Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 40

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 40
skráð íslensk nöfn á garðplöntum á spjaldskrá sem geymd var hjá Garð- yrkjufélagi Islands í Reykjavík en hvorugur þessara aðila vissi af skrásetningu hins. Arið 1985 lét Hörður Kristinsson, sem þá var prófessor við Háskóla Islands og starfaði á Líffræðistofnun í Reykjavík, endurrita skrá Lystigarðsins á tölvu og nafntaka nýjar heimildir og naut hann aðstoðar líffræðistúdenta við þetta verk. Árið 1988 tók Hörður aftur upp þráðinn á Náttúrufræðistofnun Norðurlands á Akureyri þar sem hann var þá orðinn forstöðumaður. Síðan hefur skráin verið þar til húsa, eða öllu heldur heima hjá Herði því hann hefur mest unnið við þessa skráningu í frístundum. Skráð hafa verið öll íslensk plöntunöfn, sem til hefur náðst, eftir frumsömdum og þýddum plöntu- bókum á íslensku, sömuleiðis mikið af óbirtum nöfnum úr safni grasgarðanna á Akureyri og í Reykjavík. Þar hafa einnig verið skráð íslensk heiti, gömul og ný, á mosum, þörungum, fléttum og sveppum sem mörg eru óbirt. Ein heimild er að jafnaði skráð fyrir hverju nafni sem sýnir hvaðan nafnið kom fyrst inn í skrána. Allmargar erlendar tegundir hafa fleiri en eitt íslenskt heiti í skránni sem oftast hafa orðið til vegna þess að þýðendur hafa ekki haft aðgang að neinni heildarskrá yfir íslensk plöntunöfn. Tegundir eru að jafnaði skráðar eftir því fræðinafni sem notað er í heimildinni en mörg þeirra hafa breyst og því er mikið um samnefni meðal fræði- nafnanna. I árslok 2001 innihélt skráin um 17 þúsund færslur með öllum samnefnum. Nýlega var byrjað að setja gild fræðinöfn á tegundirnar og velja úr íslensku nöfnunum, þannig að eitt hafi forgang, og sameina öll íslensk heiti hverrar tegundar í eina færslu með aðalnöfn í einum dálki og samnefni í öðrum. Lætur nærri að skráin muni minnka um helming við þá endurskoðun. Við erlendu plönturnar hefur Hörður notið aðstoðar Dóru Jakobsdóttur sem hefur langa og dýrmæta reynslu við ræktun og uppeldi plantna í Grasagarði Reykjavíkur. Skráin er þannig gerð að raða má henni jafnt eftir íslenskum heitum sem fræði- nöfnum og bæði eftir fornafni (kvíslarheiti) og viðurnefni fræðiheitanna. Einnig má raða henni hvort sem er eftir fyrri hluta eða seinni hluta (endingum) íslensku nafnanna. Með því að raða eftir síðari (eða síðasta) hluta nafnanna má fá fram skrá yfir öll stofnnöfn (kvísla- eða ættaheiti) sem notuð hafa verið. Þessi skrá er nú aðgengileg í orðabanka Islenskrar málstöðvar í Reykjavík þar sem hægt verður að halda áfram endurskoðun hennar og bæta í hana nýjum nöfnum. Þeir hlutar, sem verða endurskoðaðir, verða að líkindum settir jafnóðum í birtingarhluta orðabankans þar sem allir geta slegið honum upp á Internetinu. Þá hefur Dóra Jakobsdóttir að eigin frumkvæði tekið saman skrá yfir íslensk og erlend ættanöfn háplantna. Þessi skrá var sett í orðabanka Islenskrar málstöðvar árið 1997 og hefur síðan verið í stöðugri endurskoðun. Hún er aðgengileg á Internetinu. Loks má geta þess að höfundur þessarar greinar hefur skráð íslensk sveppanöfn, annars vegar þau sem finnast í prentuðum heimildum fram til 1975 og hins vegar kvíslanöfn eða stofnnefni sem hann notar í handriti að Sveppabókirmi (2000). Síðari skráin er sérstæð að því leyti að i henni eru aðallega tillögur um nöfn. Afrit af henni er hjá Islenskri málstöð. Þakkir Eg vil þakka Ágústi H. Bjarnasyni, Dóru Jakobsdóttur, Herði Kristinssyni, Olafi Birni Guðmundssyni, Álfheiði Ingadóttur (Náttúrufræðistofnun) og Ara Páli Kristins- syni (Islenskri málstöð) fyrir mikilvægar upplýsingar og leiðréttingar á greininni. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.