Skírnir - 01.01.1981, Síða 9
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
7
heimspeki til B.A.-prófs hófst ekki fyrr en árið 1972, einungis
var kennt lítið námskeið, heimspekileg forspjallsvísindi, með
nánast óbreyttu námsefni frá árinu 1911 til ársins 1975.
Öll starfsemi á sér sínar hefðir, hún sprettur ekki fram al-
sköpuð í einu vetfangi, heldur mótast smám saman í tengslum
við önnur starfssvið og hefðir. Þetta á ekki síst við bóklega eða
fræðilega starfsemi sem einkennist af ákveðnum hugsunarhætti
og tjáningarmáta. Bókleg tjáningar- og hugsunarhefð er raunar
í miklu fastari skorðum en flestar aðrar hefðir, t.a.m. í landbún-
aði og sjávarútvegi eða klæðaburði og mataræði. Fólk, sem flyst
úr sveit í borg og tileinkar sér á örskömmum tíma nýja lífs-
hætti, skiptir ekki jafnskjótt um hugsunarhátt og tjáningarmáta.
Slík umskipti eiga sér ekki aðeins miklu hægar stað, það er einn-
ig miklu erfiðara að henda reiður á þeim; hér kemur og til sú
staðreynd að fólki er eðlilegt að spyrna við fótum og reyna að
koma í veg fyrir þá upplausn sem virðist óumflýjanleg þegar
nýr hugsunarháttur og nýjar hugmyndir ryðja sér til rúms.
Þetta er þó engin skýring á því hvers vegna háskólinn varð
ekki það gróðurhús nýs hugsunarháttar og nýrrar bókmennta-
hefðar sem hefði mátt vænta. Hér er síður en svo við einstaka
menn að sakast. Líkt og sagt hefur verið að hver þjóð hafi þá
stjórn sem hún verðskuldar, má segja að hver þjóð eigi skilið
þann háskóla sem hún kýs sér. Mér er því næst að fara að eins
og sá sem ritdæmdi Njóln forðum og kenna „sérvisku og hleypi-
dómum landsmanna“ um hversu lítil andleg lyftistöng háskól-
inn liefur verið. Hinn ágæti ritdómari útlistar raunar ekki í
neinum smáatriðum í hverju þessi sérviska og hleypidómar eru
fólgin; aðalrótina að andúðinni á heimspekinni sér hann í af-
stöðu guðfræðinga og kirkjunnar manna, sem hafi þótt heim-
spekin „kenna sjálfsbirgingsskap og oftraust á sjálfum sér, en
leiða frá kristilegri trú og lítillæti". Að dómi hans sáu íslend-
ingar fyrir hvílíkur háski þeim var búinn af heimspekinni og
gripu því til þess ráðs sem virðist hafa haldið furðu vel til þessa:
íslendingar fundu snemma upp hið öflugasta ráð til að sjá við heim-
spekinni, og það var að vanrækja hana með öllu; hennar var því ekki upp-
reisnar von, og enginn þurfti beinlínis að amast við henni fram eptir öllu,
þareð hún mátti heita landsmönnum ókunn. Ljósasti vottur þess, hve ógeð-