Skírnir - 01.01.1981, Page 8
6
PÁLL SKULASON
SKÍRNIR
eða verður dönsku blönduð. Þeir sem færir eru, hvað þekkingu og vits-
muni snertir, að fræða landa sína um marga hluti, geta það ekki skammlaust,
vegna þess að málið er þeim til tálmunar, og ganga má að því vísu, að marg-
ir muni forðast að rita nokkuð á móðurmáli sinu, fyrir þá sök, að þeir
finna vanmátt sinn, og standa á öndinni ef þeir eiga að rita nokkur orð á
óbjagaða íslenzku. Af þessu hafa íslenzkar bókmentir haft óbætanlegt tjón,
einsog nærri má geta. Ef Islendingar hefðu átt háskóla sér, og geta numið
helztu vísindagreinir, t.a.m. guðfræði, lögvísi, heimspeki, læknisfræði, á
móðurmáli sínu, þá má nærri geta að bæði hefði öll mentan landsmanna
orðið eðlilegri heldur enn þegar menn þurfa að sækja hana að eingaungu
í útlönd, og íslenzk túnga hefði auðgazt og orðið jafn fjölorð í öðrum vís-
indagreinum sem hún er i sögumálinu.
Það er nú vonandi að mentan og vxsindi muni lifna hjá íslendingum eins-
og öðrum þjóðum, að hugsunarfjör vakni jafnframt og tilfinning þeirra á
borgaralegu frelsi glæðist, að andlegir kraptar aukist með líkamlegum; en þá
rlður íslendingum á, að þeir veiti öllum þeim ritum eptirtekt, er koma út í
landinu sjálfu, einkum þeim er orðið gæti bókmentum íslenzkum til eflingar
og landinu til sóma; sést þá og Ijósast í hverju bókmentum íslendinga er
ábótavant, er þeir bera rit sxn saman við rit annarra þjóða.
Nú er þess að gæta að höfundur ritdómsins skilur ugglaust
orðið „heimspeki" öllu víðari skilningi en nú er yfirleitt gert;
til marks um það má hafa að Njóla fjallar ekki síður um stjörnu-
fræði en heimspeki sem við myndum kalla. En jafnvel þó tillit
sé tekið til þessa — og líka til hins að íslendingar liafi nú átt
sér háskóla í 70 ár — held ég að margir muni geta tekið undir
þessar hugleiðingar efnislega og talið þær að verulegu leyti eiga
við í dag sem fyrir 137 árum. Að vísu hafa nokkur rit um heim-
spekileg fræði verið samin á íslensku á þessari öld — ber hæst
framlag þeirra Ágústs H. Bjarnasonar og Guðmundar Finn-
bogasonar — en því fer þó fjarri að fræðilegar bókmenntir eða
heimspeki séu orðin veigamikill þáttur í menningarlífi íslend-
inga. Trúlega er samanburðurinn við aðrar vestrænar menn-
ingarhefðir okkur eins óhagstæður og hann var árið 1844, ef
ekki verri. Nú verður ekki lengur sakast um að við eigum ekki
háskóla; nærtækast væri að saka háskóla okkar um að hafa ekki
rækt hlutverk sitt sem skyldi, að hafa ekki orðið það afl í and-
legu lífi og menningu sem honum var ætlað. Svo að dæmi séu
nefnd þá hófst ekki umtalsverð kennsla á ýmsum sviðum nátt-
úruvísinda fyrr en á árunum 1966 til 1970 og skipuleg kennsla í