Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 44
Umræða um orðfæri laganna hefur ekki
verið mikil hér á landi en talsverð í
engilsaxneskum löndum og einnig nokkur
á Norðurlöndum. Hjá okkur hefur þessi
umræða aðallega snúist um það fyrir
hverja dómar eigi að vera skrifaðir; fyrir
almenning, aðila að dómsmáli eða lögmenn
þeirra og aðra lögfróða. En einnig hefur
verið fjallað um einkenni þess sem mætti
kalla lagamál, bæði orðtak og stíl.2
I upphafi voru lög einföld og auðlærð og
ekki umfangsmikil ef þau voru skráð á
annað borð, til dæmis komust lög
babýlonska konungsins Hammu-rabis á
eina steinsúlu. I hinni miklu málsögu
sinni, Det danske sprogs historie3, telur
Peter Skautrup líklegt að lagamálið hafi í
upphafi tengst náið talmálinu, verið mál
framsögu, hlaðið minnum úr talmálinu
(Skautrup 1944:278-284). Áður en farið
var að rita lögin hafi þau varðveist eins og
sögur og vísur í minni manna og það sama
eigi við fyrstu aldirnar eftir að ritun hefst.
Rím og háttbundið hljóðfall hafi verið
notað til að auðvelt væri að muna
lagatextann4. Réttarreglurnar hafi þó verið
formfastari en aðrar frásagnir. Þetta hafi
verið nauðsynlegt vegna efnis þeirra og
tilgangs og til þess að gæta mætti
nákvæmni og skýrleika. Þegar í hinum
elstu textum er setningaskipunin önnur í
lagamálinu en í talmálinu. Mikil notkun
aukasetninga verður einnig strax áberandi
og samhengi þeirra og samsetning er ekki
alltaf skýrt mörkuð eða rökrétt. Skautrup
hallast að því að ýmis skringilegheit í
setningaskipan lagamálsins séu komin til
vegna latneskra áhrifa (Skautrup 1944:
282).
Enn eitt einkenni lagamáls, sem má
rekja allt aftur til þessa tíma, er tátólógía
eða tvítekningar eins og til dæmis bót og
betrun, lög og réttur, spott og spé, máttur
og megin. Hér er alls ekki um alvont
stílbragð að ræða og má halda því fram að
það gæði málið fegurð, eins og hljóðfallið,
ef því er hóflega beitt. Á hinn bóginn má
spyrja hver tilgangur laganna sé. Eiga þau
að vera fallegur texti eða skýr skilaboð?
Að fornu þurfti að vera auðvelt að muna
þau, án stuðnings ritaðs texta, og þá gat
tvítekning hjálpað. I nútímasamfélagi
hraða og endalauss áreitis, sem stjórnast
frekar af magni upplýsinga en minnis-
geymd, er orðfæð, gagnsæi og skýrleiki
ritaðs máls mikilvægt hjálpartæki.
Samkvæmt Peter Skautrup gætti ólíkra
áhrifa á þróun laganna á Norðurlöndunum.
Á Islandi og í Noregi áhrifa frá Englandi í
vestri, en í Danmörku og Svíþjóð sunnan
að. Telur hann að þetta kunni að skýra það
að lagaritun byrjaði heldur seinna í
Danmörku. Þegar frá líður er hins vegar
ljóst að áhrif frá Danmörku verða ríkjandi
á íslandi (Skautrup 1944:207). Lög eru það
fyrsta sem skráð er á Norðurlöndum, hér
2 Einkenni lagamáls eru m.a. talin fyrningar, erlend orð, mikil notkun miðmyndar, nafnorðastíls,
skilyrðissetninga og annarra aukasetninga sem gjarnan geyma alls kyns undantekningar frá
aðalreglunni. Thomas Jefferson, sem var samtímamaður Sveins Sölvasonar, gagnrýndi til dæmis
málfar á löggjöf síns tíma harðlega sem málæði og fyrir endurtekningar, flækjur og óskýrleika
(Jefferson 1905, tilvitnun frá Mellinkoff 1978:253).
3 Skautrup fjallar í I. bindi um eldri miðaldir (1100-1350). Reyndar segir hann lítið vera vitað um
talmálið á þeim tíma.
4 Annað atriði, sem í upphafi vitni um áhrif talmáls, telur Peter Skautrup vera áberandi notkun fornafna,
til dæmis „hann sem kærir" „sá sem verður fyrir sök“. Um sum þeirra atriða, sem hér hafa verið
nefnd, eru deildar meiningar meðal fræðimanna. Chris Sanders, fræðimaður við Árnastofnun í
Kaupmannahöfn, er til dæmis tortrygginn á hugmyndina um að lagamál hafi verið rímað og með
háttbundnu hljóðfalli og telur hana upprunna 1 þýsku rómantíkinni hjá Grimm. Þetta kom fram í
samtali sem við áttum fyrir nokkrum árum.
44