Skírnir - 01.01.1981, Síða 7
PÁLL SKÚLASON
Hugleiðingar
um heimspeki og frásagnir
Opinber fyrirlestur í heimspekideild Háskóla íslands
laugardaginn 7. mars 1981
1
í ritdómi um Njólu Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1884 er
að finna svofelldar hugleiðingar:
Það er eptirtektavert í bókmentasögu íslendinga, að heimspekin hefur
jafnan orðið útundan hjá þeim; bæði að fornu og nýju hafa þeir ritað í
guðfræði, sagnafræði, læknisfræði, lögvísi og fleirum vísindagreinum, en
heimspekinni hafa þeir ætíð gleymt, það væri því öll von til þó aðrar þjóðir,
ef þær væri gjörkunnugar bókmentum vorum, legðu þann dóm á oss ís-
lendinga: að vér nenntum ekki að hugsa, eða kæfðum hjá oss allt hugsunar-
frelsi, því engum skynsömum manni mun koma það til hugar, að skaparinn
hafi afskipt oss, óspart veitt öðrum þjóðum gáfur og vilja til að stunda heim-
speki, en synjað oss þess að öllu leiti.l
Höfundur ritdómsins vill þó ekki kenna leti íslendinga og
andlegu ófrelsi alfarið um það hversu þeir hafi vanrækt heim-
spekina, heldur leitar nánari skýringa og segir:
Tvennt er það einkum er staðið hefir heimspekinni fyrir þrifum á íslandi:
sérvizka og hleypidómar landsmanna, og það annað, sem er aðalorsökin, að
landið hefir aldrei átt háskóla sér, en jafnan hlotið að sækja mentun til
útlanda.
Síðar 1 ritdómnum fjallar höfundurinn nánar um slæmar af-
leiðingar þess að íslendingar þurfi að sækja menntun sína til
útlanda og lætur í ljós vonir sínar um bjartari tíma í íslensku
mennta- og bókmenntalífi:
Það er alkunnugt að íslendingar þeir, er mentast vilja, verða að fara
utan, og stunda bókmentir við háskólann í Kaupmannahöfn; þar njóta
þeir, einsog nærri má geta, tilsagnar allrar og kennslu á danska túngu. Af
því leiðir að hugsunarfar þeirra verður danskt og óíslenzkulegt, útlendar
hugmyndir smeygja sér inn og bola út þær enar eðlilegu, íslenzkan gleymist