Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 19

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 19
BERGUR TOMASSON Leiðbeinandi reglur um umritun úr taílensku Greinin er hluti af lengri ritgerð Bergs Tómassonar. Meðal þess sem finna má í ritgerðinni, en er sleppt hér, má nefna tilraun til (frœðilegrar) umstöfunar, ýtarlegri umfjöllun um tóna í taílensku, lengri greinargerð um taílensk töluorð, fleiri dœmi um taílensk mannanöfn og tíu sinnum lengri íslensk-taílenskan orðalista. -Ritstj. Tildrög verkefnisins Þessar leiðbeinandi reglur voru unnar sem Nýsköpunarsjóðsverkefni sumarið 2002 í samstarfi við Fjölmenningarsetur á Vest- íjörðum og Islenska málstöð. Umsjónar- maður frá Háskóla Islands var Kristján Arnason prófessor í íslensku. Elsa Arnar- dóttir frá Fjölmenningarsetrinu hafði sam- band með hugmyndina við Kristján en hann bar hana undir nema sem sátu námskeiðið Mál og samfélag. Einn þeirra, Bergur Tómasson, tók verkið að sér. Elsa vissi af þörfinni fyrir reglur af þessu tagi. Til dæmis áttu bókasöfn í vanda við að skrá taílenskar bækur og ekki var heldur hægt að skrá nöfn Taílendinga í réttri mynd með íslenskum stöfum. Taílensk nöfn hafa því stundum verið notuð i enskri mynd hér á landi en sumir hafa tekið upp ný nöfn eða aðlöguð. Reglunum var því meðal annars ætlað að stuðla að samræmi í skrásetningu nafna þótt líklega sé það of seint í einhverjum tilfellum. Snemma í maí 2002, þegar ljóst var að styrkur fengist til verksins, var haldinn fundur í Islenskri málstöð. Þar voru Bergur, Kristján, Elsa og Ari Páll Kristinsson sem yrði fulltrúi málstöðvar- innar. Rætt var um verkefnið og það mótað meira. Ákveðið var að málstöðin myndi útvega staðal um umritun taílensku á ensku sem nota mætti til hliðsjónar. Þá var vitað um taílenskumælandi fólk sem gæti verið til aðstoðar og ákveðið var að hafa samband við Andreu Sompit Siengboon og Robert Eddison. Um miðjan maí héldu Bergur, Andrea og Robert fund þar sem Taíland og taílenska voru rædd, Robert lagði fram gögn um rittáknin og lánaði auk þess málfræðibók um taílensku. Það var meira en nóg efni til að koma verkefninu af stað. Málfræðibókin nýttist ekki síst til að gefa innsýn í tónakerfi tungumálsins sem virðist byrjendum oft flókið. Eftir þetta fór vinnan af stað, fundnir voru haldnir nokkrum sinnum yfir sumarið, ýmist hjá Andreu eða í málstöðinni. Andrea veitti ráðgjöf um taílensku en þeir Kristján og Ari um íslensku. Staðallinn var sóttur snemma í júní og einnig fékkst lánuð taílensk-ensk orðabók og kort yfir rittáknin. I lok júní hitti Bergur einnig Kesöru Anamthawat- Jónsson sem er prófessor við líffræðiskor Háskóla Islands. Hún veitti upplýsingar um nöfn í taílensku. Nöfnin áttu að vera til að gefa dæmi um notkun reglnanna en síðar var ákveðið að nota til þess aðallega orðalista frá Andreu (einn tíundi hluti listans fylgir hér á eftir). Nöfn í taílensku eru dálítið annars eðlis en í íslensku, til dæmis er ekki mikið um algeng nöfn heldur eru þau oft einstæð. Eftirnöfn og ættarnöfn eru enn fremur vandmeðfarin og fullpersónuleg mál til að taka inn í svona verkefni. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.