Bændablaðið - 23.10.2014, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
Á vegum Samtaka afurðastöðva í
mjólkuriðnaði (SAM) hafa verið
tekin saman gögn sem sýna að
þeirra dómi þann árangur sem
náðst hefur með hagræðingu hjá
mjólkuriðnaðinum.
Þessi gögn voru m.a. kynnt á
fundi með mjólkurframleiðendum
á Suðurlandi nýverið og eru birt hér
að hluta eins og þau hafa verið lögð
fram af SAM.
Tímabil hagræðingaaðgerða
Hagræðingaaðgerðir í mjólk-
ur iðnaði hófust með þjóðar-
sáttarsamningunum 1991. Árangri
af þeim aðgerðum var skilað beint
til neytenda í formi verðstöðvunar
mjólkurvara á heildsölustigi á
tímabilinu 1991–1996, eða í 5–6 ár.
Á þessu tímabili var sett
hagræðingarkrafa á mjólkuriðnaðinn
og bændur, sem í kjölfarið leiddi
til mikilla skipulagsbreytinga
í mjólkurvinnslu, svo og í
fyrirkomulagi sölu og dreifingar
mjólkurvara. Kostnaðarlækkun
náðist fram með fækkun afurða-
stöðva og sérhæfingu þeirra.
Á árunum þar á eftir, frá
1997–2003, var árangur skipulags-
breytinga að koma æ betur í ljós,
auk þess sem frekari fækkun og
sérhæfing afurðastöðva átti sér
stað. Í framhaldinu sköpuðu þær
aðgerðir meðal annarra forsendur
til að skila enn frekari árangri til
neytenda. Það var framkvæmt
með verðstöðvun á heildsöluverði
mjólkur og mjólkurvara næstu fimm
árin, það er að segja frá 1. janúar
2003 til 31. desember 2007, með
einni verðhækkun á tímabilinu upp
á 2,3% í janúar 2006. Í samráði við
fulltrúa launafólks í verðlagsnefnd
búvöru var ákveðið sameiginlega
að hækka ekki verð á heildsölustigi
út á markaðinn á tímabilinu. Hér
var um að ræða aðgerð sem átti að
skila rekstrarávinningi af fækkun
kúabúa og vinnslustöðva til bænda
og neytenda.
Réttaróvissu eytt
Sá hængur var þó á að á árinu
2002–2003 ríkti réttaróvissa um það
hvort afurðastöðvar í mjólkuriðnaði
hefðu heimild til þess að ná niður
kostnaði með því að starfa saman
að söfnun mjólkur, vinnslu, sölu og
dreifingu mjólkurafurða. Óvissan
snerist um það hvort þeim væri
heimilt að skipta með sér verkum
með sérhæfingu og jafna út tekjum
og gjöldum í sinni starfsemi sem
óhjákvæmilega þyrfti að koma til
ef kostnaðarlækkun ætti að nást
með sérhæfingu og verkaskiptingu
þeirra í milli. Til þess að bregðast
við þessu og eyða réttaróvissu um
heimild til þessa samstarfs setti
Alþingi sérákvæði í búvörulög nr.
99/1993 á árinu 2004. Það ákvæði
heimilaði samstarf, sérhæfingu og
verkaskiptingu með tilheyrandi
sparnaði og kostnaðarlækkunum í
rekstri.
Að þessum tíma liðnum, frá
byrjun 2003 fram á þennan dag
2014, er ástæða til þess að velta
fyrir sér hvort árangur af þessum
aðgerðum hafi orðið eins og til var
ætlast.
Skipulagsbreytingar
Til að meta þann árangur er
nærtækast að skoða í fyrsta lagi
skipulagsbreytingar í mjólkur-
vinnslu, sölu og dreifingu mjólkur-
vara, og hvernig þróunin hefur orðið
gagnvart neytendum. Í mynd 1 má sjá
fjölda vinnslu- og dreifingarstöðva á
tímabilinu 1990–2014.
Samkvæmt mynd 1 var mjólkur-
vinnsla á 17 stöðum árið 1990, sala
og afgreiðsla mjólkurvara á 18 og
dreifing mjólkurvara á 18 stöðum
vítt og breitt um landið. Árið 2003
hafði mjólkurvinnslustöðvum
fækkað í 9, sala og afgreiðsla
mjólkurvara var þá á 10 stöðum
og dreifing mjólkurvara á 10. Árið
2014 er mjólkurvinnsla á 5 stöðum,
sala- og afgreiðsla mjólkur á 2 og
dreifing mjólkurvara á 5 stöðum.
Hér hefur því orðið mikil fækkun
starfsstöðva á báðum tímabilum sem
hefur haldist í hendur við þriðjungs
fækkun starfsfólks. Þessi hagræðing
hefur á margan hátt reynst erfið og
sársaukafull en hefur skilað miklum
kostnaðarlækkunum.
Neytendur og bændur hafa fengið
ávinninginn
Til þess að meta árangur fyrrnefndra
aðgerða, á tímabilinu 2003–2014,
er eðlilegt að skoða verðþróun
mjólkurvara. Allar tölur hér um
verð mjólkurvara eru á heildsölustigi
og án virðisaukaskatts. Verðþróun
heildsöluverðs mjólkurvara er hér auk
þess borin saman við þróun vísitölu
launa (LVT) og vísitölu neysluverðs
(NVT) á tímabilinu 2003–2014.
Samanburður við NVT á sér nærtæka
skýringu, ekki einungis m.t.t.
