Skírnir - 01.01.1981, Page 11
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
9
og hugsunarháttar, sem Iiefur hins vegar eflst og þroskast hjá
ýmsum öðrum menningarþjóðum. Fámenni og einangrun ís-
lendinga á liðnum öldum eiga eflaust sinn þátt í þessu, en það
skýrir í sjálfu sér ekki andstöðuna gegn heimspekinni; nær væri
að segja að íslendingar hafi fundið til minnimáttarkenndar
gagnvart erlendum bókmenntahefðum og látið hana í ljós með
opinskáum fjandskap og illkvittni.
Slík skýring ristir þó ekki djúpt: minnimáttarkenndin er yfir-
leitt einstaklingsbundin og verður því naumast talin einkenni
bókmenntahefðar. Miklu djúpstæðari væri sú skýring, ef unnt
væri að færa gild rök fyrir henni, að heimspekileg hugsun og
tjáning séu illsamræmanleg bókmenntahefð sem reisir alfarið
á listinni að segja sögur. Heimspekin væri þá ógnun við frá-
sagnarhefðina — ekki ósvipað og tiltekin frásagnarform ógna
hvert öðru og leysa hvert annað af hólmi, t.d. riddarasögur sem
tóku við af íslendingasögum, eða lýriskur kveðskapur sem átti
þátt í að brjóta niður rímurnar. Ógnun heimspekinnar við frá-
sagnarhefðina væri þó augljóslega miklu alvarlegri en þegar eitt
frásagnarform ógnar öðru. Frásagnarhefðinni sjálfri með þeim
hugsunarhætti, lífssýn og lífsformum, sem henni eru samofin,
væri stefnt í voða með eflingu heimspekilegrar hugsunar.
Skyldi þetta vera hin eiginlega skýring þess að íslendingar
hafa aldrei eignast heimspekihefð og að það skuli hafa verið
frásagnarmennirnir miklu fremur en fræðimennirnir sem
menntuðu íslensku þjóðina?
Það segir sig sjálft að þessari spurningu verður ekki svarað
svo vel sé nema með ítarlegum rannsóknum á íslenskri liug-
myndasögu frá upphafi til okkar daga. Slíkum rannsóknum hef-
ur verið afar lítið sinnt til þessa. Einungis einn íslenskur fræði-
maður, Sigurður Nordal, hefur mér vitanlega náð umtalsverð-
um árangri við þetta verkefni og jafnframt sýnt fram á hve
nauðsynlegar slíkar rannsóknir eru okkur, ef við viljum reyna
að halda lífi sem sjálfstæð og skapandi þjóð.
Það er engin tilviljun hversu lítinn skilning við höfum á eigin
menningarhefð og liversu lítið við höfum rannsakað liugmynda-
heim okkar. Okkur hefur skort heimspekina, hinn fræðilega
grunn eða réttara sagt það viðhorf sem þarf til þess að gefa