Málfregnir - 01.12.2002, Side 16

Málfregnir - 01.12.2002, Side 16
hug slík spurning, hvað þá setja fram í grein. En samt sem áður er spurningin áleitin því ef svar við henni finnst þá fæst allgóð hugmynd um það hvaða verði Islendingar eru að kaupa það að vera sjálfstætt samfélag með sérstakan menningararf. Hann er þjóðinni mikils virði og til þess að varðveita hann færa menn fórnir. Hér á eftir verður fjallað um það hverju þjóðin kostar til með því að tala íslensku og hvaða tungumál önnur koma til greina. Með þessu móti geta menn betur metið hvort íslensk menning hefur fengist á kostakjörum eða hvort þjóðin er kannski að greiða hana allt of dýru verði. Það er svo líka áhugavert að velta því fyrir sér hvort íslenskt mál er undirstaða sjálfstæðis landsins. Sé svo kann íslenskan að hafa sérstakt hagrænt gildi, því margir telja að sjálfstæð þjóð leggi harðar að sér en sú sem er undir erlendum herrum." (Benedikt Jóhannesson 1998:303) Niðurstaðan var sú að kostnaðurinn, eða verðmæti tungunnar ef þannig væri á málið litið, væri um 4% af þjóðar- framleiðslu. Undir lok greinarinnar segir: „Það er erfitt að meta menningu til fjár en um það verður ekki deilt að hún er mikils virði. 1 þessari grein er skrifað um þann árangur sem næðist, ef þjóðin tæki þá meðvituðu ákvörðun að hætta að tala íslensku og þykir eflaust sumum margt mælt af gáleysi. En hvað ef það gerist án þess að nokkur ætli sér það? Margar erlendar þjóðir blanda enskum orðum í sitt mál óhikað. Þessa gætir nokkuð hér á landi, en þó er málvernd sterkari hér en víða annars staðar. Enskra áhrifa gætir í orðaröð og í orðatiltækjum. Þessi þróun spillir íslenskunni án þess að bæta enskukunnáttu." (Benedikt Jóhannesson 1998:314) Greinin var sem sé alls ekki skrifuð til þess að leggja til að við tækjum upp ensku í stað íslensku. Ekki frekar en að grein sem ég skrifaði um kostnaðinn við að halda jól á íslandi hefði það að markmiði að Islendingar legðu af jólahald. Þetta hefðu allir hæglega getað kynnt sér með því að lesa greinina en gefa sér ekki fyrir fram efni hennar. Það er enginn vafi á því að nauðsynlegt er að efia íslenskukunnáttu landsmanna og sér í lagi þeirra sem fást við viðskipti. Virðing fyrir þeim sem talar rangt, fer með málvillur eða talar með hreim eða enskuskotið er minni en hinum sem talar og ritar fagurt og rökrétt mál. Fyrir allnokkrum árum var maður úr við- skiptalífinu kosinn á Alþingi og eins og svo mörgum öðrum sem komast að var honum daginn eftir kjördag efst í huga þakklæti. Hann sagði í viðtali við sjónvarpið: „Ég vill þakka þessum og svo vill ég þakka hinum.“ Ég vil þakka guði fyrir að þessi maður er ekki lengur á þingi. Meirihluti viðskiptafræðinga (sem og allra Islendinga) er þágufallssjúkur. Fyrir nokkru heyrði ég lækni flytja fyrirlestur um rekstur, skörulegan og skýran og þótti mér mikið til koma. Það eina sem þó situr eftir af fróðlegu erindi var niðurlag síðustu glærunnar. „Læknum vantar ...“ og ekki man ég framhaldið en hitt varð mér ljóst að lækna og viðskiptafræðinga vantar til- finnanlega tilsögn í málfræði. Við getum þó huggað okkur við að hann sagði ekki „læknirum vantar". Islenskan er fagurt tæki í höndum þeirra sem kunna vel með hana að fara. Hún opnar okkur dyr að sögunni, að bók- menntaheimi og menningu sem glatast ef tungan glatast. Ég hef haft gaman af því að heyra viðbrögð manna við fyrirtæki sem ég kom nýverið að því að stofna, Hauk- þingi. Nafnið, sem sótt er í minningarljóð Jónasar Hallgrímssonar um Bjarna Thor- arensen, hefur orðið til þess að ljóðið hefur að undanförnu verið prentað og lesið í fjölmiðlum og ég hef í kjölfarið heyrt á tal manna um rómantísku stefnuna og deilur um hana á 19. öld. Svona getur eitt orð, 16

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.