þróunar einingarverðs mjólkurvara
miðað við annað verðlag, heldur
einnig vegna áhrifa mjólkurvara á
hækkun vísitölunnar sjálfrar. Litlar
verðbreytingar mjólkurvara stuðla að
lægri vísitölu en ella. Þannig hefur
verðlag mjólkurvara bein áhrif á
vísitölu neysluverðs og þar með á
hag almennings í landinu í gegnum
verðtryggingu lána og annarra
fjárskuldbindinga.
Verðþróun stærstu vöruflokka
mjólkurvara til neytenda
Í mynd 2 má sjá verðþróun helstu
mjólkurvara sem verðlagðar
eru af verðlagsnefnd búvöru. Í
mynd 3 er tekin fyrir verðþróun
nokkurra mjólkurvara sem ekki eru
verðlagðar af verðlagsnefnd.
Heildaráhrif hagræðingaaðgerða
2003–2014 sem skilað var til
neytenda
Til að meta þann árangur sem náðst
hefur með hagræðingaaðgerðum
sl. áratug, þarf að svara þeirri
spurningu hvert heildsöluverð
mjólkurvara hefði þurft að vera
ef ekki hefði komið til breytinga
í fjölda og skipulagi afurða- og
dreifingarstöðva. Þær þjónusta
almenning á öllum þéttbýlisstöðum
landsins með þessar nauðsynjavörur.
M.ö.o. þá þarf að meta árangur
af þeirri leið sem valin var af
stjórnvöldum á árunum 2003–2004,
og staðfest var með breytingu
búvörulaga á vormánuðum 2004.
Án efa hefðu aðrar leiðir getað
verið til staðar en þessi skipulagða
leið, með öllum sínum réttindum
og skyldum, var valin. Það er mat
á árangri þeirrar ákvörðunar sem er
hér til skoðunar.
Hvort sem hagræðing í
mjólkuriðnaði á tímabilinu er
metin út frá tekjuforsendum
heildsöluverðs eða greiningu á
kostnaðarforsendum rekstrarliða á
tímabilinu, kemur í ljós að vinnslu-
og dreifingarkostnaður – þ.e.
rekstrarkostnaður mjólkuriðnaðarins
– hefði þurft að hækka um 90%–
93% á tímabilinu 2003–2014, til að
standa undir kostnaðarhækkunum
þeirra þátta sem rekstrarkostnaður
afurðastöðva samanstendur af.
Þetta hefði verið reyndin ef ekki
hefði komið til skipulagsbreytinga í
mjólkuriðnaðinum. Hafa ber í huga
að erlend aðföng, svo sem olía,
orka, umbúðir, vélar og annað sem
er háð gengi, eru veigamest í rekstri
afurðastöðva mjólkuriðnaðarins, og
þeim kostnaðarþáttum er torvelt að
stjórna.
Að teknu tilliti til rekstrarþátta
afurðastöðva á tímabilinu hafa um
2.000 millj. kr. á ársgrunni verið
skilað til neytenda með hagræðingu
í mjólkuriðnaði í gegnum heild-
söluverð mjólkurvara. Til að setja
það í samhengi samsvarar það 20 kr.
pr. lítra af nýmjólk og um 200 kr. pr.
kg af brauðosti.
Heildaráhrif hagræðingaaðgerða
2003–2014 sem skilað var til
bænda
Á umræddu tímabili, 2003–2014,
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði:
Árangri skilað til neytenda og bænda
– Segja að heildarkostnaður við mjólkurframleiðslu hafi hækkað um 108% en lágmarksverð um 98,9%
Heimild SAM.
Unnið úr vísitölum
Hagstofu Íslands
og verðskrám
verðlagsnefndar
búvöru birtum í
Lögbirtingablaðinu.
0% 50% 100% 150% 200% 250% 300%
Lágmarksverð til bænda
KOSTNAÐUR ALLS
FASTUR KOSTNAÐUR ALLS
12. Laun
11. Vextir
10. Afskriftir
FASTUR KOSTNAÐUR
BREYTILEGUR KOSTNAÐUR ALLS
8. Ýmis gjöld
7. Viðhald
6. Þjónusta
5. Flutningur
4. Vélar
3. Rekstrarvörur
2. Áburður (1)
1. Kjarnfóður (1)
BREYTILEGUR KOSTNAÐUR
Hluti hækkunar sem velt var út í verðlag í gegnum heildsöluverðshækkun.
Hluti hækkunar sem greidd var af afurðastöðvum
Samtals:
Á verðlagi Áverðlagi Meðaltals
viðkomandi árs 2014 greiðslumark
Dagsetning kr/ltr NVT kr/ltr millj. ltr millj. Kr
Janúar 04 1,00 230 1,84 110 202
Janúar 05 1,46 239 2,58 110 284
Október 06 2,00 266 3,18 110 349
Júlí 07 1,19 273 1,84 110 203
Nóvember 07 0,62 280 0,94 110 103
September 2014 6,27 10,4 1.141
kr/ltr millj kr/ár
Hækkun til bænda greitt með hagræðingu afurðastöðva 10,4 1.141
Hækkun á vinnslu- og dreifing-
arkostnaði (rekstrarkostnaður
afurðastöðva) sem sett var út í
verðlag mjólkurvara á tímabil-
inu 2003–2014 nam um 38% á
sama tíma og almennt verðlag
(NVT) hækkaði um 88%.
Á tímabilinu janúar 2003 til
desember 2007, eða á 5 ára
tímabili, hækkaði launavísitala
um 37,8% og almennt verðlag
í landinu um 25,4%. Vinnslu-
kostnaður mjólkurvara sem
verðlagsnefnd ákvað að setja
út í heildsöluverð mjólkurvara
hækkaði einungis um 2,3% á
sama tíma.
Kostnaðaraukning 38%
frá 2003 til 2014
Aðeins 2,3% fór út í
verðlagið 2003–2007