Málfregnir - 01.12.2002, Side 39

Málfregnir - 01.12.2002, Side 39
innleiða einhverjar reglur um höfundarrétt þegar íslensk lífverunöfn eiga hlut að máli þannig að ekki sé leyfilegt að breyta þeim nöfnum sem þegar hafa verið skráð á prenti eða taka upp ný nöfn í þeirra stað. Slíkar reglur hafa lengi verið í gildi varðandi fræðinöfn tegunda og flokka og gildir þar jafnan sú regla að elsta nafnið, sem fullgildur (latneskur) lýsingartexti fylgir, skuli hafa forgangsrétt og eru tegundaheiti (og jafnvel flokkaheiti) jafnan merkt með skammstöfun þess sem nafnið gaf. Frá þessari meginreglu eru þó ýmsar undantekningar. Ég held að slíkar forgangsreglur séu tæplega réttlætanlegar hvað íslensku heitin varðar og myndu líklega verða til að hindra eðlilega endurnýjun og þróun þessa nafnaflokks. Þær gætu orðið til að festa gömul og óhentug nöfn í sessi og komið í veg fyrir að nöfnum sé breytt til batnaðar. Auk þess væri ekki hægt að skylda neinn til að fara eftir þeim. Nafngiftanefndir I flestum ríkjum Evrópu munu vera til sérstakar nefndir sem hafa það verkefni með höndum að dæma um nýnefni á lífverum og gefa út lista með útvöldum nöfnum sem nefndarmenn eru sammála um að mæla með. Ingimar Oskarsson (1948) mun fyrst hafa stungið upp á því að koma á fót slíkri nefnd hérlendis. Ný tegundanöfn eru langoftast valin eða sköpuð af einstaklingum sem þekkja vel til viðkomandi lífveruflokks og hlýtur smekkur þeirra að ráða miklu um valið. Að jafnaði held ég að þeim sé betur treystandi, hvað smekkvísi og notagildi nafnanna varðar, en einhverri opinberri nefnd. Því er þó ekki að neita að nafn- giftanefnd gæti verið gagnleg, m.a. til að úrskurða um samnefnd stofnnöfn og velja úr samnefnum erlendra dýra og plantna. Árið 1987 var sett á fót plöntunafnanefnd, fyrir forgöngu Jóhanns Pálssonar sem þá var garðyrkjustjóri Reykjavíkur. I henni sátu Jóhann Pálsson, Óli Valur Hansson, Ólafur B. Guðmundsson, Sigurður Blöndal og Gunnlaugur Ingólfsson. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að fjalla um harðgerða runna og tré vegna endurskoðunar á bók Ásgeirs Svanbergssonar (1982) um það efni. Greint er frá niðurstöðum í þremur greinum í Garðyrkjuritinu (1988, 1989 og 1991). Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi hefur nefndin ekki starfað síðan 1991. Skráning plöntunafna Það gefur auga leið að við alla þessa nýnefnasmíð hljóta sömu stofnnöfnin stundum að koma upp á tveimur eða fleiri kvíslum (ættum, bálkum). Til að koma í veg fyrir það er nauðsynlegt að einhvers staðar sé haldin skrá yfir öll stofnnefni og jafnvel tegundaheiti og hægt sé að fá aðgang að henni hvenær sem er. Sumum finnst það í lagi þótt stofnheiti séu eins ef samsett tegundanöfn eru frábrugðin en svo tel ég ekki vera. Samnefnd stofnheiti hljóta alltaf að bjóða ruglingi heim. Hörður Kristinsson telur að ekki sé viðlit að losna við öll samnefnd stofnheiti plantna því að mörg þeirra hafa unnið sér ríka hefð. Sem dæmi má nefna stofnheitið Klukka sem hefur verið notað á a.m.k. 4 háplöntukvíslir, eina mosakvísl og eina sveppakvísl. Árið 1973 var á vegum Lystigarðs Akureyrar byrjað að skrásetja íslensk plöntunöfn í prentuðum heimildum og vann Þórir Haraldsson kennari það verk í fyrstu. Þetta var gert vegna eindreginna óska frá almenningi um að plöntur garðsins yrðu merktar íslenskum nöfnum við hlið hinna latnesku. Því varð að búa til mikið af íslenskum plöntuheitum og voru þau tekin jafnóðum inn í skrána. Þetta var spjaldskrá sem í fyrstu var raðað eftir fræðinöfnum en síðar var öðru eintaki raðað eftir íslenskum heitum, m.a. til að forðast tvínefningar. Ólafur Björn Guðmundsson lyíjafræð- ingur hafði þá einnig um nokkurt skeið 39

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.