Islendinga að tala sérstakt mál í stað þess að tala ensku. Greinin nefndist: „Hvað kostar að tala íslensku?“ Þannig vildi til af tilviljun að hún vakti nokkra athygli á alþjóðavettvangi og barst frásögn af henni hingað til lands eftir að sagt var frá helstu niðurstöðum í ritinu Economist. En þó að greinin sé öllum aðgengileg voru samt sem áður fáir sem höfðu fyrir því að lesa hana en margir tóku því illa að einhver velti slíku fyrir sér. Gömul kona sagði í Velvakanda að menn, sem skrifuðu svona, yrðu í útlöndum dæmdir fyrir landráð og menntamála- ráðherra sagði: „Nú sjáum við líka, að talnaspekingar setjast niður við að reikna það út, hvað megi spara með því að hætta að nota íslensku. Vona ég, að við verðum aldrei svo fátæk andlega eða veraldlega, að við teljum hag okkar best borgið með því að leggja móðurmálið til hliðar“ (Björn Bjarnason 1999). Nú var þetta reyndar alls ekki svo heldur sagði þvert á móti í upphafi greinarinnar: „Fyrirsögnin [Hvað kostar að tala íslensku?] er dæmalaust óskammfeilin og margir telja eflaust að mönnum ætti helst aldrei að koma í 15

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.